sunnudagur, 19. ágúst 2007

14. ágúst 2007

Þá var það löng ferð þennan dag. Við byrjuðum á því að vakna snemma (eins og allir aðrir dagar í ferðinni) og fórum beint á staðinn þar sem fyrir mörgum mörgum mörgum árum var verið að höggva myndir inní steina sem eru þarna.

Þetta er soldið flott sko. Konan sem var að sýna okkur þetta allt sagði að þessar myndir voru liklega þarna til að kenna strákunum hvernig væri best að veiða dýrin og hvernig fótspor voru af þessum dýrum. Það er auðvitað engin leið til að vita nákvæmlega af hverju þetta er þarna af því að það er svo langt síðan þetta var gert.

Svo þegar við vorum búin að skoða þetta allt, fórum við á stað sem heitir Petrified Forest. Það sem var fyndnast við þennan stað var það að gaurinn sem var að sýna okkur þetta hét Salmon. Án djóks. Hann hét lax *híhí*


Hérna sést svona trédæmi. Þetta lítur út fyrir að vera bara venjulegt tré. Nema hvað...Þetta tré er margra milljón ára gamallt. Og er orðið að steini. Sem er bara mjög töff.


Og hérna er önnur mynd. Þetta lítur ekkert út fyrir að vera steinn, en þegar maður snertir það finnur maður það greinilega. Ef einhver vill fá að sjá svona geta þau komið í heimsókn til mín af því að við erum með nokkra svona steina/tré bita heima á Íslandi og fólk er alveg velkomið að koma og kíkja ef það trúir mér ekki =Þ


Hér er mynd sem sýnir hringana í einum trébita. Þetta er allt bara mjög merkilegt.

Þegar þetta var búið fórum við að hitta einhverja gaura sem eru að reyna að rækta einhver tré einhversstaðar og pabbi ætlar kannski að hjálpa þeim eitthvað með peningamál held ég. Vegurinn á þennan stað var alveg bara hræðilegur. Ég hef aldrei á ævinni séð svona veg. Við vorum bara að keyra yfir grjót og eitthvað. Það er ekki hægt að lýsa þessu ef hinn aðilinn hefur ekki verið á þessum vegi. Hann var alveg rosalegur sko. Ég tók því miður bara engar myndir af því =/

Svo þegar við erum að fara að leggja af stað á hótelið í Opuwo, hvað ætli hafi gerst?
Hinn bíllinn fer ekki í gang. Pabbi býðst til þess að draga hann aðeins til að koma honum í gang en hann bara fer ekki í gang! Þannig að við endum með þvi að draga hann í rosalegan tíma alla leið til Opuwo. Svo á leiðinni hleytur kúdú fyrir bílinn okkar og við verðum öll rosalega hrædd. Kúdú eru nefnilega rosalega leiðinlegar þegar þær hlaupa fyrir bílinn manns á veginum. Þær hlaupa alltaf í átt að bílnum. Þetta er eitthvað með það að gera að þær eru að reyna að hlaupa bakvið ljósið eða eitthvað. Ég er ekki alveg að fatta þetta nógu vel, en það er bara soleiðis. Svo er líka ekki hægt að nauðhemla þegar maður er með bíl í eftirdragi... Svo er ég bara alls ekki frá þvi að við höfum aðeins klesst á kúdúna... Ekki mikið eða alvarlegt, en bara svona aðeins =/

Svo þegar við erum loksins komin á hótelið erum við öll óbærilega svöng og óeðlilega þreytt. Við fáum svo aðeins að borða og svo förum við í tjaldið okkar.
Já þið lásuð rétt. TJALDIÐ okkar. Alveg magnað.
En við lifðum það allavega af =Þ
Augljóslega...

Engin ummæli: