þriðjudagur, 17. júní 2008

Spenna...

Ég á allavega að vera spennt. Eftir rúmlega hálfan sólarhring er ég á leiðinni út á flugvöll með mömmu til að byrja á löngu ferðalaginu til Namibíu.

Þessi ferð verður meira vesen en hefur verið áður, af því að í þetta skipti þurfum við að skipta um flugvöll. Það á í sjálfu sér ekki að vera neitt vandamál af því að það er rúta sem fer beint á milli, en samt...svo á leiðinni heim er ég ein að ferðast og ég þarf að hanga í London í rosalega langan tíma...EIN...yay...NOT.

Allavega, það verður geðveikt gaman að hitta pabba og Tinnu og Rúnar Atla :) ég hef ekki hitt þau síðan þau voru hérna um jólin...sem sökkar.

Ég hef eiginlega ekki neitt annað að segja. Ég vildi bara segja ykkur að ég er að fara út á morgun, geðveikt snemma og ég kem aftur mjög seint um kvöldið 11. júlí :)

Woo!!!

1 ummæli:

vennesla sagði...

Vona að ferðalagið gangi vel hjá ykkur mæðgunum á morgun. Skil þig vel að hlakka til að hitta pabba, Tinnu Rut og Rúnar Atla.

Koss og knús frá Maju frænku