þriðjudagur, 2. febrúar 2010

Flutt!!

Þá er ég búin að flytja aftur :) á Miklubraut :)

Gaman gaman :)

mánudagur, 25. janúar 2010

miðvikudagur, 31. desember 2008

2008

Já 2008 var mjög gott ár :)

Ég varð tuttugu ára, ég fór til Namibíu að heimsækja fjölskylduna mína, ég fór til London að skoða fullt með vinum mínum, ég skemmti mér svakalega vel á Gay Pride, ég byrjaði í námi sem mér finnst svo skemmtilegt að ég trúi því varla, og fullt fullt fleira :D

Það gerðist auðvitað hlutir sem voru ekki alveg jafn frábærir, en ég ætla ekkert að tala um það hér :P

Og svona er síðasta bloggfærsla hjá mér árið 2008...ég trúi varla hvað tíminn flýgur hratt. Áður en ég veit af verð ég orðin þrítug :P

En við sjáumst öll hress árið 2009 :D

miðvikudagur, 24. desember 2008

Gleðileg jól!!!

Og fyrir ykkur sem það á við, takk fyrir pakkana!!! :D

Núna er bara að bíða eftir nýja árinu :P

sunnudagur, 14. desember 2008

Hver er best?

Já vitiði...það mun vera ég...

Ég var að fá einkunnirnar mínar um daginn...

Ég ætla að byrja á lélegustu einkunninni...

Það var í verklegri fatagerð kvenna. Ég fékk 8. Og ég er ekkert að kvarta.

Svo var það verkleg fatagerð karla...ég fékk 9. Ó já.

Og ég var líka í sniðagerð karla...ég fékk líka 9 þar. Awesomeness :P

Og í bókfærslu...ég fékk 10...

Ég er svo góð í grunnteikningu að ég þurfti ekki að taka lokapróf...og ég fékk 10

Og síðast en ekki síst var það sniðagerð kvenna. Ég tótalí fékk 10 þar líka.

Og þar með hef ég fært ykkur rök fyrir því að ég er best. Ætlar einhver að mótmæla? Ég hélt ekki :P

Og bara til að bæta einhverju áhugaverðu við þennan póst (fyrir utan hvað ég er frábær þ.e.a.s.) þá hef ég aldrei áður á ÆVINNI fengið 10 sem lokaeinkunn. Og núna tók ég mig bara til og fékk ÞRJÁR TÍUR!!!!

Það er svo gaman hjá mér :D

laugardagur, 29. nóvember 2008

Dugnaður

Jæja, þá er komið að því að mamma er að koma til landsins...og það þýðir að það er engin afslöppun á þessu heimili...það þarf að taka ALLT í gegn og þrífa bara hátt og látt svo það verður friður :P nei...ég segi svona bara :P en það verður samt að þrífa...

Þannig að ég og Svava tókum okkur til í kvöld og tókum til, ryksuguðum (við viljum þakka Níelsi fyrir að lána okkur ryksuguna sína :D gegt góður) og skúruðum...

Talandi um að skúra...finnst mér fátt leiðinlegara en að ná í fötu, tusku, burstan sem við notum til að ýta tuskunni á milli staða og svo þurfa að stoppa til að bleyta tuskuna af og til...þetta gerir mig geðbilaða af því að ég enda alltaf á hnjánum eftir að gefast upp á þessum bursta...og þið sem þekkið mig vita það að mér finnst það mjög óþægilegt :P

En svo fór Berglind (stelpa sem er með mér í bekk) að tala um moppu sem hún keypti í Bónus...alveg rosalega sniðugt fyrirbæri :P Maður hellir sem sagt heitu vatni og sápu inní moppuna sjálfa og svo ýtir maður niður á handfangið og vatnið sprautast út!! Ég ákvað að nota flösku peninginn í það að kaupa svona moppu. Og þetta er mesta snilld sem ég veit um...ef allir áttu svona moppu mundu ekki vera stríð...allir væru of uppteknir að skúra :P Ég ætlaði allavega ekki að vilja hætta að skúra mér fannst þetta svo æðislegt :D

Og hér er ein mynd af mér með Undurmoppunni...

Þið sjáið kannski að ég er í vettlingum...ef þið sáuð þetta þá eru þið mjög líklega að velta því fyrir ykkur af hverju maður mundi vera í vettlingum inni þegar maður er að skúra...og það er MJÖG góð ástæða fyrir því...ég fattaði auðvitað aðeins og seint að moppan er út stáli...og ég var að hella frekar heitu vatni ofaní hana...það var ekki sjóðandi eða neitt...en samt svona óþægilega heitt. Það var ekki hægt að snerta moppuna hún var svo heit...þannig að ég reddaði mér bara :P

Og svo er hér ein mynd af mér of Svövu :)

Og það sést greinilega að hún fílar að láta taka mynd af sér...alveg að reyna að troða mér útúr myndinni :P

En allavega...mig langaði bara að segja ykkur frá þessu svakalegu tæknibyltingu sem ég fæ ekki nóg af :P

þriðjudagur, 18. nóvember 2008

Fyrir Þórhildi...

...ekki það að hún lesi bloggið mitt EVER eða neitt...en þetta er bara eitthvað krúttlegt sem minnti mig óendanlega mikið á hana...

cat
more animals

sunnudagur, 9. nóvember 2008

Skólinn og matur

Mér gengur alveg ógeðslega vel í skólanum :)

Ég er búin að fara í nokkur próf núna og hef fengið alveg svakalegur einkunnir.

Ég er búin í 2 próf í grunnteikningu og fékk 9,6 í fyrstu og 9,4 á seinni prófinu, og þetta þýðir að ég þarf að fá alveg 3,5 á næsta prófi til að sleppa við lokapróf. Spurning hvort að maður nái því :P

Svo er ég búin í einu í sitthvoru fatagerð karla, og kvenna. Ég fékk 8,7 í fatagerð karla og 8,8 í fatagerð kvenna :)

Ég fór í próf í sniðagerð kvenna fyrir nokkrum vikum og fékk 9,7 í því prófi :D Og við erum að tala um að það var þetta sem mér fannst langerfiðasta fagið í skólanum :P þannig að mér finnst það bara ALLS ekki slæmt :P

Svo þarf ég að taka 3 próf í vikunni, fatagerð kvenna á morgun, sniðagerð karla á þriðjudaginn og sniðagerð kvenna á fimmtudaginn.

Svo var pínu matarboð hérna heima síðasta fimmtudagskvöld og það heppnaðist bara mjög vel. Ég eldaði skattasúpu handa fólkinu, en sumir komu svo seint að þetta var eiginlega ekki súpa lengur heldur einhver kássa með engu vatni :P
En þetta var alveg frábærlega skemmtilegt kvöld, og planið er að endurtaka þetta mjög fljótlega :)

Annars er bara ekkert mikið að frétta...þannig að ég ætla bara að láta þetta duga :)

fimmtudagur, 23. október 2008

Bókfærsla

Ég hef eiginlega alltaf haldið að ég væri ekki týpan sem væri góð í öllu þessu, bókfærslu, viðskiptafræði dæmi - af því að mér hefur alltaf fundið þetta viðbjóðslega leiðinlegt...

Nema hvað...

Ég er búin að komast að því að ég er bara bókfærslusnillingur :D

Kennarinn er alltaf að hrósa mér. Hann er alltaf að segja að eitthvað ákveðið er mjög gott hjá mér og frábært að ég geti gert þetta dæmi og eitthvað. Svo, síðasta þriðjudag, sagði hann við mig að ég gæti bara alveg eins kennt þetta fag :P og þetta var bara geðveikt skemmtilegt að fá að heyra :)

Í morgun langaði mig ENGAN veginn framúr...það var svo kallt og ég svaf svo illa og ég vildi bara kúra...en...svo hugsaði ég, "Nei...ég verð að fara í bókfærslu...mig langar að fá smá hrós" :P og, viti menn, ég fékk hrós. Ég gat eitthvað frekar snúið dæmi og hann sagði að honum fannst það alveg snilld að ég gæti þetta, af því að hann var ekkert búinn að fara í þetta.

Ég er svo ánægð :D

En svo... (eins og í bókfærslu...það er eitt jákvætt og annað neikvætt :P) er ég búin að vera veik svo lengi að ég gæti dáið. Ég fékk flensu tvisvar...Það voru þrír dagar inná milli sem ég var góð. Svo grunar mig að ég sé að fara að fá ælupestinn sem er núna farinn að ganga...þetta er alveg FÁRANLEGT!!!!!! Mér finnst bara ósanngjarnt að ein manneskja verður að vera veik í margar vikur...
Og það er ekki eins og ég er búin að geta verið heima á meðan ég var veik til að reyna að ná mér...ég get ekki sleppt einum degi í skólanum af því að þá missi ég af svo ógeðslega miklu. Og ég vil það engan veginn. Og ég get ekki tekið fleiri veikindadaga í þessum mánuði af því að ég hef einfaldlega ekki samviskuna í það.
En við vonum bara það besta :)

fimmtudagur, 2. október 2008

Þá er þetta búið

Jæja, allir vinir mínir sem lesa bloggið mitt (sem ég held reyndar að sé bara einn...kannski tveir) þurfa að fá að vita að það verður ekki aftur komið heim til mín um fríhelgar. Þið megið kannski koma í heimsókn, en ekki partý.

Aldrei aftur.

Ég er svo virkilega reið út í næstumþví alla sem komu um helgina að ég gæti grátið. Ég vona bara að þið skammist ykkur. Draslið sem kemur frá ykkur er ógeðslega. Af hverju þarf ég að þrífa það? Af hverju getur engin komið daginn eftir eða tveim dögum seinna og hjálpað mér að taka til? Það eina sem neinn gerir er að koma og sækja áfengið sitt. Og ég vil taka þetta tækifæri til að láta ykkur vita að áfengið ykkar sem þið hafið skilið eftir er ekki til lengur. Með einu exception.

Muniði kannski að í desember sagði ég ykkur að þið munduð fá annað tækifæri til að sanna það að ég mundi halda áfram að vera með partý, en í þetta skipti verða engin fleiri tækifæri. Þetta var of alvarlegt brot...

Be ashamed, people...
Dagmar