sunnudagur, 16. september 2007

Mamma farin

Já þið sáuð rétt. Mamma er núna farin aftur til Namibíu og ég bara alein í Æsufellinu =/ En það eru svo margir sem eru búnir að segja mér að ég eigi að hringja í þau ef mig vantar eitthvað eða ef það er eitthvað að, að ég held að þetta verði bara fínt =Þ

En ég held eiginlega að það sé bara ekkert meira í fréttum sem ég nenni að skrifa...

Þannig að ég ætla bara að láta þetta duga þangað til eitthvað merkilegt gerist =)

Dagmar

laugardagur, 8. september 2007

Gleymdi aftur...

Og ég gleymdi að ég er komin með 2 ný göt. Í vörinni vinstra megin (sem gerir það að verkum að ég er með það sem við köllum "snakebites" gegt flott" og það sem kallast anti-tragus. Sem er í eyrað. Vinstra megin. En ef þið þurfið að fá að vita hvaða göt þetta eru googliði bara. Ég er ekki með myndir af götunum mínum ennþá. Ég reyni að bæta þeim inní eftir helgi eða á morgun bara eða eitthvað...

Bæ í alvörunni núna =Þ
Dagmar

Gleymdi...

Ég steingleymdi að láta ykkur vita að ég heiti ekki Dagmar Ýr Wiium lengur...

Ég heiti Dagmar Ýr Vilhjálmsdóttir Wiium (en ég á ALDREI eftir að skrifa Wiium aftur sko...) og ég er geggjað glöð!!!

Dagmar Ýr Vilhjálmsdóttir =D

föstudagur, 7. september 2007

Loksins!!!

Já, ég er LOKSINS komin aftur á netið!!! Og ég þurfti ekki að fara í Kringluna til að gera það!!! =D

Við fengum sem sagt netdraslið í gær og ég átti að tengja þetta með frábæru leiðbeiningunum sem fylgdu með, og ekkert mál. Það getur nú varla verið mjög erfitt. Nema hvað. Engar leiðbeiningar...Mamma verður auðvitað brjáluð af því að gaurinn sagði að það voru alveg GEÐVEIKT góðar leiðbeiningar með þessu, en hann hefur greinilega gleymt að láta þær fylgja með...karlmenn 8-)
En við hringdum bara í Þjónustuver Símans og redduðum þessu í gegnum símann =Þ Mamma gerði það reyndar...ég var komin með nóg af hlutum sem maður er að reyna að setja saman (eða þá tengja) og allt er á móti manni... En þetta gekk allt vel og núna get ég hætt að fá þessi hræðilegu fráhvarseinkenni sem ég var að fá út af msn-leysi =Þ

En svo erum við flutt núna í Breiðholtið þannig að ég er official Breiðhyltingur núna. Ekkert neitt "næstumþví Breiðhyltingur" kjaftæði sko. En þetta er voða gaman sko. Herbergið mitt er næstumþví komið í fullkomið lag (það eru nokkrar bækur ekki ennþá komnar í hillurnar, og 2 kassar sem þarf að fara með niður í geymslu) en það hlýtur að koma á næstu dögum. Vonandi allavega...<<>>

Mér gengur bara mjög vel í skólanum. Ég skil ennþá allt vel og er ekki sein við að skila neinu (ég er samt bara búin að þurfa að skila 1 verkefni so far sko =Þ hehe)

Svo er ég komin með vinnu og var að koma heim bara fyrir hálftíma eða eitthvað. Og það FYRSTA sem ég þurfti að gera var að glíma við ógeðslegu saltkjöt og bauna lyktina og elda mér...eins og ég sé ekki nógu þreytt skiluru... =Þ en þetta er að fara að verða tilbúið. Kannski 10 mínútur eftir í mesta lagi bara =Þ

Svo held ég að ég hafi bara ekkert annað merkilegt sem ég nenni að segja ykkur =Þ En þið megið bara vera upptekin af því að gleðjast yfir því að það er loksins komið blogg frá mér =Þ Ekki samt ofreyna ykkur í dansinum sko =Þ

Jæja, við heyrumst =)
Dagmar