miðvikudagur, 21. nóvember 2007

Dagur ævintýranna...

Já það eru nokkur ævintýri búin að gerast í dag skal ég segja ykkur...

Ekki nóg með það að ég er að fara að dimmitera eftir nokkra daga er ég að fá ælupest. Er hægt að hafa betri tímasetningu á þessu? Ég held bara ekki...

Svo fór ég á kaffihús með Þórhildi, Ásrúnu og Önnu Maríu, og svo þegar við erum búnar að borða kveikir Þórhildur næstumþví í mér. Án djóks. Borðið datt næstumþví og kertastjakinn fór á borðið og kertið rúllaði út og á mig og svo niður á gólf. Sem betur fer kviknaði ekki í mér, og ekki í gardínunum heldur. Ég fékk bara fullt af vaxi á mig og fötin mín. Sem sökkar af því að þetta eru uppáhaldsbuxurnar mínar =/ en það verður víst bara að hafa það...

Svo þegar við vorum búnar í Kringlunni ákvöddum við að fara í Toys "R" Us til að leita að perlum sem ég gæti keypt til að skreyta búninginn minn aðeins (úrvalið var ekki nógu gott í dótabúðinni í Kringlunni) og á leiðinni keyrir Ásrún aftan á bíl. Sem betur fer var þetta ekki mjög alvarlegt og bíllinn slapp alveg ótrúlega vel, og engin slasaðist alvarlega. Ég er hinsvegar mjög aum í bringunni og það gerir það erfitt að anda og svo er mér illt í rifbeinunum þar sem beltið var á mér. Ég hélt ég var að deyja áðan. Ég rétti aðeins úr mér og fékk svo mikinn verk í rifbeinin að ég var viss um að ég væri brotin. Ég er samt nokkuð viss um að svo er ekki, en ég er samt aum. Við náðum samt að komst í Toys "R" Us og kaupa perlurnar og ég hlakka bara til að klára að gera búninginn tilbúinn =D

Jæja, ég ætla að fara að jafna mig =Þ
Dagmar Ýr

2 dagar!!!

ÞAÐ ERU BARA 2 DAGAR Í DIMMISJÓN!!!! það er alveg ótrúlega stutt í þetta núna =D það er eiginlega bara magnað. Ég er varla að trúa að þetta er allt alveg að fara að gerast. Ég er ennþá ekki að ná því að ég er að fara að útskrifast eftir MÁNUÐ. Akkúrat mánuð meira að segja. 21. desember er útskriftardagurinn =D það eru bara 6 skóladagar (og dimmisjón dagurinn) og 4 prófdagar og þá fer ég væntanlega aldrei aftur í fjölbrautaskóla. Nema mig langi að taka eitthvað meira =Þ

Það er ekkert mikið annað að frétta núna. Nema hvað ég er alveg gjörsamlega orðin háð Facebook í augnablikinu. Það er alveg geggjað skemmtilegt =Þ ég á eftir að vera daglega á facebook í nokkra daga í viðbót áður en ég fæ leið á því =Þ

Annars held ég að það sé bara ekkert að frétta...ég er hinsvegar ennþá að bíða eftir myndum...já pabbi...ennþá að bíða...=/

Jæja, ég heyri í ykkur seinna =)
Dagmar Ýr

mánudagur, 19. nóvember 2007

4 dagar!!!

Það eru bara 4 dagar í dimmisjón!!! Ég hlakka svo ótrúlega mikið til!!! Ég er búin að fá búninginn og ég er búin að máta hann. Hann er geggjað flottur =Þ Soldið stuttur...en það verður bara að hafa það =) ég ætla samt að kaupa mér leggins til að vera í innanundir svo ég drepst ekki úr kulda *hehe* Og svo eru próf...=/ eins og maður hafi ekki neitt betra að gera en að læra undir próf...tss...

Svo gengur mér svo vel í vinnunni að ég er alveg að farast. Dagmar (verslunarstjórinn) sagði að það mætti halda að ég væri búin að vera að vinna þarna í 2 mánuði en ekki bara að þetta væri fyrsta helgin mín ein =D sem er auðvitað algjör snilld. Hún er líka alltaf að segja að hún er ógeðslega ánægð með að hafa fengið mig í vinnu =D Ég er alveg geggjað glöð með allt þetta =D Hún segir að ég á eftir því að vera mjög góður vaktstjóri =D

Svo voru ég, Þórdís, Hjördís og Sandra að gera stórt verkefni í fjölmiðlafræði um helgina =) það var alveg geðveikislega gaman =) við vorum að gera útvarpsþátt, og hann er alveg rúmar 13 mínútur sem er bara geðveikt. Það voru full af mistökum og ýmislegt sem var svo fyndið að við áttum mjög erfitt með að halda áfram að taka upp =Þ


Jæja, ég ætla að hætta þessu og gera mig tilbúna til að fara í Kringluna til að kaupa mér leggins =Þ

Bæjó
Dagmar Ýr

föstudagur, 16. nóvember 2007

7 dagar!!!

Já, eftir sjö daga er dimmisjón =D mér finnst vera svo ógeðslega stutt síðan ég var nýbyrjuð í FÁ og vissi ekki neitt. Mér finnst meira að segja vera bara klikkað stutt síðan ég var 16 ára og nýútskrifuð úr 10. bekk og rosalega stressuð yfir því að byrja í FVA. Svo er líka svo stutt síðan ég var busuð finnst mér...það er alveg magnað hvað tíminn er fljótur að líða...ég verð bara orðin 40 fimm barna móður áður en ég veit af...=Þ sem er soldið krípí...

Svo var ég á fyrstu "alvöru" vaktinni minni í 10-11 í gær. Rosalega gaman. Þá var ég sem sagt ein og ég á alltaf að vera ein á vöktum, ég var bara með öðrum alltaf á meðan ég var að þjálfast í að gera allt almennilega. Ég verð avísu ekki en um helgina af því að það eru svo mikil verkefni sem eru allt öðruvísi en á kvöldvöktum sem ég þarf að gera á dagvöktum um helgar. Þannig að ég verð með Dagmar verslunarstjóra um helgina =) já. hún heitir líka Dagmar. Það var örugglega þess vegna sem hún réð mig =Þ nei...ég segi bara svona =Þ

Jæja, það er alveg að fara að vera kominn tími. Ég blogga líklega einhverntímann fljótlega. Það eru að fara að koma próf og þá er alltaf mjög mikilvægt að blogga =Þ *procrastination*

Dagmar Ýr