miðvikudagur, 30. júlí 2008

London baby!!!

Í gær fékk ég staðfestingu í tölvupósti um að miðarnir mínir og Þórhildar til London voru komnir :D

Þann 20. ágúst kl 7.50 verðum við á leiðinni til London!!! Svo seinna um daginn lenda Sól, Vífill, Svenni og Vigdís líka í London, og þá getur ævintýrið byrjað :D

Það er ekki komið alveg 100% á hreint hvað við ætlum að gera, en ég er nokkuð viss um að planið er að fara í British Museum og skoða vaxmyndasafnið hennar Madame Toussou og að sjálfsögðu að kíkja í London Eye. Og kannski kíkja á einhverja pöbba og þess háttar :P

Svo verður lagt af seinnipartinn 24. ágúst aftur til Íslands. Og núna verða allir saman í vélinni ^^

Jæja, ég vildi bara deila gleðinni minni með ykkur :D

mánudagur, 28. júlí 2008

Matur

Eftir að ég kom heim frá Namibíu, hef ég verið mjög dugleg að prófa mig áfram með mismunandi rétti. Þeir hafa reyndar allir verið grænmetisréttir, en það er bara betra :P

Allavega, ég ákvað að taka mér smá frí frá matreiðslugerðinni í gær og ég fór með Sól á Krua Thai. Ég pantaði mér vorrúllur og Sól fékk sér núðlur. Allavega, þegar ég lifti seinni vorrúllunni hvað haldiði að ég sjái undir henni? Hár!! Þetta er í 4 skipti sem ég hef fengið hár í matnum mínum eftir að ég flutti til Íslands. Reyndar í hin 3 skiptin hef ég alltaf verið á sama stað, og ég er augljóslega hætt að fara á hann.

En allavega, Krua Thai höndlaði þetta rosalega vel. Ég fékk nýjan mat og strákurinn skrifaði nafnið í einhverja bók þannig að ég á inni hjá þeim fría máltíð :D
Ég er alveg rosalega ánægð með þessa þjónustu og ég mæli alveg hiklaust með þessum stað :D

laugardagur, 12. júlí 2008

Komin heim

Ég lenti í Keflavík 23.35 í gær. Ég var komin í íbúðina rétt rúmlega 1 í morgun. Það var pínu erfitt að keyra frá Keflavík af því að ég var svo ógeðslega þreytt. Ég meina, hver væri ekki þreyttur á að hanga í London í SEXTÁN KLUKKUTÍMA eftir öðru flugi? Ein!!!! Það var ömurlegt. Ég hafði ekkert að gera. Ég þurfti að bíða í alveg 12 tíma áður en ég gat meira að segja tjekkað mig inn!! Og ég sat fyrir utan WHSmith bókabúð og ákvað að kaupa mér eitthvað að lesa og borða, þannig að ég kaupi Cosmo og eitthvað. Ég fékk meira að segja fría tösku með Cosmo :) gegt cool. Hún var mjög fín að hafa í fluginu af því að ég setti allt dótið sem mér fannst líklegt að ég mundi nota í hana og þurfti svo ekkert að standa í því að opna "alvöru" handfarangurinn minn :P Ég er svo sniðug :D

En allavega...já. Eftir einhverja klukkutíma að hanga fyrir utan bókabúðina ákvað ég að mig langaði soldið mikið að kaupa mér sudoku bók. Þannig að ég fer að leita í búðinni en þá er bara hægt að kaupa pakka með 6 bókum á 10 pund. Það er ekki eitthvað sem ég held að er sniðugt af því að ég fæ leið á sudoko mjög fljótlega, þannig að það er eiginlega bara peningasóun að kaupa sex bækur. Ég vildi bara fá eina ódýra. Þannig að ég get ekkert keypt mér sudoku þangað til ég er búin að tjekka mig inn. Og þið vitið hvað það var langt í það...

En ég komst í flugvélina á endanum, þótt að það var svakleg seinkun. Það var án djóks, röð af flugvélum að bíða eftir að mega taka á loft. Það var soldið cool. Ég hef aldrei séð 7 flugvélar bíða hver á eftir annarri svona :P

En jæja, ég þarf víst að fara að taka upp úr töskunni...þótt að ég er akkúrat engan veginn að nenna því...og ég þarf líka að versla eitthvað. Það er ekki til neinn matur hérna, nema bara það sem ég kom með frá Namibíu :P En ég vil ekki borða það ef ég er ekki með brauð, og það er ekki til neitt brauð...

mánudagur, 7. júlí 2008

Komin heim aftur :)

Ég kom samt reyndar í gær :P

Það var rosalega gaman í Omaruru. Við vorum einu gestirnir á staðnum, þannig að við fengum alveg mjög góða þjónustu. Við vorum svo nálægt dýrunum á vatnsbólinu að það var alveg bara ótrúlegt. Ég er reyndar ekki með myndirnar hérna, en ég ætla að setja einhverjar inn bráðum. Ég bara nenni ekki að fara úr hitanum í stofunni að sækja myndavélina og snúruna og vesenast eitthvað geðveikt :P

Það var líka rosalega gaman í Swakopmund, þótt að ég var engan vegin nógu ánægð með hótelherbergið. Það var eiginlega bara fáranlegt. Ég er alveg á því að fara aldrei aftur á þennan stað. Fólkið var reyndar mjög fínt, en það fannst mér ekki vera nóg.

Við fórum á sædýrasafnið, kristalasafnið, á fjórhjól (ég passaði reyndar Rúnar Atla á meðan allir aðrir voru á fjórhjólum) og við fórum út að borða og eitthvað svoleiðis skemmtilegt :)

Jæja, það er rosalega skemmtilegur þáttur í sjónvarpinu og ég get ekki einbeitt mér nógu mikið þegar ég er að blogga :P

miðvikudagur, 2. júlí 2008

Veikindi :(

Allt í einu, í gær, varð ég bara veik. Komin með ælupest og læti. Ekkert smá leiðinlegt. Sérstaklega af því að ég, mamma, Doddi og Emil erum að fara til Omaruru á morgun. Ég er ennþá eitthvað slöpp, og ekki alveg að þora að borða neitt sérstaklega mikið, en ég neita að missa af ferðinni til Omaruru. Ég hef einusinni farið þangað, en gisti ekki. Þetta var geðveik snilld. Við gátum klappað nashyrningi og oryx og einhver önnur dýr. Svo eru gamedrive-in víst alveg frábær. Við fjögur gistum þar eina nótt, og förum svo beint á ströndina til Swakopmund, og pabbi, Tinna og Rúnar Atli hittum okkur þar á föstudeginum. Ég hlakka alveg slatta mikið til :)

Jæja, ég nenni þessu ekki...