laugardagur, 29. nóvember 2008

Dugnaður

Jæja, þá er komið að því að mamma er að koma til landsins...og það þýðir að það er engin afslöppun á þessu heimili...það þarf að taka ALLT í gegn og þrífa bara hátt og látt svo það verður friður :P nei...ég segi svona bara :P en það verður samt að þrífa...

Þannig að ég og Svava tókum okkur til í kvöld og tókum til, ryksuguðum (við viljum þakka Níelsi fyrir að lána okkur ryksuguna sína :D gegt góður) og skúruðum...

Talandi um að skúra...finnst mér fátt leiðinlegara en að ná í fötu, tusku, burstan sem við notum til að ýta tuskunni á milli staða og svo þurfa að stoppa til að bleyta tuskuna af og til...þetta gerir mig geðbilaða af því að ég enda alltaf á hnjánum eftir að gefast upp á þessum bursta...og þið sem þekkið mig vita það að mér finnst það mjög óþægilegt :P

En svo fór Berglind (stelpa sem er með mér í bekk) að tala um moppu sem hún keypti í Bónus...alveg rosalega sniðugt fyrirbæri :P Maður hellir sem sagt heitu vatni og sápu inní moppuna sjálfa og svo ýtir maður niður á handfangið og vatnið sprautast út!! Ég ákvað að nota flösku peninginn í það að kaupa svona moppu. Og þetta er mesta snilld sem ég veit um...ef allir áttu svona moppu mundu ekki vera stríð...allir væru of uppteknir að skúra :P Ég ætlaði allavega ekki að vilja hætta að skúra mér fannst þetta svo æðislegt :D

Og hér er ein mynd af mér með Undurmoppunni...

Þið sjáið kannski að ég er í vettlingum...ef þið sáuð þetta þá eru þið mjög líklega að velta því fyrir ykkur af hverju maður mundi vera í vettlingum inni þegar maður er að skúra...og það er MJÖG góð ástæða fyrir því...ég fattaði auðvitað aðeins og seint að moppan er út stáli...og ég var að hella frekar heitu vatni ofaní hana...það var ekki sjóðandi eða neitt...en samt svona óþægilega heitt. Það var ekki hægt að snerta moppuna hún var svo heit...þannig að ég reddaði mér bara :P

Og svo er hér ein mynd af mér of Svövu :)

Og það sést greinilega að hún fílar að láta taka mynd af sér...alveg að reyna að troða mér útúr myndinni :P

En allavega...mig langaði bara að segja ykkur frá þessu svakalegu tæknibyltingu sem ég fæ ekki nóg af :P

þriðjudagur, 18. nóvember 2008

Fyrir Þórhildi...

...ekki það að hún lesi bloggið mitt EVER eða neitt...en þetta er bara eitthvað krúttlegt sem minnti mig óendanlega mikið á hana...

cat
more animals

sunnudagur, 9. nóvember 2008

Skólinn og matur

Mér gengur alveg ógeðslega vel í skólanum :)

Ég er búin að fara í nokkur próf núna og hef fengið alveg svakalegur einkunnir.

Ég er búin í 2 próf í grunnteikningu og fékk 9,6 í fyrstu og 9,4 á seinni prófinu, og þetta þýðir að ég þarf að fá alveg 3,5 á næsta prófi til að sleppa við lokapróf. Spurning hvort að maður nái því :P

Svo er ég búin í einu í sitthvoru fatagerð karla, og kvenna. Ég fékk 8,7 í fatagerð karla og 8,8 í fatagerð kvenna :)

Ég fór í próf í sniðagerð kvenna fyrir nokkrum vikum og fékk 9,7 í því prófi :D Og við erum að tala um að það var þetta sem mér fannst langerfiðasta fagið í skólanum :P þannig að mér finnst það bara ALLS ekki slæmt :P

Svo þarf ég að taka 3 próf í vikunni, fatagerð kvenna á morgun, sniðagerð karla á þriðjudaginn og sniðagerð kvenna á fimmtudaginn.

Svo var pínu matarboð hérna heima síðasta fimmtudagskvöld og það heppnaðist bara mjög vel. Ég eldaði skattasúpu handa fólkinu, en sumir komu svo seint að þetta var eiginlega ekki súpa lengur heldur einhver kássa með engu vatni :P
En þetta var alveg frábærlega skemmtilegt kvöld, og planið er að endurtaka þetta mjög fljótlega :)

Annars er bara ekkert mikið að frétta...þannig að ég ætla bara að láta þetta duga :)