mánudagur, 30. júní 2008

Etosha og Opuwo

Núna nenni ég loksins að skrifa um ferðina :) og ég er líka búin að setja myndirnar á tölvuna mína :D

Við byrjuðum fimmtudaginn á því að fara að sækja combíinn sem við ætluðum að fá lánaðan til að geta öll verið saman í þessari ferð.

Geðveikt stuð :P

Rúnar Atli var samt alveg geðveikt spenntur fyrir þessu og var kominn fyrstur í bílinn og strax búinn að setja sólgleraugun (sem ég var svo góð að kaupa handa honum) á sig :)

Og strax farinn að rífa kjaft :P

Við þurftum auðvitað að keyra alveg slatta langa leið þannig að við stoppuðum aðeins á leiðinni til að fá okkur eitthvað smá að borða. Mamma bakaði fyrir ferðina og það var hámað í sig sandköku og muffins og smákökur sem Tinna bakaði :p og ég ætla að skella inn mynd af sumu sem mamma bakaði, bara sem sönnun :P

Rosa flott :)

Svo var bara keyrt og keyrt og keyrt og svo Ég hef nokkrum sinnum komið til Etosha, en ég hef aldrei séð svona marga fíla áður. Við reyndum að reikna þetta, og tölurnar segja okkur það að við höfum séð ca. 77 fíla þennan dag :o


Svo sáum við oryx (eða gemsbok, það fer eftir því hvaða nafn þú vilt frekar nota yfir þessi dýr)


Svo þegar við vorum að keyra um staðin fór sumum aðeins að leiðast þegar við sáum engin dýr :P

Fólk var auðvitað með mismunandi leiðir til að skemmta sér... :P

Rúnar Atli fékk að hlusta á iPodinn minn aðeins og svo þegar okkur fannst við sjá eitthvað langt í burtu, greip einhver kíkinn, og Rúnar Atli var ekki lengi að heimta að fá að nota hann :P


Svo sáum við gíraffa...


Og strúta...


Og örugglega milljón zebrahestar...


Og þó nokkuð marga jackal...


Við sáum fullt af öðrum dýrum líka, en myndavélin mín er eitthvað pínu leiðinleg við mig stundum, og þá er mjög erfitt að taka myndir...og hún verður líka batteríslaus oftar en neitt annað sem ég hef nokkurntímann átt sem þarf batterí...og ég á líka fullt af myndum af mörgum af hinum dýrunum sem við sáum þannig að mér er tæknilega séð alveg sama :P

Ég held samt að Rúnar Atli hafi skemmt sér best í Etosha...hann fékk að keyra :P


Og á leiðinni út úr garðinum sáum við fullt af jarðíkornum sem voru bara með holurnar sínar á veginum. Og þeir voru ekkert að færa sig neitt þegar bíllinn kom nær. Okkur fannst það voðalega sérstakt :P


Og ég ætla að setja inn eina mynd af pabba, Dodda og Rúnari Atla af því að mér fannst hún svo flott :p


Svo komumst við loksins til Opuwo, og hótelið var alveg svakalega flott. Ég tók reyndar engar myndir af því. Ég klikkaði á því algjörlega. Ég sagði alltaf "Æ, ég tek myndir seinna" og svo næsta sem ég veit erum við farin :P

En ég náði einni mynd sem mér fannst alveg snilld.

Þetta er sem sagt einhver fugl sem stendur í sundlauginni. Og sundlaugin var geðveikt cool. Ég get samt ekki alveg náð að útskýra hvernig hún var nógu vel.

En allavega. Á laugardeginum fórum við að hitta einhverja himba í þorpinu sínu. Það var alveg fínt sko. Ég tók reyndar engar myndir af þeim af því að mér finnst endalaust asnalegt að gera það. Ég veit að þeim finnst það allt í lagi og allt það, en samt. Mér þætti fáranlegt ef einhver kæmi heim til mín að skoða dótið mitt og hvað ég væri að gera og taka myndir af mér að gera allt...en ég fæ myndir frá pabba og reyni kannski að setja einhverjar myndir inn seinna bara :)

Jæja, ég nenni eiginlega ekki að skrifa neitt meira.

Nema að segja það að ég komst inní Iðnskólann líka... :)

sunnudagur, 29. júní 2008

Komin heim

Jæja, þá er ein ferð búin hérna í Namibíu. Ég nenni ekki alveg að segja frá öllu sem gerðist akkúrat núna, en ég geri það örugglega á morgun bara :)

Ég ákvað bara að skella inn pínu bloggi til að láta alla vita að ég er komin heim og ég er alveg í fínu lagi, fyrir utan það að ég brann alveg SVAKALEGA á bringunni í gær :(
Ég er engan veginn sátt við það. En það verður víst bara að hafa það...

Jæja, ég ætla að láta þetta duga í bili.
D

miðvikudagur, 25. júní 2008

Hvítvín

Það voru næstumþví nokkur hjartaáföll á heimilinu áðan, þegar mamma fattaði að það var ekki til meira hvítvín. Eina flaskan sem var til var rúmlega hálfnuð og engin vildi drekka rósavínið af því að öllum fannst það vera allt of sætt. Nema mér. Þannig að ég mátti bara eiga hana :P

Allavega...mamma spyr alla hvað þeir eru búnir að drekka mikið, af því að það verður eiginlega að vera eitthvað til fyrir ferðalagið sem við erum að fara í á morgun. Ég var bara búin að drekka eitt rósavínsglas, þannig að ég þurfti að BRUNA út í vínbúð til að ná að kaupa eitthvað. Klukkan var eitthvað um tuttugu mínútur í 7, og engin var viss um hvenær búðin lokað, en við vorum samt soldið viss um það að vínbúðin lokar klukkan 7.

Þannig að ég og Doddi keyrum eins og brjálæðingar í vínbúðina, bara til að fá að heyra það að vínbúðin hafði lokað fyrir hálftíma. (klukkan var korter í 7) En gaurinn sem var þarna ákveður að hleypa okkur inn. Við finnum hvítvínið og Doddi sér strax hvaða vín hann vill. Hann sér 6 eða 7 flöskur og spyr gaurinn hvort það er ekki til meira. Hann vill sko fá 12. Þá fara allir mennirnir að hlaupa um alla búð að finna kassa og raða flöskum í kassann. En það finnast bara 11 flöskur!! Þá segir einn af gaurunum, "Þetta er í lagi, við hlaupum bara í búðina við hliðina á okkur og sækjum eina". Og þá HLAUP einn út í hornabúðina og náði í eina flösku.

Þannig að það á ekki eftir að vera skortur á víni þessa helgi :P

En þið eruð kannski að velta því fyrir ykkur hvaða ferð við fjölskyldan erum að fara í...
Við ætlum sem sagt að fara í Etosha og vera þar í eina nótt og skoða öll dýrin og allt það, og svo verðum við í 2 nætur í Opuwo og gera eitthvað skemmtilegt þar. Þið sem lesið bloggið mitt á hverjum degi og vita alltaf hvað ég er að gera vitið kannski að fyrir ári fórum við (sem sagt, ég, Þórdís og pabbi) til Opuwo í nokkra daga, og vorum þar í nokkra daga í mest spes hóteli sem ég hef nokkurntímann verið í. Með sturtunum og klósettunum úti...þið getið séð myndirnar einhversstaðar á blogginu ef þið farið í síðasta ágúst og tjekkið á því :P

Allavega, ég ætla að einbeita mér betur að msn :P
Við heyrumst eftir nokkra daga :)

þriðjudagur, 24. júní 2008

Okapuka

Það var ákveðið að kíkja í Okapuka í dag, eftir hádegi, eins og ég skrifaði aðeins um í síðasta bloggi. Ég gerði mig tilbúna með því að vera í buxum (ég hef eiginlega bara verið í pilsum síðan ég kom út núna - þótt að það er mjög kallt) og finna hattinn minn og sólgleraugu.

Svo þegar við vorum að fara að leggja af stað tek ég eftir að það er verið að stela frábærlega töff útlitinu mínu :O

Þá hefur hann Emil Andri rænt hattinum og sólgleraugunum til að reyna að vera töff eins og ég. En, eins og sést, tekst það ekki alveg eins vel og hann var augljóslega að vona :P

Við komum soldið fyrr en planið var í Okapuka, þannig að það var farið beinustu leið á barinn...

Það fengu sér allir kók, nema Doddi. Hann fékk sér bjór...klukkan var rétt rúmlega 2 eftir hádegi...

Svo sátum við bara í geðveikt flottum stólum að horfa á fullt af vörtusvínum að leika sér og borða gras á meðan við vorum að drekka kókið okkar, og Rúnar Atli var endalaust að benda okkur á eitthvað...

...í sænska hattinum sínum sem Emil og Doddi gáfu honum

Rúnar Atli vildi endilega að ég tók mynd af "Tomma togvagni" sem var fyrir utan, og hér er sú mynd...

Ég er ekki alveg viss um hvað þetta er, eða af hverju þetta er þarna, þannig að ég ætla ekkert að eyða neinum tíma í að tala um það :P

Svo var loksins komið að því að fara í bílinn og fara í bíltúr í kringum garðinn að finna fullt af dýrum...

Þetta eru geðveikt flottir bílar, þótt að maður er stundum pínu hræddur um að detta út þegar bílstjórinn tekur beygjur hraðar en maður hefði kannski gert sjálfur :P

Mjög fljótlega eftir að við lögðum af stað sáum við fyrsta dýrið dagsins.

Þetta er sable antilópa

Svo sáum við nashyrninga...


Og fleiri nashyrninga sem fóru að rífast um hver fengi að borða "nammið" sem bílstjórinn helti á jörðina fyrir þá...


Og það voru gíraffar að drekka...


Og það er geðveikt fyndið að sjá gíraffa standa aftur upp :P maður verður alltaf jafn glaður að maður þarf ekki að standa í svona miklu veseni bara til að fá sér smá vatn að drekka :P


Og það var nóg að vörtusvínum...


Það lá við að við misstum algjörlega af einum krókódílnum sem var í felum í grasi...en við sáum hann :)


Það var ekki mjög erfitt að sjá hinn krókódílinn, enda tók hann alveg hálfan veginn...og það var pínu vesen að komast framhjá honum...en að lokum tókst það :)


Svo var eiginlega ekkert annað merkilegt að sjá, þótt að við sáum fullt af springbokum, oryx og einhver önnur dýr, en myndavélin mín var eitthvað að stríða mér, og hún neitaði stundum að taka myndir af neinu. Sem er ekkert smá leiðinlegt. Hún var ekki batteríslaus eða neitt :(

En allavega, þegar bíltúrinn var búinn fórum við beinustu leið AFTUR á barinn, en í þetta sinn keyptum við bara vatn af því að Rúnar Atli var alveg að skrælna, og þá sáum við fullt af fleiri vörtusvínum...og þau voru ekkert að hlaupa í burtu þegar maður kom nálægt þeim...


Það gerðist eiginlega ekkert annað frásögufærandi í dag, nema það að við fórum út að borða á Spur til að halda upp á það að ég komst inní Háskóla Íslands!! Ég verð reyndar að segja það að ég bjóst ekki við öðru, en það er samt alltaf skemmtilegt að fá svona fréttir, og fá að halda upp á það :D
Ég fékk mér svínarif sem voru geðveikt góð. Og bjór sem var alveg jafn góður. Og ís sem var æðislegur. Og það besta við ísinn var það að það var ekki karamella nálægt honum :D ef ég hefði fengið svona á Íslandi, hefði þetta væntanlega verið karamellusósa með smá ís...sem er bara ógeðslegt.

En jæja, ég held að þetta er nóg í dag...ég læt heyra í mér fljótlega :)

mánudagur, 23. júní 2008

Vöðvabólga dauðans :(

Um daginn fékk ég allt í einu versta vöðvabólgu sem ég hef á ævinni fengið. En samt bara í vinstri öxlinni. Ég átti soldið erfitt með að halda á glasi meira að segja um kvöldið. En eftir kvöldmat lagaðist þetta bara smátt og smátt og það var alveg frábært. Nema hvað... rétt rúmlega 1 um nóttina vakna ég við þvílíkan sársauka í öxlinni vinstra megin. Ég hélt ég væri að fara að drepast, þetta var svo vont. Ég gat auðvitað ekkert sofið fyrir þessu, þannig að ég engdist bara um af sársauka í tvo og hálfan tíma áður en ég ákvað að fara fram, ná í vatn, verkjatöflur, klaka í poka og bók. Svo les ég þangað til klukkan er næstumþví 8 um morguninn þegar ég ákvað að ég gæti örugglega sofnað eitthvað. Og ég næ að sofa til hálf 12 þegar mamma vakti mig og rak mig frammúr :P

Daginn eftir var ég ágæt en samt frekar illt þannig að pabbi lét mig fá einhver vöðvaslakandi lyf og þau virðist hafa virkað bara mjög vel, af því að ég ekki að drepast lengur, þótt að ég finni ennþá pínu til stundum :P

Það er ekkert frásögufærandi af ferðalaginu mínu ennþá. Ég er bara búin að vera heima og horfa á myndir með Rúnari Atla og kíkja í búðir (ég er reyndar bara búin að gera það tvisvar eða eitthvað) og leika með Rúnar Atla :P
Á morgun ætlum við að fara í Okapuka í game drive. Ég er búin að fara þangað þó nokkuð oft, en það er alltaf séns að maður sjái eitthvað nýtt, þannig að maður fer alltaf þegar maður fær tækifæri :P

Svo gleymdi ég að nefna að Doddi og Emil, frændur mínir frá Svíþjóð, komu hingað í heimsókn daginn eftir að ég og mamma lentum, og þeir verða eitthvað aðeins styttra en ég.

Jæja, Doddi er eitthvað að tuða um að ég fari að poppa fyrir hann, og fyrst að ég er svo vel uppalin, get ég ekki sagt nei þegar gamalt fólk biður mig um að gera eitthvað fyrir sig :P

fimmtudagur, 19. júní 2008

Allt gekk vel :)

Þá er ég lent í Namibíu. Það er næstumþví ár síðan ég var hérna síðast og ég kannast ekki við neitt!! En það er kannski bara af því að við erum komin í annað hús. Sem þýðir auðvitað að ég þarf að læra að rata út um allt AFTUR. En það verður bara að hafa það. Þetta er rosalega flott hús :)

Ferðalagið gekk mjög vel. Það var rosalega langt, en það tókst allt vel og ekkert neitt svakalega frásögufærandi gerðist. Nema að taska mín þoldi ekki flugið frá Íslandi til London. Ólin sem var utan á henni rifnaði af öðru megin, og lásinn brotnaði...þannig að við keyptum nýja ól á Gatwick og taskan virðist hafa lifað af flugið frá London til Namibíu :)

En ég vildi aðallega bara skrifa stutta bloggfærslu svo fólk gæti aðeins fengið að fylgjast með.

Já, svo er ég komin með nýtt símanúmer hérna úti, en ég virðist ekki geta sent sms eins og er. Ég get samt tekið við smsum þannig að ég ætla að láta ykkur fá símanúmerið mitt :)

Það er... +264813863364 og ef einhver ákveður að senda sms áður en ég næ að redda þessu hjá mér, svara ég auðvitað viðkomandi asap :P

þriðjudagur, 17. júní 2008

Spenna...

Ég á allavega að vera spennt. Eftir rúmlega hálfan sólarhring er ég á leiðinni út á flugvöll með mömmu til að byrja á löngu ferðalaginu til Namibíu.

Þessi ferð verður meira vesen en hefur verið áður, af því að í þetta skipti þurfum við að skipta um flugvöll. Það á í sjálfu sér ekki að vera neitt vandamál af því að það er rúta sem fer beint á milli, en samt...svo á leiðinni heim er ég ein að ferðast og ég þarf að hanga í London í rosalega langan tíma...EIN...yay...NOT.

Allavega, það verður geðveikt gaman að hitta pabba og Tinnu og Rúnar Atla :) ég hef ekki hitt þau síðan þau voru hérna um jólin...sem sökkar.

Ég hef eiginlega ekki neitt annað að segja. Ég vildi bara segja ykkur að ég er að fara út á morgun, geðveikt snemma og ég kem aftur mjög seint um kvöldið 11. júlí :)

Woo!!!

laugardagur, 14. júní 2008

Tattoo númer 2 :)

Jæja þá er ég loksins komin með nýtt tattoo!! Ég er búin að bíða eftir þessu síðan...áður en ég fékk hitt tattooið mitt örugglega :P

Ég fór í gær á House of Pain á Laugaveginum og gesta-flúrari frá Cincinatti hannaði tattooið bara fyrir mig og ég er klikkað ánægð með það. Það er líka ennþá flottara að vita það að engin annar í HEIMINUM er með þetta tattoo. Það er snilldar hugsun :P

Ég er víst búin að lofa að setja mynd af því fyrir ykkur og ég ætla að standast við það loforð...Og ef það var einhver sem fattaði ekki, þá er tattooið á mjóbakinu mínu :D

föstudagur, 13. júní 2008

Óhappadagur??

Í dag er föstudagurinn 13. júní 2008.

Í mínum huga er þetta hræðilegt af því að föstudagurinn 13. er óhappadagur. Ég hef reyndar aldrei slasað mig á svona degi og ég hef alltaf passað mig mjög vel að vera ekki á þannig svæðum að ég gæti slasað mig.

Í morgun fattaði ég ekki hvaða dagur var í dag. Ég er reyndar búin að vera mjög rugluð á dögum undanfarið þannig að það er kannski ekkert skrítið.

Það versta við þetta allt saman er að í gær pantaði ég mér tíma í tattoo án þess að gera mér grein fyrir því hvaða dagur yrði í dag. Ég ætla bara að vona að ég hafi bara góða hluti að blogga um þegar ég kem heim :)

Annars er voða lítið að frétta...ég fór í bíó á Sex and the City um daginn. Hún er algjör SNILLD!!! ég mæli alveg hiklaust með henni. Ef maður fílar þættina allavega. Ef ekki þá mun ykkur væntanlega ekki finnast myndin góð :P en ég er bara að tala við fólkið sem fílar þættina :D

Svo fór ég líka á You don't mess with the Zohan um daginn...hún var ágæt...

Svo er ég að fara í bíó í kvöld aftur. Ég var búin að lofa Sól að bíða með að sjá Indiana Jones þangað til hún kæmi aftur frá Spáni, og sá tími er loksins runnin upp að við höfum báðar tíma til að sjá hana á sama tíma :P

Og svo síðast, en ekki síst, vil ég þakka fólki fyrir vínflöskurnar sem ég fékk í afmælisgjöf :) Núna á ég 3 hvítvínsflöskur...ég þarf að fara að smakka þetta allt...ég hef nefnilega aldrei smakkað tvær af þessum hvítvínstegundum en ég hef heyrt að ein sé ógeðslega góð, og hin heitir svo skemmtilegu nafni að það getur ekki verið að hún sé neitt annað en frábær :P

:D

föstudagur, 6. júní 2008

Afmælispakkar

Já, enn bætist við afmælispökkum sem ég er að fá =D

Ég er búin að fá geðveikt flotta bók um 100 undur Kína frá Svövu (my new roomie)

Og svo fékk ég The Blue Planet þætti um hafið á DVD frá Þórdísi =D

Þetta eru bæði gjafir sem mér finnst alveg gjörsamleg snilld, og það sem gerir þetta ennþá betra er það að ég sagði þeim ekki hvað á að gefa mér. Mér finnst alltaf best að fá þannig pakka frá vinum sínum. Það sýnir hversu mikið þeir þekkja mann í alvöru =)

Og ég ætti kannski að nefna afmælisgjöfina sem Óli gaf mér. Hann skutlaði mér heim

miðvikudagur, 4. júní 2008

Afmæli!!!

Já ég á afmæli í dag. Ég er loksins orðin tvítug =D

Ég er búin að gera ýmislegt í dag...ég byrjaði að sjálfsögðu á því að opna pakkana mína =D Ég fékk síma frá mömmu og pabba, iTrip frá Tinnu og púsl frá Rúnari Atla.

Svo kom Sól að sækja mig, og við fórum í ríkið í Smáralindinni =D Ég var beðin um skilríki og strákurinn sem afgreiddi mig óskaði mér til hamingju með afmælið =D

Ég fékk líka afmælisgjöfina mína frá henni og Vífli. Geðveikt krúttlegir skór og hálsmen með höfrungi =Þ

Svo kíktum við í Kringluna og ég keypti mér sokka og sokkabuxur...svo þurfti Vífill að fara að versla sér eitthvað mótorhjóladót þannig að við tvær fórum með honum og okkur leiddist bara pínu =Þ

Svo fór ég heim að hitta nýja símann minn sem þurfti að vera skilinn eftir í hleðslu þegar ég var að versla og svo las ég Cosmo og Rúnar Atli hringdi í mig =D

Og þá var kominn tími til að fara á Argentínu með mömmu. Það var æðislegt. Maturinn var snilld, þjónustan frábær og staðurinn geðveikt kósí. Ég hef ekkert nema góða hluti að segja um þann stað =D

Svo þegar við erum að labba út úr staðnum fatta ég að ég fékk enga afmælisköku...=/

Þannig að ég og mamma skruppum í 10-11 á Barónstígnum og redduðum því =ÞSvo er bara að bíða eftir að vinir mínir fara með mig út að borða á föstudaginn =D

þriðjudagur, 3. júní 2008

Dagvakt

Það muna kannski sumir að fyrr á árinu var ég alveg sjúk í að fá dagvaktir á meðan aðstoðarverslunarstjórinn var í sumarfrí. Þetta er einmitt sami tíminn og mamma er á landinu, og það er mikið skemmtilegara að vera að vinna á daginn svo ég og mamma gætum gert eitthvað skemmtilegt saman á kvöld. Kíkt í heimsóknir, horft á bíómyndir, farið út að borða...eða bara legið í leti saman =)
En allavega, verslunarstjórinn vildi engan veginn leyfa mér að vinna á dagvöktum af því að ég er "eini almennilegi vaktstjórinn á kvöldin" sem gerir þetta mál bæði rosalega gott, og rosalegt slæmt. En hann hugsaði aðeins meira um þetta, og ákvað að leyfa mér að vera á dagvakt tvisvar. 3. júní og 10. júní.

Og þar sem það er 3. júní í dag, var ég á dagvakt í morgun =D
Ég byrjaði reyndar alveg rosalega illa...ég svaf yfir mig...ég ætlaði ekki að trúa því. En ég var ótrúlega snögg að klæða mig og mála mig og gera allt þetta sem maður þarf að gera áður en maður fer í vinnuna, og ég var mætt korteri eða tuttugu mín yfir 8 sem er ekki alveg hræðilegt =Þ
En það var ógeðslega gaman. Ég er mjög sátt við að hafa verið á dagvakt. Núna langar mig aldrei aftur að fara á kvöldvakt =Þ En það bíður kvöldvakt eftir mér á fimmtudaginn =(

Svo er ég í fríi á morgun =D Af hverju ætli það sé??? =Þ
Það er nú að sjálfsögðu svo ég komist í ríkið =Þ Og ég er að fara að gera það af því að ég verð tvítug á morgun!!!!!! Ég hlakka alveg óeðlilega mikið til. Ég er búin að bíða eftir þessum degi (4. júní 2008) síðan ég var 16 ára. Ég er ekki að grínast. Vonandi stenst þessi dagur væntingar mínar =Þ

En jæja, ég hef svo sem ekkert merkilegt að segja eins og er...þannig að ég ætla að fara að taka til í herberginu mínu...

sunnudagur, 1. júní 2008

Hvað sagði ég?

Auðvitað förum við á Ólympíuleikana. Ég vissi það =D

Handbolti, jarðskjálftar o.fl.

Ég vill bara láta ykkur öll vita af því að ég ætlaði að blogga í gær, en svo mundi ég að ég var ekki tilbúin í afmælispartý þannig að ég ákvað að ég mátti eiginlega ekki vera að því, og er sem sagt að bæta upp fyrir það núna =)

En já, eins og flestir vita þá var svakalegur jarðskjálfti á fimmtudaginn. Ég hef aldrei áður á ævinni lent í því að finna fyrir jarðskjálfta þannig að þetta var mjög merkileg lífsreynsla. Hinsvegar hélt ég að mamma ætlaði að fá sér taugaáfall hérna, það munaði ekki miklu að hún actually reif mig upp og henti mér út. Þetta var reyndar búið áður en hún gat gert þetta og svo var hún engan veginn að ná að slaka neitt á. Ég var samt mikið rólegri en ég hefði ímyndað að ég væri í þessum aðstæðum. Ég mundi reyndar ekkert af því sem ég hef lært í gegnum ævina um hvað maður á að gera í jarðskjálfta =Þ

Ég var að taka til í herberginu mínu. Var byrjuð á því áður en mamma sagði mér að horfa á handboltaleikinn. Til að segja satt, gat ég varla einbeitt mér að tiltektinni út af öskrunum í henni þegar hún var að horfa á leikinn...þetta er samt mjög spennandi leikur þannig að mér finnst ekkert skrítið að hún er alveg að fara á taugum =Þ
Við vonum bara það besta. Setjum bara Secret á þetta ;) Við vinnum. Að sjálfsögðu =Þ

Það er reyndar ekki mikið annað í fréttum.

Jú, ég lýg...ég og mamma og Sigga fórum á Ladda 6-tugur á föstudaginn. Það var rosalega skemmtilegt. Ég fattaði reyndar ekki alveg allt, en það er auðvitað ekkert skrítið af því að ég þekkti ekki neinn af þessum milljón karektörum sem hann hefur verið í gegnum árinn. En þetta var samt snilld =)
Ég er búin að vera rosalega dugleg að fara í leikhús undanfarið hálfa árið. Ég hef farið á Ívanov, Gosa, Jesus Christ Superstar og Ladda á þessum tíma.

Svo vill ég minna fólk á að ég á afmæli eftir bara nokkra daga ^^ ég hlakka alveg ógeðslega mikið til =) Ég og mamma ætlum að fara á Argentínu og ég ætla í fyrsta skipti á Íslandi að fá mér vín eða bjór eða eitthvað með matnum, löglega =Þ og svo þarf ég líka auðvitað að kíkja í ríkið =D

Jæja, ég held að þetta er komið nóg. Í hvert skipti sem Ísland skorar, hækkar mamma í sjónvarpinu og segir "ég get ekki horft á þetta" og svo er hún farin að finna sér eitthvað til að ganga frá svo hún þurfi ekki að horfa á þetta eða eitthvað slíkt. Frekar spes =Þ

Við erum samt að vinna, eins og staðan er núna =)

Ég segi ykkur eitthvað meira eftir nokkra daga. Hugsanlega á miðvikudaginn ^^ yay!!