fimmtudagur, 28. júní 2007

Reykjavik???

Sumir ykkar vita kannski að ég er að fara yfirum út af löngun til að búa í Reykjavík...fleiri vinir þar...meira að gera á kvöldin...skólinn minn er þar...auðveldara að láta sér leiðast almennilega og fullt af fleiri góðum og gildum ástæðum :)

Ég varð þá MJÖG sátt þegar mér var sagt það að húsið okkar væri að fara á sölu í þessum mánuði, í staðin fyrir um ágúst eins og það var fyrst planað. Ég er búin að eyða miklum tíma í það að hugsa um hversu frábært það verður að búa í bænum og nákvæmlega hvað ég ætla að gera og fullt af svoleiðis smáatriðum, og þá er ekkert skrýtið að ég skyldi hafa verið með krosslagðar fingur um það að húsið mundi seljast eins og SKOT!!!!
Núna er eitthvað af fólki búið að skoða húsið og sumir meira að segja búnir að skoða tvisvar. Svo fékk ég þær fréttir í dag að það hefði verið gert tilboð í húsið :D
Það er nú ennþá auðvitað verið að ræða um þetta og hvort mamma og pabbi vilja taka þessu tilboði eða hvað, en ég er svo illilega að vona að þau annaðhvort taki því eða þá að einhver annar komi með tilboð fljótlega :D

Svo er þá næsta skref bara að finna íbúð í Reykjavík...

þriðjudagur, 26. júní 2007

Alveg að fara að deyja

Mér líður allavega nógu illa til að halda það :( Það er alveg ömurlegt að vera veik. Ég ligg bara uppí rúmi að reyna að hugsa um eitthvað annað en hvað mér er illt í maganum...En þar sem Tinna og Rúnar Atli eru bæði búin að vera með ælupest er það víst komið að mér...og svo er pabbi líka eitthvað slappur og var komin heim úr vinnunni rétt eftir 8 í morgun út af veikindunum...

Ég ætla að segja ykkur veikindissöguna mína bara af því ég hef ekkert annað að gera. Þetta byrjaði aðeins á sunnudaginn þegar öll fjölskyldan hér fóru út fyrir bæinn að rúnta og sjá hvort pabbi gæti fundið eitthvað sniðugt til að taka myndir af fyrir námskeiðið sitt. En við vorum allavega búin að vera að keyra í nokkra klukkutíma og allt í einu fer mér að líða bara geðveikt illa. Þannig að ég læt pabba stoppa bílinn og ég fer út og er úti í nokkrar mínútur að jafna mig, og svo höldum við bara áfram að keyra. Eftir þennan 4 klst rúnt komum við heim og ég fer beint inní herbergi mitt að sækja sængina mína og sest svo í sófann til að kúra fyrir framan sjónvarpið. Ég skána eitthvað pínu og svo fer ég bara að sofa og hugsa að ég er bara búin í veikindunum og ég bara ekkert smá sátt við það. Svo á mánudaginn (í gær) vakna ég bara nokkuð hress og mér líður bara vel og allt gott með það, en svo rétt fyrir kvöldmat fer mér aftur að líða bara ömurlega. En ég fæ mér að borða og horfa á sjónvarpið, þótt að mér finnst það gegt ömurlegt af því ég er búin að sjá Grey's Anatomy þættina á Íslandi sem eru sýndir hérna núna. En allavega, ég ákvað að keyra út í sjoppu af því ég á ekkert kók (það er ekki hægt að vera illt í maganum ef það er ekki til kók :D híhí) og svo fara ég og pabbi að horfa á Proof, mynd með Anthony Hopkins og Gwyneth Paltrow og hún er bara alveg þokkalega góð. Svo líður mér betur eftir að fá mér kók og þá fæ ég mér pínu nammi eins og ég og Tinna erum komnar með æði fyrir (Nerds heitir það) og svo fara allir uppí rúm þannig að ég fæ loksins að ráða hvað er í sjónvarpinu, en svo enda ég ekki með að finna neitt þannig að ég held áfram að horfa á myndina sem pabbi byrjaði að horfa á...og ég man ekki alveg hvað hún heitir...en jæja skiptir ekki öllu máli. Svo sé ég að Deuce Bigalow: European Gigalo byrjar stutt eftir að hin myndin klárast og ég ákvað að horfa á hana. Enda er mjög langt síðan ég sá hana síðast...
Svo allt í einu fer ég bara að vera alveg sárþjáð og mig svimar og langar bara að deyja...þannig að ég reyna að harka þetta af mér í hálftíma eða eitthvað, en þetta bara versnar og versnar þannig að ég ákvað bara að fara að sofa. Jájá...Gangi mér vel með það...
Ég er komin uppí rúm um eitt leitið (sem er snemma fyrir mig á virkum dögum - ég sef alltaf út á virkum dögum og vakna snemma um helgar... =P pínu sérstakt...) og ég bara get ekki sofnað. Ég geri allt sem ég get hugsað mér til að láta fara betur um mig en ekkert virðist virka... þannig að ég sofa örugglega ekki fyrr en um 5 leitið, og svo vakna ég þegar allir hinir eru að vakna (um 6...) og ég sendi pabba sms um hvort hann geti komið með vatnsglas handa mér og hann gerir það, og ég næ að snúsa frá 7 til rétt eftir 8 þegar pabbi kemur heim og svo er ég bara búin að vera að reyna að hvíla mig síðan í rauninni. Nema auðvitað um 2 leitið þá gafst ég upp og náði bara í tölvuna og fór að msnast og soleiðis...gegt gaman

En svo ef einhver vildi vita eitthvað sem er ekki ömurlegt, þá er ég loksins komin með gardínur sem ná yfir allan gluggan og ekki bara helmingin af honum :D sem er bara frábært. Þær eru dökk rauðar og ég komst að því að það er mjög sérstakt þegar ljósið skín inní herbergið mitt í gegnum gardínurnar af því þá er allt rauðleitt =P

En ég ætla að láta þetta duga...ég nenni eiginlega ekki að skrifa neitt meira
Dagmar

föstudagur, 22. júní 2007

Safnið þurfti að minnka...:(

Já..mér virðist ekki vera ætlað að vera með mörg göt í eyrunum :( en þegar eitt eyrað er orðið tvöfalt útstæðari en hitt er væntanlega ekki allt eins og það á að vera...Þannig að ég tók þá erfiða ákvörðun áðan að taka eyrnalokkinn sem var þriðji frá toppnum úr eyranu...:( Það var ekkert pláss fyrir eyrað í rauninni það var svo bólgið og lokkurinn svo stuttur...En það er betra að vera með færri göt og flottari eyra en fleiri göt og eitt MJÖG rautt og útstætt eyra...Og mér finnst eiginlega ekkert mjög ólíklegt að ég þurfi að taka hinn lokkinn úr líka eftir einhverja daga, en ég ætla að bíða með það aðeins og sjá til.

:(

Jæja, ég vildi bara láta ykkur vita af þessu...

Dagmar sorgmædda... :(

þriðjudagur, 19. júní 2007

Götunarsafnið mitt stækkar og stækkar :)

Já eins og stendur í fyrirsögninni þá var ég að fá mér fleiri göt í dag. Ég var með 18 göt fyrir, og núna er ég komin uppí 20 göt :D sumum finnst þetta kannski nóg, en ég er ekki sammála því...Það eru fleiri göt sem ég þarf að fá mér. Til dæmis fleiri í eyrun... En ef einhver er forvitin þá get ég alveg talið upp þau göt sem ég er með :P

Ég er með:

7 göt í hægri eyra
6 "venjuleg" göt í vinstri eyra og 1 gat í þeim hluta eyrans sem kallast "rook" (þið fattið það þegar þið skoðið myndina sem ég set af vinstra eyranu á eftir)
1 gat í nefinu
1 gat í vörinni
1 gat í tungunni
1 gat í naflanum
1 gat í hægri geirvörtu
1 gat í vinstri geirvörtu

Ég er alveg ekkert smá sátt við öll þessi göt sem ég er með, og hlakka til að bæta við þegar ég get :D það verður samt væntanlega ekki fyrr en í haust þegar ég kem aftur til Íslands, af því ég þori ekki að fá fleiri göt gerð með byssu af því ég er komin það langt upp í báðum eyrum að þetta er bara brjósk eiginlega...Þannig að ég læt Sessu gera götin mín eftir þetta :)

Allavega, hér er mynd af hægri eyranu, með nýju götunum:

Og af því mig grunar að sumir eru ekki alveg viss hvaða göt eru ný og hvaða eru gömul þá skal ég segja ykkur það... neðstu 4 götin eru mjög gömul, svo kemur eitt nýtt, svo kemur annað gamallt og svo kemur hitt nýja. Það er sem sagt nýtt efst uppi og næst, næst efst...soldið flókið nema þegar maður fattar að nýju götin eru minnstu kúlurnar...Þá er þetta bara augljóst :P

Svo er hitt eyrað...

Þar sjáið þið þessi 6 "venjulegu" göt, og þar eru 5 bara í eyrnasneplinum, eitt í efra brjóskinu og svo eitt nálægt miðjunni af eyranu, og það er þetta sem kallast "rook"...Núna vitið þið það :P
Eins og er sagt, lærir maður eitthvað nýtt á hverjum degi, og núna geta sum ykkar sagt það, en auðvitað eru sumir sem lesa þetta sem vita þetta alveg nákvæmlega :P

Svo getið þið öll séð myndir af mér með götin í andlitinu, til dæmis fyrsta bloggið á þessari síðu...svo er naflagat bara naflagat, ekkert neitt sérstakt við það...og það er ekki fræðilegur MÖGULEIKI að ég set mynd af götunum í geirvörtunni minni á netið :P

Já, svo er eitt annað. Hún María var eitthvað að segja að hana langaði að sjá fleiri hluti sem ég hef keypt mér, þannig að ég get alveg sett inn eina mynd af gegt töff makeup tösku þannig að ég ákvað að leyfa ykkur að sjá mynd af henni líka:


Jæja, ég held ég hafi bara nákvæmlega ekkert annað sem mig langar að segja ykkur þannig að ég ætla að láta þetta duga :D
Dagmar

laugardagur, 16. júní 2007

Shoes...glorious shoes!!!

Já eins og fyrirsögnin segir mun þessi bloggfærsla fjalla aðallega um skó...Kannski aðeins um hendurnar mínar, en bara smá í lokinn...ég lofa :D

Eins og margir vita, ELSKA ég skó... Skór eru æði... snilld og frábærir og æðislegir :P
ANYway...á þeim tíma sem ég hef verið hér hef ég eignast 2 ný skópör. Og þar sem ég er nokkurnveginn ein heima (pabbi er í einhverjum mat tengdum vinnunni, og Tinna er í partýi) þar sem Rúnar Atli er sofandi og ég vil nú ekki segja að laugardagskvöldið mitt hafi farið í EKKI NEITT *kældhæðnissvipur* ákvað ég að blogga um þessa frábæra skó sem ég er nýbúin að eignast :P


Par eitt er þetta ógeðslega flotta par af skóm sem ég DÓ næstumþví þegar ég sá!!! Þetta var á afmælisdeginum þegar ég var dregin í Maerua Mall og látin hanga þar ein á meðan pabbi og Tinna voru að versla handa mér afmælisgjafir...Allavega, ég var að rölta um í áttina sem ég mátti fara í, og ég rak augun í Stuttafords, sem er mjög "fín" búð. Þ.e.a.s. allt er rosalega dýrt, en það eru nokkrar merkjavörur þarna sem er hægt að kaupa...Ég þekki avísu voða fá merki þannig að ég veit ekki alveg hvort þetta eru neitt góð merki...Allavega ég var aðeins að kíkja í búðina og rak augun í þessa skó...og þetta var ást við fyrstu sýn...

Ég var í þessum skóm þegar ég fór að hitta sendiherrana frá Egyptalandi og Brasilíu og fjölskyldur þeirra fyrir einhverjum dögum...Reyndar held ég að það sé akkúrat vika núna...ég held það. Jú...er það ekki? það skiptir eiginlega ekki miklu máli :P
Mér fannst skórnir algjörlega slá í gegn :) allavega hjá mér :) og núna er ég alveg ekkert smá að bíða eftir öðru tilefni til að geta verið í þeim :P Kannski ef við förum út að borða á einhvern flottan stað...Það kemur bara í ljós. Og mig langar ekkert smá að vera í þeim oftar, sérstaklega af því ég á svo flottar buxur til að vera í líka...Algjör pæja sko ;)

Svo eru það hinir skórnir...Þeir eru ekki alveg jafn "fínir" en þeir eru ógeðslega flottir að mínu mati :P

Eins og þið sjáið, þá eru þeir svona meiri "hversdaglegir" skór sem ég get auðveldlega verið í við gallabuxur. Ég var nebbla með pínu vandamál fyrir daginn í dag. Ég var sko að fá mér nýjar gallabuxur fyrir nokkrum vikum, og þær eru svona með mjög víðum skálmum, þannig að ég gat ekki verið í gráu stringaskónum mínum af því þeir eru of mjóir og litlir fyrir víðar skálmar. Svo eru hinir strigaskórnir mínir rosa klunnalegir og stórir og meira svona ljótir...:/ þannig að mér finnst ekki mjög gott að vera í þeim...nema bara ef ég er að reyna að vera í fötum sem eru í þægilegri kantinum...Svo eru skórnir líka rauðir og ég er mjög hrifin af rauðu :) þannig að þetta er allt bara fullkomið...

En, af því ég lofaði að tala aðeins um hendurnar mínar ætla ég að gera það :)
Í morgun þegar ég, pabbi og Rúnar Atli vorum að skemmta okkur í bænum fór mér að verða mjög illt í hendunum. Þær voru ekkert smá rauðar og soldið bólgnar og ég var rosalega illt í þeim. Þær fóru líka að klæja soldið mikið...og þetta var ekkert SMÁ mikið óþægilegt. Svo fór þetta versnandi í dag og pabbi ákvað að kíkja í apótek til að sjá hvort það væri eitthvað krem fyrir þessu...Konan í apótekinu sagðist halda að þetta væri bara svakalegur þurrkur af því það er svo þurrt og kallt hérna núna. Þannig að ég fékk eitthvað mjög feitt krem til að bera á hendurnar nokkrum sinnum á dag til að sjá hvort þetta lagist ekki. Ég er að vona að það geri það. Hendurnar mínar eru orðnar soldið skárri, en ekki frábærar. Svo er ég að pæla að fara að setja þetta krem á hælana mína af því þeir verða líka svona leiðinlegir þegar það er kallt...

En þetta er um það bil allt sem ég hef að segja þannig að ég ælta að láta þetta duga í dag. Enda er ég búin að blogga tvisvar í dag :)
Dagmar

Baksturskvöld...

Ég og Rúnar Atli voru ógeðslega dugleg að baka í gærkvöldi :) Mig langaði allt í einu alveg rosalega að baka, og ég vissi að það var til svona muffin mix þannig að ég ákvað bara að gera það og fá einn hjálpara til að hjálpa við þennan mikla bakstur :)

Það gekk voða vel að setja vatnið og olíuna út á duftið, en pabbi þurfti að hlaupa út í sjoppu fyrir okkur að kaupa egg...og hann keypti smá gos í leiðinni :P

Hérna sést hvað Rúnar Atli var virkilega duglegur að hjálpa mér að hræra og setja deigið í formin og allt það :P

En hann var hins vegar MJÖG duglegur að hjálpa við þrifin...:P eins og sést hér á myndinni...

Muffinsin voru mjög girnileg í útliti meira að segja áður en ég setti þær í ofninn. Það voru 12 muffins allt í allt, og í tilefni þess að ég komst inní FÁ, ákvað ég að að breyta smá til og setja svona skraut ofaná þær, þannig að 3 voru með venjuleg sprinkles (svona marglita) 3 með súkkulaði sprinkles, 3 með svona lituðum kúlum og 3 bara venjulegar...

Eins og þið sjáið...MJÖG girnilegt :)

Svo voru þær auðvitað líka mjög girnilegar þegar þær komu út út ofninum...

Eins og sést

Svo fengum við okkur muffins í eftirrétt soldið mikið eftir að við borðuðum :P og fólki fannst þær bara góðar. Nema avísu Tinna sem smakkaði ekki, en ég hugsa að hún er ekki mikið fyrir bláberja muffins, en þær voru bakaðar núna. Svo næst þegar ég baka verður það væntanlega epla og kanil muffins sem ég hugsa að séu bara mjög góðar :D

Svo eftir þennan erfiða dag af bakstri og ljósmyndun hjá pabba og Rúnari Atla settust þeir uppí sófa og fóru bara að "sofa" og ég vara auðvitað með myndavélina á lofti og tók nokkrar myndir til að sýna ykkur sem hafa ekkert betra að gera en að lesa bloggið mitt :P


Jæja, nóg í bili
Dagmar

Risa akvörðun...

Jæja. Þá er ein stór ákvörðun í huga mér núna... Hvort á ég að fara í FÁ í haust eða halda áfram að vera í FVA...

Málið er, að við erum að selja húsið okkar núna...reyna það allavega :P og ef það tekst að selja það ætlum við að kaupa okkur íbúð í reykjavík...Þannig að ef húsið selst fer ég pottþétt í FÁ...en...ef það selst ekki? hvað þá?

Ég hef mikið verið að hugsa um þetta og ég hugsa að ég sé búin að ákveða mig...

Ég læt mömmu borga reikninginn í FÁ á morgun :P

Rejoice those of you who want me to go to FÁ... the others may mourn...

Dagmar :)

föstudagur, 15. júní 2007

Vinur minn, Bjössi

Þar sem ég var að enda við að skrifa bloggfærslu um Erlu, fannst mér réttast að blogga næst um hann Bjössa af þvú þau eru nú saman...


Bjössi fær þann mikla heiður að vera kallur "besti vinur minn", en það er eiginlega bara af því að ég þekki enga aðra gaura eins vel og hann...
Ég hef lent í ýmislegu með honum Bjössa...og öðru fólki líka reyndar...

Eins og þegar við rændum honum úr vinnunni sinni og handjárnuðum hann og létum binda fyrir augun hans til að fara með hann í leyni keiluferð út af afmælinu hans...

eða þegar hann var að leika Kate Winslet út Titanic:

Það var skemmtilegt...

svo verður ein mynd að fylgja með :POk ég laug, þær voru tvær :P

Dagmar

Vinkona min, Erla...

Ég bað hana Erlu um hjálp um hvað ég ætti að blogga um í dag, og hún stakk upp á því að ég bloggaði um hana...Þar sem ég hef ekkert meira spennandi að blogga um gæti ég alveg eins bloggað um hana...=P og þetta opnar auðvitað fullt af möguleikum um bloggefni um alla aðra vini mína...þannig að þetta var kannski alls ekki nein vitlaus hugmynd...Þetta er sem sagt hún Erla :) Þegar ég sá hana fyrst leit hún ekki alveg svona út...þá var hún með bleikt og svart hár og með aðeins færri göt held ég...
Ég sá hana fyrst 30. september 2006 þegar ég fór í bæinn með Þórdísi og Bjössa svo þau gætu fengið sér göt á skemmtilegum stöðum... ;) Svo var Bjössi að fara á einhverja tónleika með Dilönu og Magna held ég, og Bjössi og Erla kynntust almennilega í gegnum það. Þetta er allavega það sem mér er sagt...Þetta er með flottustu myndum sem ég á af Erlu og Bjössa saman, og hún er tekin bara nokkrum dögum eftir að þau byrjuðu saman, og þegar við þrjú vorum að stunda það að fara á kaffihús eins og við fengum borgað fyrir það =P
Þessi mynd er tekin á Café Bleu (sem við förum ekki á lengur af því að ég fæ alltaf samlokur með hári...æl)

Það er gegt langt síðan við kynntumst og núna tel ég hana með mínum betri vinum...=D

Jæja, þá læt ég þetta duga í bili :) ég skrifa meira um aðra vini seinna þegar ég hef ekkert að gera :D
Dagmar

fimmtudagur, 14. júní 2007

Hvað er hægt að blogga um?

Ég var lengi að hugsa hvað ég gæti bloggað um...sérstaklega af því ég lofaði Jóhönnu frænku að vera rosa dugleg að blogga...þannig að ég fór að skoða allar myndirnar mínar og var að leita að einhverju hugsanlegu bloggefni...þá fór ég allt í einu að hugsa um það hvað ég á alveg ekkert smá margar myndir af brjóstaskorum...og ég er ekki að grínast. Þannig að ég ákvað að þetta mundi vera bloggefnið í dag...Brjóstaskorur...og svo ætla ég ekki að taka fram hver á hvaða skoru, heldur sjá hversu duglegt fólk er að þekkja hvort annað á skorunum :P

1.

2.

3.

4.

5.

6.

7.

Jæja...þetta eru 7 heilar myndir af brjóstaskorum sem ég á. Og ég hef bara tekið eina af þessum myndum af því manneskjan var abbó af því engin hefði tekið mynd af skorunni hennar...
Og svo eru þetta ekki einusinni allar myndirnar...
Þetta er kannski pínu skrítið...hver veit?

Jæja, nóg í bili...
Dagmar

mánudagur, 11. júní 2007

Husið okkar

Já, ég var að skoða myndirnar á iPhoto hjá mér núna rétt áðan til að sjá hvort það væru einhverjar sniðugar myndir til að setja á þetta flotta nýja blogg sem ég er núna með :)
Þá rak ég augun í ógeðslega flotta mynd, og það er saga í kringum hana sem þið viljið kannski fá að heyra...

Fyrir nokkrum vikum þá var ég á Íslandi eins og venjulega, og pabbi, Tinna og Rúnar Atli voru í heimsókn. Þá var ákveðið að rífa upp parkettið í stofunni og mála stofuna líka, af því í fyrsta lagi skemmdist parkettið smá síðasta sumar þegar það fór vatn að leka inn í húsið, og í öðru lagi erum við að reyna að selja húsið þannig að það var ekki vitlaust hugmynd að láta þetta allt líta út ógeðslega vel :)

Rúnar Atli vildi að sjálfsögðu fá að hjálpa í öllu því sem hann gat mögulega hjálpað til við, og þá var þessi mynd tekinEins og sést er hann voða duglegur að hjálpa pabba að mála loftið, og það skiptir engu máli þótt að hárið fara í málninguna :)

Nóg í bili aftur
Dagmar

Prufa

Hæhæ allir,
ég ákvað að prufa að nota þessa bloggsíðu af þér ég er orðin pínu leið á því að geta ekki sett myndir inná bloggið mitt, og ég veit að pabbi setur myndir inná sitt blogg og hann er líka með bloggsíðu á blogspot.com þannig að ég hlýt þá að geta sett myndir inn líka :)Ég og Rúnar Atli hjá Gullfossi :)

Jæja, nóg fyrir prufuna

Dagmar