mánudagur, 30. júlí 2007

Fyrir Johönnu frænku

Gegt = stytting á geðveikt, mikið notað á msn, komið inní orðaforðann minn núna, gegt sniðugt orð =Þ

Dagmar, gegt þyrst =Þ

Maerua Mall

Við Þórdís kíktum í bæinn í dag =Þ og það var gegt gaman. Við fórum í fullt af búðum og keyptum okkur fullt af drasli (allt nothæft drasl samt =Þ við vorum ekkert að kaupa neitt sem við notum ekki sko...)

Ég keypti mér Pétur Pan á DVD, af því mér finnst þessi mynd algjört æði og mér finnst lang flestar Disney myndir bara snilld. En mér er búið að langa í hana í rosa langan tíma þannig að ég ákvað í dag að kaupa hana bara. Svo keypti ég mér eina bók líka sem er gegt góð.
Svo sá ég svo flott náttföt að það var alveg ótrúlegt =D ég þurfti að kaupa þau. Þetta er ÓGEÐSLEGA bleikt og það er bara gaman =Þ en þetta er hlýrabolur og svona gegt stuttar stuttbuxur. Klikkað flott. Ég ætla gegt að sofa í þeim í nótt =D ég keypti mér líka armbönd í þessari búð. Gegt flott silfur armbönd í stíl við væntanlega hringa sem ég ætla að kaupa mér =D eða fá í afmælisgjöf frá Húgó sem er í Tyrklandi =) og já. Ég keypti líka nærbuxur.
Svo keypti ég mér geisladisk með Michael Buble. Ég er orðin alveg hrifin af honum núna =Þ

Við fórum líka á Mugg & Bean í mollinu og fengum okkur samlokur og frappé (sem er eiginlega bara fancy orð yfir smoothie held ég) og þetta var allt gegt gott =D

Svo stoppuðum við í vínbúð og keyptum okkur hvítvínsflösku og Amarula flösku. Fyrir ykkur sem vita það ekki, er Amarula svona líkjör mjög svipaður Bailey's en gert með marula ávextinum sem er mikið af í Namibíu. Ég held að þetta sé alveg namibískt áfengi. Suður afrískt allavega. Ég þori samt ekki ALVEG að svara fyrir það =Þ
Og þetta tvennt kostaði rétt rúmlega 60 dollara, sem er eitthvað um 600kr íslenskar. Sem er nú EKKI NEITT!! og við erum að nýta okkur þetta ódýra áfengi á meðan við erum hér og erum búnar að plana að fá okkur af og til hvítvín eða rauðvín eða eitthvað soleiðis. En þetta vín bara alveg bara mjög gott. Besta hvítvínið sem ég hef keypt allavega =Þ enda fyrsta flaskan sem ég kaupi *híhí*

Svo held ég að það er bara voðalega fátt annað í fréttum hjá mér. Ég er að spá í því að baka muffins á eftir - ef ég finn allt sem ég þarf í það allavega. Og núna fékk ég hiksta. Það ætti að skemma þann sem fann upp hiksta *reið*
Dagmar

sunnudagur, 29. júlí 2007

Loksins almennilega gaman =D

Já eftir að Þórdís kom er búið að vera mikið skemmtilegra hérna úti =D Við erum ekki búnar að vera að gera neitt mikið ennþá en það er betra að hafa einhvern til að gera ekkert með en engan til að gera eitthvað með =Þ

Við fórum hinsvegar í bæinn bæði í gær og í dag og við náðum að versla eitthvað pínu í gær en svo fórum við heim að leggja okkur í smá tíma og svo fórum við á Spur =D og fengum okkur að borða og það var gegt gaman bara =Þ
Svo í dag fórum við á kaffihús og vorum þar alveg í tvo tíma held ég. Svo röltum við um í Maerua Mall og ég sýndi henni allar sniðugu búðirnar sem eru þar, þótt að mest af þeim voru lokaðar af því að klukkan var nokkurnveginn tvö...og þar sem það var sunnudagur lokar allt um það leiti. Sem er soldið leiðinlegt, en það verður bara að hafa það. Við kíkjum aftur á morgun eða hinn daginn =Þ örugglega oftar en það líka =Þ

En mér dettur ekkert annað í hug til að segja þannig að ég læt þetta bara duga í bili =D
Dagmar

laugardagur, 28. júlí 2007

YAY!!!!

Þórdís er komin til Namibíu!!! =DEin mynd af henni svo þið á Íslandi gleymið ekki hvernig hún lítur út =Þ

Og svo, í tilefni þess að Ásrún er 19 ára í dag... (Til hamingju með það by the way =D hehe)
hérna er ein mynd af cheetah handa þérÞetta er að vísu ekki sá sem ég klappaði, en myndirnar af því cheetah voru bara of dökkar...=/

Jæja, búið í bili =Þ
Dagmar Ýr

föstudagur, 27. júlí 2007

Ferðalagið hrikalega

Þetta byrjaði gegt skemmtilega =) ég skal lýsa því svona dag fyrir dag...

Þriðjudagurinn 24. júlí:
Við lögðum af stað snemma eins og við plönuðum og ég, pabbi, mamma, Rúnar Atli og Arndís vorum að fíla okkur í bílnum að tala saman og skoða landslagið og eitthvað slíkt, sem var bara gaman. Svo þurftum við að stoppa og skoða Quiver Tree Forest eða eitthvað. Ég man ekki alveg hvað hann hét.
Svo þurftum við líka að skoða Leikvöll Risanna eða hvað sem hann ætti að heita á íslensku...

Þetta er mynd úr leikvellinum. Þetta eru sem sagt bara risastórt grjót sem lítur út eins og það hefur einhver staflað þeim saman eins og kubbum. Þessvegna er þetta kallað leikvöllur risanna =Þ
Svo fengum við að fara og sjá blettatígra og fengum meira að segja að klappa einum!! Það var samt því miður ekki tekið mynd af mér klappa honum =/
En það var snilldar vörtusvín á svæðinu

Og við máttum líka klappa því ef við vildum. Ég gerði það reyndar ekki. Hann var gegt sættur og allt, en ég bara var ekki að nenna að klappa honum. Var ekki í stuði =Þ Hann var samt alveg vanur fólki og allt svoleiðis og var mikið stærri en venjuleg vörtusvín af því að hann fær meira að borða en þau sem eru villt.
Og á myndinni er þetta hendin á pabba sem sést. Hann var að klappa honum.
Svo var ekki það langt í Keetmannshoop þar sem hótelið okkar beið eftir okkur og ég var soldið hissa hvað þetta var ógeðslega flott hótel. Ég var samt ekki alveg 100% sátt við þrifin á baðherberginu og sturtan var kraftlausari en kraninn í vaskinum en fyrir utan það var þetta gegt frábært hótel. Maturinn var æði og þjónustan frábær. Ég er ekki frá því að þetta var besta hótel sem ég hef farið á. Ég hef nú samt ekki farið á mörg =Þ

Miðvikudagurinn 25. júlí:
Þessi dagur var eiginlega bara keyrsla. Við vorum öll á leiðinni til Lúderitz og þetta fannst mér vera mikið styttra en síðast, en það var kannski af því við stoppuðum mikið minna en síðast.

Þetta eru hestarnir sem við stoppuðum til að sjá. Þeir eru alveg villtir og það er búið að gera vatnsból handa þeim sem þeir geta drukkið frá (augljóslega =Þ) og þeir hanga þar oftast. Eiginlega alltaf held ég. Þeir nenna svo varla að hreyfa sig eiginlega.
Svo fórum við á hótelið og það var gaman. Ekki alveg jafn flott að síðasta en alveg mjög fínt. Krúttlegt og svoleiðis. Við keyrðum líka fullt til að sjá eyju sem selir eru á stundum og það var bara rugl fannst mér. Það var geðveikt rok og svona 5 selir eða eitthvað og það var rosalegt kallt.

Þetta er ég að frjósa á leiðinni í bílinn að labba yfir brúnna. Hún var soldið gömul og skuggaleg en við náðum öll að fara yfir hana slysalaust. Sem var gott að sjálfsögðu. En það var svo rosa mikill vindur að mér leið eins og ég væri hjá tannlækninum. Það kom bara rok á eina hlið af andlitinu og það var eins og þegar maður fær deyfingu hjá tannlækni =Þ

Fimmtudagurinn 26. júlí:
Þetta var mikil meira keyrsla. Við komum samt loksins til Maltahöhe og fórum á hótelið þar. Það var rosa lítið og krúttlegt og mjög heimilislegt fannst mér. Það voru voðalega fáir gestir og svo var hundur þarna sem Rúnar Atli var alltaf að vilja klappa, en þorði því samt ekki alveg sjálfur =Þ
Við gerðum annars ekkert mikið meira skemmtilegt þann dag. Við vorum öll þreytt og fórum bara snemma að sofa. Ég og Rúnar Atli horfðum reyndar á Kronk's new groove áður en við fórum að sofa og okkur þótti það voðalega skemmtilegt =Þ
Pabbi var samt ekki alveg að fíla hana eins og við en það var ok. Hann er líka mikið eldri en við =Þ

Föstudagurinn 27. júlí: aka. hrikalegi dagurinn
Wow. Við ætluðum að taka einhverja bakleið frá Matlahöhe til Schlip og þessi vegur var beinn að mestu leiti og 67km minnir mig. Allt í lagi með það, þangað til við tókum eftir því að vegurinn var ekki beint beinn...Við keyrðum samt bara áfram eins og ekkert væri.

Hérna sést mamma reyndar með dauðahald í bílinn þegar við vorum að fara niður soldið mikið bratta brekku. Og ekki með bílbelti =Þ sem er soldið kaldhæðnilegt *haha*
En við keyrðum og keyrðum og þetta var eins og völundarhús. Götur hér og þar og út um allt og við vissum auðvitað ekkert hvert við áttum að keyra þannig að pabbi valdi bara einhverja götu og vonaði að þetta var rétt gata.
FJÓRUM OG HÁLFUM TÍMA SEINNA komumst við loksins til Schlip. Þetta átti að vera ekki einusinni klukkutíma bíltúr þangað, en varð að FJÓRUM OG HÁLFUM. Sem mér fannst soldið mikið. En við týndumst allavega ekki. Sem er kostur. En við ákváðum að halda okkur við aðalvegi núna bara til öryggis =Þ
Við komumst allavega til Rehoboth og vorum öll glorhungruð, enda næstumþví 5 eða 6 tímar síðan við borðuðum síðast þannig að við fengum okkur að borða og drekka og það var alveg ÓTRÚLEGA gott skal ég segja ykkur =Þ
Svo var bara stutt leið til Windhoek og þá vorum við loksins komin heim.
Ég var ÓGEÐSLEGA ánægð með það að komast í sturtu og var í henni í soldið langan tíma =Þ

En þetta var sem sagt ferðalagið okkar.
Ég er samt ekkert búin að segja ykkur frá öllum slysunum sem ég lenti í...=Þ
Rúnar Atli rotaði mig næstumþví á einu hóteli og ég hélt ég var komin með heilahristing. Það var alveg svakalegt. Ég fór næstumþví að gráta þetta var svo vont. Hann lenti með ennið akkúrat á gagnaugað mitt og það var alveg óeðlilega sársaukafullt. Ég held að ég hef aldrei fundið jafn mikinn sársauka áður á ævi minni. Að fá göt var EKKERT miðað við þetta sko.
Já, svo klemmdi pabbi puttann á mér í rúðunni á bílnum. Og það var vont líka. Ekki alveg jafn vont og höfuðhöggið samt, en þokkalega vont samt. Þetta var samt auðvitað slys og allt það.
Svo reif ég puttan á mér á gaddavírnum á einu hliði sem ég þurfti að opna í völundarhúsinu...Það var líka klikkað vont. Þetta var bara pínu sár en samt sveið það eins og ég veit ekki hvað.
Svo var beltið í bílnum svo asnalegt að það var alltaf að meiða mig í hálsinum og ég var komin með þvílík rauð för á hálsinum og alveg að drepast og þá bara þurfti ég að setja beltið undir hendina í staðin fyrir yfir hendina eins og maður gerir venjulega.

En þetta var sem sagt bloggið mitt í dag. Ég bara nenni ekki að blogga meira =Þ
Dagmar


Svo urðum við leið á Rúnari Atla... =Þ nei ég segi bara svona...

mánudagur, 23. júlí 2007

Ferðalög...

Það er mikið um ferðalög í augnablikinu hjá okkur...

Doddi er að fara aftur til Svíþjóðar á morgun, svo er restin af okkur (mínus Tinna allavega) að fara til Lúderitz á morgun og við verðum í þessu ferðalagi í nokkra daga. Við komum allavega heim á föstudaginn =D

Svo er merkilegasta ferðalagið eiginlega það ferðalag sem Þórdís er að fara í á föstudaginn. Þá er hún að leggja af stað frá Íslandi og koma hingað =D Svo förum við í einhver ferðalög saman hér =D

Svo eru núna ALLIR að spurja mig hvernig gengur með að lesa Harry Potter bókina. Eins og fólk heldur að ég mundi bara setja allt lífið mitt on hold til að lesa eina bók. Ég er sem sagt ekki byrjuð á henni...ég ætla að bíða þangað til ég er búin í öllum prófunum mínum, lesa bók 5 og 6 aftur, og SVO lesa nýju bókina. Bara svo þetta sé allt á hreinu...

Svo fyrir nokkrum mínútum var ég að fá þær stórkostlegu fréttir að ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ SELJA HÚSIÐ!!!!! loksins!!!
Svo núna þurfum við bara að finna nýja íbúð =D
Ég hlakka svo til!!!!

Dagmar

sunnudagur, 22. júlí 2007

Arachnid Attack 2

Þið munið líklega eftir því að fyrir nokkum dögum skrifað ég um það hvað var ógeðslega stór kónguló inni í herberginu mínu og ég setti inn mynd, sem var að vísu ekki nákvæmlega eins kónguló og var inni hjá mér =Þ

Hvað ætli svo hafi gerst í dag? Ég er búin að vera vakandi í soldinn tíma og er bara sakleysislega að lesa kjörbókina í íslensku og aðeins að kíkja á sögu og svo ákvað ég að fara í sturtu. Eins og maður gerir.
Svo er ég bara í góðum fíling að klæða mig með tónlistina í botni og hvað ætli ég sjá svo? Jújú...mikið rétt. Það var kónguló.

Þessi kónguló...

Ég var ekki sátt við þetta. Og það er þessi kónguló sem ég er búin að vera að leita að síðan áður en ég flutti inní gestahúsið. Ég sá hana fela sig í hurðinni daginn sem ég og mamma fórum að kíkja á gestahúsið til að sjá í hvernig ástand það væri.
Svo nokkrum dögum áður en hin kóngulóin drap mig næstumþví sá ég þessa aftur og þegar ég reyndi að ná henni fór hún bara að fela sig bakvið klósettið hjá mér.

En ég náði henni loksins!!! Núna get ég farið á klóið án þess að vera hrædd um líf mitt

Dagmar - áttfætlumorðingi í alvörunni núna...

Coke

Í tilefni þess að mig langar geðveikt í kók en þori ekki að fá mér af því mamma á kókið og þarf örugglega að eiga kók fyrir morgundaginn ákvað ég að setja inn þessa mynd...Þetta er líka hollara en að fá sér kók =Þ

Dagmar

laugardagur, 21. júlí 2007

Draugagangur...

Nokkrum klukkutímum eftir laugardagsbæjarferðinna okkar sem allir fóru í, nema að vísu mamma sem var á "skrapp" námskeiði, hringdi pabbi í mig (hann nennti greinilega ekki að labba út í gestahús...) og sagði að hann ætlaði að skreppa, ásamt Dodda og Rúnari Atla, í smá bíltúr út úr bænum og skoða "Draugahúsið" sem við keyrðum framhjá um daginn þegar við vorum í öðrum bíltúr =Þ (fyrir ykkur sem muna þá var það bíltúrinn sem ég tók uppá því að verða veik í...)

ALLAVEGA...hann ætlaði að taka nokkrar myndir fyrir ljósmyndanámskeiðið sitt og Doddi vildi bara sjá húsið, Rúnar er mjög hrifinn af bíltúrum og ég hafði ekkert betra að gera =Þ
Þannig að við settumst uppí bíl og lögðum af stað. Svo keyrðum við dauðagötuna og við dóum ekki. Sem er gott =Þ Augljóslega =Þ

Við Rúnar Atli eigum það til að vera pínu kjánaleg þegar við erum saman og þessi ferð var eigin undantekning. Hann minnir mig á einhvern á þessari mynd, en ég get ekki alveg svarið fyrir því hver það á að vera...Þið megið kommenta hjá mér og segja mér það ef ykkur dettur eitthvað sniðugt í hug =Þ


Svo af þvi að mér finnst alltaf svo leiðinlegt að þegar ég tek myndir eru engar myndir af mér, þannig að ég náði að taka nokkrar sjálfsmyndir áður en við komumst á leiðarenda.
Geggjað flott mynd =Þ

Svo eftir eitthvað viss marga kílómetra vorum við komin að húsinu. Það var samt svona pirrandi hlið þannig að við þurftum að skilja bílinn eftir og troða okkur í gegnum girðinguna...Það er eins gott að við vorum öll í ræktinni =Þ eða tveggja ára...*híhí*


Þetta er mynd af þessu draugahúsi. Það er alveg ótrúlega stórt hús sko.


Ég veit ekki hversu vel þið sjáið það á þessari mynd en þetta er viðbjóðslega stórt. Það sést reyndar nokkurveginn hversu illa farið húsið er...Það er búið að skrifa á alla veggi og það eru engar rúður eða neitt (þetta er reyndar alveg næstumþví 100 ára hús og ég veit ekki alveg hvenær það var farið að setja rúður í glugga þannig að gluggarnir gætu alveg hafa alltaf verið rúðulausir)

Hérna sést MJÖG vel hversu illafarið húsið er. Þetta er sem sagt loftið og það er mjög ótraustvekjandi að sjá þetta og svo nokkrum mínutum seinna að sjá þetta:

Ef hann hefði ekki verið svona duglegur í ræktinni hefði hann alveg getað dottið í gegnum gólfið og beint niður á næsta hæð fyrir neðan. Sem er allt voðalega fyndið þegar maður sér það gerast í teiknimyndum en kannski ekki alveg jafn fyndið þegar það er í alvörunni að gerast fyrir einhvern sem maður þekkir...=Þ
En sem betur fer eru allir mjög duglegir í ræktinni og það urðu engin slys =D

Svo vill ég aðeins sýna ykkur hversu flott þetta hús var einusinni með þessari mynd

Þetta er alveg hrikalega gamall arin og ég er nokkuð viss um það að það er dauður fugl í honum, en hann er flottur þrátt fyrir allt það. Og ég er fullviss um það að ef einhver mundi nenna að þrífa hann, að þá mundi hann örugglega virka bara betur en áður =Þ

Og ég ætlaði líka að deila með ykkur ógeðslega flottri mynd (að mínu mati) þótt að þegar ég horfi aðeins betur á hana sé ég alveg að hún gæti hafa verið tekin betri...

Pabbi er svo illilega búinn að heilaþvo mig með þessu ljósmyndadæminu hans...<<>>

Svo ein útsýnismynd...

Þetta er svona frekar dæmigert útsýni hérna í Namibíu á veturnar...brúnt...tré...dautt gras...en ekkert ljótt eða neitt þannig. Bara soldið ófjölbreytilegt finnst mér. En þetta er mikið flottara á sumrin þegar það rignir. Það er allt grænt og rosalega flott á litinn og þá trúir maður því varla að maður sé í alvörunni í Afríku...Þetta er bara eins og eitthvað heitt (MJÖÖGGGG heitt) Evrópuland eða eitthvað álíka finnst mér. En þessi mynd var tekin með tilliti til the Rule og Thirds eins og pabbi er alltaf endalaust að tala um þannig að ég ákvað að skella henni inn með hinum =Þ

Svo á bakaleiðinni var AÐ SJÁLFSÖGÐU meiri kjánaskapur og hérna er Rúnar Atli með kubbana sína í húfunni

Og ég ere alls ekki frá því að það er soldið svipur á honum og fólkinu í The Coneheads...sem er mynd sem er ógeðslega gömul og ég held að hún fékk ekkert svaka góða dóma eða neitt en ég man alltaf svo eftir myndinni sem var framaná vídeó kassanum á henni af því að það vildi engin horfa á hana með mér og ég fékk þar af leiðandi ekki að sjá hana...Svona eru minningar asnalegar =Þ Þetta er eitthvað sem skiptir í sjálfu sér nákvæmlega engu máli, en samt man ég þetta...


Þetta er ein mynd sem ég vandaði mig mjög mikið að taka með tilliti til þessarrar reglu sem pabbi er búinn að heilaþvo mig af þannig að ég er að vona að ykkur finnst henni mjög góð =D
Þetta er btw mynd af fuglahreiðri sem fuglar eru búnir að byggja á rafmagnslínur...þannig að ég alltaf fyrir mér fugla að hafa það gegt kósí inni hjá sér á kvöldin með sjónvarpið í gangi og hita og kvenfugl með bleika svuntu að elda matinn handa fjölskyldu hennar...=Þ
En þetta er kannski merki um það að ég horfi aðeins og mikið á teiknimyndir...*humm*

Svo endaði þetta ferðalag að sjálfsögðu á því að ég slasaði mig...

Ég klóarði mig til blóðs =Þ

Dagmar

Þreytt...<<>>

Já ég er þreytt. Þegar ég var að tala við einhverja á msn í gær var ég orðin voðalega þreytt rétt fyrir tólf og ég ætlaði bara að fara að sofa svo af því ég vissi það að ég mundi þurfa að vakna snemma í dag. Eins og ég geri alltaf á laugardögum bara =Þ (pínu kaldhæðnislegt...)
Allavega, ég var komin á frábæran stað til að hætta í tölvunni, Þórdís farin að bíða í Harry Potter biðröð, Erla líka, og það var bara Ásrún eftir en hvorug okkar hafði neitt sérstaklega merkilegt að segja þannig að ég ætlaði bara að fara að sofa.
Svo kemur Tinna upp stigann á fullri ferð og það lá við ég hélt að það væri eldur niðri eða eitthvað =Þ
Hún flýtur sér allavega inn til mömmu og pabba og svo strax út aftur og spyr mig hvort mig langi ekki svakalega mikið að keyra með hana í Maerua Mall svo hún geti keypt sér nýju Harry Potter bókina...
Ég hugsa mig um í nokkrar sekúndur og þar sem þið, kæru lesendur, vita, er ég alveg frábær systir. Keypti DVD handa Rúnari í gær og svo keyrði ég með Tinnu í bókabúðina þegar ég ætlaði að vera farin uppí rúm að sofa...það er eins gott að þau vita hvað þau eru heppin að eiga svona góða systur =Þ

Svo komum við og ég fann bílastæði og fór inní mollið og ég trúði bara ekki að þetta var réttur staður af því að það voru svo ógeðslega fáir að bíða. En jújú, það voru um 30 manns inní CNA að bíða. Svo ákvað ég að það væri eiginlega ekki hægt að fara þangað og ekki kaupa mér bókina. Ég meina, ég á fyrstu 6 bækurnar og ég ætlaði alveg pottþétt að kaupa númer 7 þótt að ég nennti ekki að hanga í marga klukkutíma að bíða eftir henni. Þannig að ég skaust í hraðbanka og beið í nokkrar mínútur og fékk bókina og allt í góðu. Svo fórum við bara heim og hún beint að fara að lesa bókina en ég ætla að bíða aðeins með það. Ég ætla fyrst að klára fjarnámið, fá svo bók nr 5 og 6 lánaðar hjá Tinnu af því að ég man engan veginn um hvað þær voru (ég var að lesa aftaná 7. bókina og það stendur eitthvað um Horcrux, og ég bara, "hvað er horcrux??" ég get ekki sagt ykkur það til að bjarga lífinu mínu sko) Allavega. Það er planið. Svo ætla ég bara að njóta þess að lesa síðustu bókina um hann Harry Potter...Ég verð nú samt að viðurkenna það að bókin er ekkert sérstaklega flott að utan... *pæl*

Dagmar

föstudagur, 20. júlí 2007

Blogmachine...

Ég virðist bara vera svakaleg bloggvél núna. Alltaf að blogga..fólk hefur örugglega ekki undan að lesa það sem ég er alltaf að skrifa =Þ Sem er reyndar kannski ekkert það merkilegt...En það gefur mér eitthvað að gera =D

Ég þurfti ekki að vakna og hugga Rúnar Atla í nótt. Hann hefur greinilega fattað það að Harry Potter náði alveg að reka vonda kallinn í burtu með töfrunum sínum =D Sem er ágætt fyrir alla held ég. En hann virðist alveg hafa gleymt þessu. Hann hefur allavega ekki nefnt það í allan dag. Ekki við mig allavega...

Svo fórum við í bæinn í dag. Þvottavélin okkar tók uppá því að bila um daginn, og núna kemur þvotturinn út úr henni skítugri heldur en þegar hann fór inn...Sem er ekki nógu gott. Þetta ætti bara að heita óhreinkunarvél eða eitthvað álíka =Þ
Við fórum sem sagt í Game í dag og keyptum nýja þvottavél sem á að koma til okkar á morgun.
Ég tók tækifærið og keypti mér Kronk's New Groove a DVD, og svo vildi Rúnar Atli fá einhverja söngmynd fyrir krakka sem heitir The Wheels on the Bus. Þar sem ég er svo svakalega góð systir keypti ég þennan DVD disk handa honum og hann varð mjög glaður og gaf mér sko RISASTÓRT knús og jafnstóran koss =Þ

Svo kíktum við líka á kaffihús og fengum okkur smá að borða svo við mundum nú ekki svelta...=Þ Það er aldrei gaman að svelta...

Svo eru allir veikir núna hérna. Maður heyrir stundum ekki í sjáfri sér að hugsa fyrir hnerrum...Sem betur fer er ég ekki svo veik. Ég fékk samt reyndar hnerrkast í gærkvöldi þegar allir aðrir voru farnir að sofa. Ekki gaman...=/
En ég er ekkert búin að hnerra í dag þannig að ég segist bara ekki vera neitt veik =Þ

Mér dettur ekkert í hug að segja annað þannig að ég læt þetta duga í bili...Það kemur örugglega nýtt blogg á morgun =Þ
Dagmar bloggvél

fimmtudagur, 19. júlí 2007

Harry Potter

Já ég fór á Harry Potter 5 í dag eins og þið sem lesið bloggið mitt oft ættuð að vita. Mér fannst hún bara mjög fín. Betri en ég hélt að hún yrði...
En þetta er kannski að hluta til út af því að ég man alveg EKKERT eftir bókinni =Þ þá gat ég ekki pirrast yfir hvernig myndin væri öðruvísi...

Svo sagði ég Rúnari Atla frá myndinni þegar ég kom heim. Ég sagði honum að það var "vondur maður" í myndinni, en að Harry Potter gat rakið hann í burtu af því að hann kann töfra =Þ
Þetta var greinilega ekki mjög sniðugt af því núna talar hann endalaust um vonda manninn, og mamma er búin að lofa mér að ef hann fær martröð verð ÉG vakin og látin hugga hann =Þ
Ég bíð spennt eftir að vita hvort ég þarf að vakna eða ekki...hehe

Svo er annars ekkert annað að frétta af mér síðan áðan, en ég vildi bara láta ykkur vita að ég dó ekki síðan ég bloggaði síðast. Kóngulóin hefur ekki ennþá náð mér...*sek* <<>>

Ég læt þetta duga,
Dagmar

Haha!!

Það virðist engin vilja horfa á myndina af kóngulónni sem er í síðasta bloggi *drepast úr hlátri*

Þannig að ég ákvað bara að blogga eitthvað núna svo fólk getur lesið bloggið án þess að drepast úr hræðslu eða eitthvað annað svoleiðis *tíhí*

Þá er bara spurning um hvað ég á að blogga...*humm kall*

Var ég ekki búin að blogga um það að ég er búin í félagsfræði áfanganum mínum? Mig minnir það alveg örugglega...

Þá þarf ég að finna eitthvað annað til að blogga um...

Það er ekki mikið sem mér dettur í hug að segja...Jú kannski eitt

Ég er að fara í bíó á eftir =D Arndís spurði pabba í gær hvort hann gæti spurt mig hvort mig langaði í bíó í dag að sjá Harry Potter 5. Og þar sem ég hef bara nákvæmlega ekkert annað að gera hljómar það bara mjög vel =D Og ég hlakka gegt mikið til. Það er alltaf gaman að gera eitthvað ekki með fjölskyldunni manns...Þótt að það er líka voða gaman er ágætt að fá smá tíma í burtu frá þeim. Ég er búin að vera ofaní þeim án þess að geta gert neitt með einhverjum öðrum í næstumþví 2 heila mánuði. Sem er soldið mikið. Þannig að ég er að hlakka til að fara í bíó gegt mikið á eftir =Þ

En jæja, þetta ætti að duga til að láta kónguló myndina ekki vera fremst á síðunni =D

Dagmar

miðvikudagur, 18. júlí 2007

Arachnid Attack

Dum dum dum...

Ég hata þetta gestahús úti...Ég var núna að berjast við þriðju kóngulóna mína á nokkrum dögum...Og þetta eru ekkert neitt pínulitlar kóngulær sem er hægt að drepa með því að stíga á þær...Þetta eru risastórar ógeðslegar kóngulær sem eru stærri en lófinn minn...Ok, ég er ekki að segja að þetta er nákvæmega eins kónguló og var á koddanum mínum...en þessi sem var á rúminu mínu var RISASTÓR!!!!!

OOOJJJJJJ!!!!!

Ég þurfti meira að segja að láta pabba koma og drepa þetta ógeðslega kvikindi...<<>> (in other words...) *sek*

Dagmar áttfætlumorðingi...<<>>

Ferðaplön..

Við höfum verið að plana alveg svakalega mikið af ferðum núna undanfarna daga. Það er nú mest út af því að Þórdís er að koma eftir 10 daga og við þurfum auðvitað að gera eitthvað ógeðslega skemmtilegt =D það er ekki hægt að hanga í Windhoek í um þrjár vikur að gera ekkert nema versla =Þ
Það hefur reyndar verið pínu vesen að finna gistingu af því að það virðist vera alveg ótrúlega mikið meiri aðsókn til Namibíu og okkur var sagt það að ÖLL hótel og allt svoleiðis væri bara algjörlega upppantað alveg út ágúst. Ég fékk ekkert smá fyrir hjartað þegar ég heyrði þetta af því að við vorum ekki búin að panta neitt og við þurftum að redda gistingu svo við gætum gert eitthvað. Það væri alveg geðveikt fúlt ef Þórdís kæmi og svo bara, nei því miður, það er ekkert hægt að fá neina gistingu...=/
En sem betur fer reddaðist þetta allt eftir að ég og pabbi vorum að brainstorma og fundum upp á Plan B og Plan C (aðallega af því að það var ekki hægt að fá gistingu í Etosha) svo töluðum við um þetta og ég ákvað að Plan C væri mikið betri en Plan B þannig að það var strax í dag farið að hringja og panta og þetta gekk víst allt bara mjög vel, og núna erum við með þetta bara pottþétt held ég =D

Það sem gerist er það að á laugardaginn 11. ágúst förum ég, Þórdís, pabbi, mamma, Rúnar Atli og hugsanlega Tinna líka niðrá strönd og erum þar í eina nótt, svo förum ég, Þórdís og pabbi norður og gistum einhversstaðar í einhverju lodge einhversstaðar og svo förum við ennþá meira norður og þar ætlum við að fara að hitta Himba ættbálk. Pabbi þarf nefnilega að fara á fund eða eitthvað þannig að við erum bara að nýta þetta líka =Þ Svo vöknum við eldsnemma á laugardeginum eftir allt þetta og keyrum í gegnum Etosha og svo heim. Þetta verður ógeðslega gaman og ég hlakka alveg gegt mikið til (þótt að ég viti ekki alveg nógu vel nákvæmlega það sem við ætlum að gera =Þ ég þarf bara að tala betur við pabba)

Svo erum við að fara til Luderitz á þriðjudaginn í næstu viku. Það verður ég, pabbi, mamma, Doddi, Rúnar Atli og Arndís sem er starfsneminn hjá Iceida hérna í Namibíu. Pabbi þarf að fara á fund held ég og svo eftir einhverja daga þar komum við aftur heim =)

Svo er annars bara mjög lítið að frétta af mér. Ég er reyndar búin með félagsfræði áfangan sem ég er í (fyrir utan lokaprófið allavega) og ég er alveg ótrúlega ánægð með það skal ég segja ykkur =Þ
En þá er þetta bara komið =D

Bæjó í bili
Dagmar Ýr

þriðjudagur, 17. júlí 2007

*sigh*

Auðvitað ÞURFTI Ásrún að klukka mig...sem þýðir það að ég þarf að skrifa 8 staðreyndir um mig...*sigh* En það er best bara að gera þetta núna svo það dregst ekki gegt lengi að gera mig brjálaða..
Þetta þarf samt ekki að vera neitt sem engin veit þannig að þetta er bara einhverjar 8 staðreyndir um mig...

1. Ég neita að ganga í gulum nærfötum
2. Foreldrarnir mínir flúðu land og búa nú í Namibíu. Og tóku bæði systkinin mín með sér...
3. Ég elska Coke Light og væri til að lifa í Coke Light sundlaug =Þ
4. Það er bara eitt grænmeti og einn ávöxtur sem ég borða ekki, svo ég viti allavega
5. Ég er með væga fullkomnaráráttu og allir DVD, geisladiskar og bækur eru í réttri röð og ég get ekki sofið ef þessi röð er ekki rétt
6. Ég er með genufóbíu =Þ
7. Happatalan mín er 9
8. Mér finnst súkkulaði ekki nógu gott til að borða oft...

Og þá er þetta komið hjá mér =D og ég ætla að klukka...hmm...Erlu...Jóhönnu frænku og...hmm...pabba =Þ
Bæjó...
Dagmar Ýr

sunnudagur, 15. júlí 2007

Flutt

Já, ég er núna flutt út í gestahúsið. Mér fannst alveg ótrúlegt hvað ég á mikið af drasli...Þegar ég kom hingað komust öll fötin mín og allt í eina ferðatösku og svo handfarangurinn. Núna þurfti ég að fara soldið margar ferðir til að fær allt dótið mitt yfir í gestahús - þótt að ég notaði ferðatöskuna til að setja eins mikið og komst í hana =) Þannig að maður þarf kannski að fara að passa að maður sé ekki með of mikið til að komast aftur til Íslands =)

En svo þegar ég var loksins búin að fara allar þessar ferðir með allt draslið mitt yfir þá þurfti ég auðvitað að ganga frá því, eins og maður gerir og ég passaði mig að skilja eftir pláss fyrir dótið hennar Þórdísar þegar hún kemur...það eru bara þrettán dagar þangað til!!! =D ég hlakka alveg ógeðslega mikið til. Eins og þið eruð kannski búin að fatta ;)

Svo er ég alveg á fullu þessa daga að hugsa. Hugsa um hvað ég á að gera í háskóla þar sem það fer nú að styttast í það... ég hef ennþá bara ekki hugmynd um hvað ég vil læra. Ég veit hvað ég vil EKKI læra, en ekki hvað ég VIL læra...þannig að ef einhver er með einhverjar hugmyndir væri ég ekkert á móti því að heyra þær =)

En ég ætla að láta þetta duga núna og halda áfram að horfa á Chronicles of Riddick...
Dagmar

laugardagur, 14. júlí 2007

Stuttur i dag...

Já ég ætla bara aðeins að láta fólk vita að ég dó ekki og brotnaði ekki eða neitt slíkt föstudaginn 13.
Hinsvegar gékk mér eitthvað voða illa að halda á hlutum og var alltaf að missa gaffla og skeiðar og tómatsósulok...en það er í lagi. Ekkert brotnaði =)

Svo er Rúnar Atli veikur =(
Hann er með rosalegan hita og læti og var að æla út um allt í gær... =/
Það er ekki gaman að vera svona. Svo reyndum við að kíkja á kaffihús áðan en það var ekkert að ganga neitt sérstaklega vel. Sem ég var pínu fúl út af...=/ ég fann svo góðan morgunmat að það er ekki einusinni fyndið...múslí, jógúrt og ávaxtasalat. Alveg klikkað gott =D en svo þurftum við að drífa okkur af því að Rúnari leið svo illa. En sem betur fer ældi hann ekkert á Mugg & Bean =)

Annars er lítið að frétta...hárið mitt er ennþá frábært =) ég er rosa dugleg að læra =)

Já, svo eftir bara akkúrat 14 daga (2 vikur) verður Þórdís nýkomin til Namibíu (hún væri samt væntanlega að leggja sig aðeins...) og svo færum við að gera eikkað gegt sniðugt =D

Já, svo er Doddi frændi að fara að koma í heimsókn til okkar á máudaginn og verður í 2-3 vikur eða eitthvað soleiðis. Sem þýðir að ég er að fara að flytja út í gestahús í dag =D og Þórdís djoinar mig þar þegar hún kemur =D

Ég hlakka svo til!!!!!!!!

Dagmar Ýr
(þetta var ekki alveg jafn stutt og ég hélt ;) en þið eruð vonandi ekkert ósátt með það...)

fimmtudagur, 12. júlí 2007

Klipping

Ég er rosalega flott núna =) Ég fór LOKSINS í klippingu í dag ;)
Ég fór nefnilega í bæinn í gær eftir að ég og mamma vorum búnar í ræktinni og ég var búin í sturtu og soleiðis og svo var ég að labba í Maerua Mall og fór framhjá HairCraft sem er hárgreiðslustofan sem við förum alltaf á. Ég var samt ekki með neina uppáhalds hárgreiðslukonu eins og allir aðrir í fjölskyldunni þannig að ég sagði bara við konuna í móttökunni að ég vildi bara fara til hvern sem er...
Svo mætti ég í dag og sá það að ég var að fara til konunnar sem ég hefði séð á staðnum og alltaf fundist hún vera soldið töff. Mikið meira rokkaraleg heldur en neinn annar sem var þarna. Þannig að ég var bara strax sátt =)
Svo sagði ég henni uþb hvað mig langaði í, og hún sagði ok og svo fór hún að klippa mig.
Ég var í alveg tvo heila tíma og 10 heilar mínútur í klippingu. Og litun reyndar líka.

Þegar ég sá hárið mitt varð ég svo ánægð að ég hélt ég var að fara að deyja úr ánægu... Hún sem klippti mig (sem mig langar að segja að heitir Natalia, en ég er ekki alveg viss...) virtist líka vera ánægð með að fá að klippa mig svona af því að hún sagði "I'm glad I got to do something different today" sem ég skildi þannig að hún var bara glöð að fá að klippa svona öðruvísi en venjulega =D

Allavega, svo er hérna mynd af mér...


og önnur...Jæja þá er bara allt komið hjá mér...
Dagmar Ýr

miðvikudagur, 11. júlí 2007

Ræktin

Það er alveg ótrúlegt hvað manni líður vel eftir að hafa verið í ræktinni í tæplega klukkutíma =)
Ég og mamma fórum í morgun eitthvað um 10 leitið og við vorum 20 mín á hlaupabretti og svo 20 mín á hjóli. Mér fannst alveg ótrúlegt hvað maður var fljótur að hjóla...Á 20 mín náði ég að hjóla í um 6,5 km en ég náði bara að "hlaupa" rúmlega 1 km á hlaupabrettinu...en svona eru hlutir sérstakir stundum...=)
Og svo er planið að fara 5 sinnum í viku með mömmu og svo jafnvel 3 með Tinnu...og það er alveg 8 sinnum í viku...svo er ég með áskrift í ræktinni í heilan mánuð þannig að ég gæti alveg eins farið þrisvar á dag ef mig langaði að gera það...=Þ þannig að núna hef ég enga afsökun til að gera ekkert...nema kannski ef mamma er á bílnum...þá kemst ég ekki í ræktina =Þ

Allavega...svo gleymdi ég alltaf að segja hvað hún Jóhanna frænka mín (besta frænka í heimi) er ógeðslega klár. Mér leið asnalega í líkamanum um daginn og ég spurði hana hvað þetta var og hvað ég ætti að gera, og hún sagði mér það og ég gerði það sem hún sagði, og núna líður mér bara mjög vel =D

Takk Jóhanna bestasta =*

Dagmar Ýr

sunnudagur, 8. júlí 2007

Bioferð

Eins og fyrirsögnin segir til um fór ég í bíó áðan. Mamma og pabbi voru líka með, en þetta yrði ekki mjög frásögufærandi ef að Rúnar Atli hefði ekki komið með. Og þetta var sem sagt fyrsta bíóferðin hans :) Og við fórum á Shrek 3. Rúnar var bara mjög góður og duglegur og var ekkert með hávaða eða neitt þannig - þangað til við ætluðum að fara allavega =Þ þá varð hann ekki sáttur og vildi fá að vera lengur =)

Þetta var svona aðal fréttin í dag, en svo er auðvitað hægt að segja það að ég var að eignast tvennar nýjar gallabuxur og tvö ný sokkapör :) Það þarf avísu að stytta buxurnar mínar (eins og alltaf...) og ég geri það vonandi á morgun. Ég er allavega búin að plana bæjarferð á morgun með mömmu (ég planaði það og ég er að vona að hún nenni að fara) og þá ætlum við að gera eitthvað annað skemmtilegt =) vonandi allavega, eins og ég sagði...

Svo styttist í að Þórdís komi út, og ég er að telja niður dagana ;) og það eru bara 20 dagar þangað til hún lendir hér =D og ég hlakka bara ekkert smá til. Og ég reikna fastlega með þvi að henni hlakkar líka gegt mikið til ;)
Svo þurfum við gegt að fara að pæla hvað okkur langar að gera og hvenær og pússla þessu öllu saman =D

En jæja, ég held að þetta sé alveg nóg í dag
Dagmar Ýr

föstudagur, 6. júlí 2007

Alveg rett...

Ég gleymdi alveg að segja að engin er neitt sérstaklega búin að taka sig á að senda mér sms nema Hugrún og Erla er búin að senda mér 2...<<>>

Maður sér hvað maður á góða vini...<<>>

Ýmislegt skemmtilegt...

Ég fór með mömmu, pabba og Rúnari Atla í bæinn í dag og við skruppum í búðir og á kaffihús og allt svoleiðis eins og venjulega =Þ
Við byrjuðum á því að kíkja á föt handa Rúnari og hann fékk nokkrar peysur og buxur sem hann var mjög sáttur með. Hann fékk meira að segja að velja fötin sjálfur :)
Svo fórum við á kaffihús og fengum okkur kaffi og muffins...ég fékk mér allavega kaffi og muffin...hin fengu sér eitthvað annað, en ég býst ekki við því að neitt af þessu skipti neinu máli...

Allavega...svo þegar við vorum búin að borga fékk ég að kíkja í Mr. Price þar sem ég hef langoftast fundið mér einhverja boli og eitthvað. Ég hef samt aldrei fundið neinar buxur...mér finnst þær vera allar svo ljótar og litlar... anyway...ég fór inn og var eitthvað að kíkja, og ég var með grófa hugmynd um hvað ég vildi þannig að ég fór bara beint þangað. Ég fann mér 2 venjulega stuttermaboli, annar svartur og hinn grænn og svo 3 stuttermaboli, einn svartur, einn rauður og einn blár og þeir eru allir með eitthvað sniðugt skrifað á þá, svo voru líka 3 venjulegir síðermabolir, einn af þeim er svartur og einn er rauður og hinn er hvítur og svo var einn síðermabolur sem er grænn með eikkeru sniðugu skrifað á hann og svo var einn gegt töff bolur sem er grænn og eins og hann sé skyrta en samt ekki...<<>> og svo fékk ég líka eina svarta peysu. Hún er gegt töff. og með hettu...<<>>

Svo er annars voða lítið annað að frétta... mér datt bara í hug að þið vilduð öll vita hvað ég er orðin rík í fötum =Þ
Jæja, meira seinna
Dagmar Ýr

þriðjudagur, 3. júlí 2007

Þetta verður langt blogg...

Já það eru nokkrir dagar síðan ég bloggaði síðast...ég er bara ekkert búin að vera að nenna því síðustu daga. Svo er ég líka búin að vera á fullu að læra. Ég er alveg að verða búin með einn íslensku áfangan sem ég er í. Hann er með áherslu á barnabókmenntir og þetta er voðalega skemmtilegur áfangi. Það er líka frekar auðvelt að lesa barna- og unglingabækur :P Allavega, það eru 13 verkefni í þessum áfanga sem við þurfum að klára, og við megum gera þetta á okkar eigin hraða bara með því skilyrði að við verðum að klára þau öll :) og ég er búin að vera á fullu á reyna að klára þennan áfanga áður en Þórdís kemur svo ég þurfi ekki að vera að læra eins og brjálæðingur þegar hún er hérna. Það væri frekar leiðinlegt...Þannig að ég er sko aldeilis búin að taka mig svakalega á, og ég er búin með 9 af þessum 13 verkefnum. Sem mér finnst bara nokkuð flott :D
Svo gengur mér ekki eins frábærlega með hinn íslensku áfangan. Hann er síðasti skylduáfanginn í íslensku og ég þarf að lesa Sjálfstætt Fólk eftir Halldór Laxness...Ég þyrfti aðeins að fara að lesa meira...:/ ekki að ég er að nenna því...(mér finnst hún ekki skemmtileg)
Svo er ég í félagsfræði 313 líka, og það er þróunarlandafélagsfræði (alveg frábært að vera í Namibíu að læra um þróunarlönd :P eða hvað...) og mér gengur bara eins og ætti að ganga þar. Ég er búin með það sem ég á að vera búin með, og á bara 2 verkefni, eina ritgerð og eitt krossapróf eftir í því. Sem er bara eins og það á að vera.
Saga 303 er líka fínn áfangi. Skylduáfangi reyndar sem gerir hann leiðinlegari :P en hann er skemmtilegri en 103 og 203. Og þar er ég ekki ennþá búin að þurfa að skila neinum verkefnum, en ég er núna að byrja að skrifa ritgerð sem ég á að skila eftir einhverja daga. Svo eru bara 4 krossapróf eftir það.
Þannig að ég mundi segja að þetta gengur bara þokkalega vel hjá mér :)

Svo þarf ég aðeins að kvarta...ég er búin að vera hérna í rúmlega mánuð og það hefur engin nema Þórdís og Húgó sent mér sms. Ég hef sent öðrum sms en engin að svara mér. Og ég VEIT að sum ykkar hafa fengið þessi sms frá mér...
Það er alltaf sagt "ég á ekki inneign", "ég var í vinnunni", og það sem mér fannst best "það kostar alveg 100kr að senda sms til þín" sem ég vill bara taka fram að er ekki satt. Ég sannaði það við þennan aðila að það kostaði ELLEFU krónur að senda mér sms. ÞIÐ HAFIÐ EKKI AFSÖKUN!!! mér leiðist hérna rosalega oft og hef oft ekkert að gera. Þannig að mér þætti það mjög fínt að fá sms af og til. Þótt það væri ekki nema bara að segja mér að eitthvað sem skiptir engu máli.

Svo er ég aftur farin að vera með linsurnar mínar og ég get ekki ákveðið mig hvort það fer mér betur að hafa gleraugun eða linsur...þannig að ég ætla að setja myndir af mér bæði með og án linsur og leyfa ykkur að hjálpa mér að ákveða :)
(takk fyrir hugmyndina Anna btw...)

Þetta er augljóslega ég MEÐ gleraugu. Eins og þið sjáið þá er ég voða flott og sæt, en ég veit ekki hvort ég er sætari svona eða ekki...*hmm*


Ok. Og þetta er ég ÁN gleraugna...helsti gallinn við að gera þetta er það að núna er ég með hringi í nefinu og vörinni en bara pinna á þessari mynd...en við verðum bara að ímynda okkur að ég sé með hringina :)

Allavega. Þið ræðið þetta á milli ykkar og hugsið þetta og kommentið síðan með skoðun ykkar :)

Jæja, ætli ég láti þetta ekki bara duga núna
Dagmar