sunnudagur, 22. júlí 2007

Arachnid Attack 2

Þið munið líklega eftir því að fyrir nokkum dögum skrifað ég um það hvað var ógeðslega stór kónguló inni í herberginu mínu og ég setti inn mynd, sem var að vísu ekki nákvæmlega eins kónguló og var inni hjá mér =Þ

Hvað ætli svo hafi gerst í dag? Ég er búin að vera vakandi í soldinn tíma og er bara sakleysislega að lesa kjörbókina í íslensku og aðeins að kíkja á sögu og svo ákvað ég að fara í sturtu. Eins og maður gerir.
Svo er ég bara í góðum fíling að klæða mig með tónlistina í botni og hvað ætli ég sjá svo? Jújú...mikið rétt. Það var kónguló.

Þessi kónguló...

Ég var ekki sátt við þetta. Og það er þessi kónguló sem ég er búin að vera að leita að síðan áður en ég flutti inní gestahúsið. Ég sá hana fela sig í hurðinni daginn sem ég og mamma fórum að kíkja á gestahúsið til að sjá í hvernig ástand það væri.
Svo nokkrum dögum áður en hin kóngulóin drap mig næstumþví sá ég þessa aftur og þegar ég reyndi að ná henni fór hún bara að fela sig bakvið klósettið hjá mér.

En ég náði henni loksins!!! Núna get ég farið á klóið án þess að vera hrædd um líf mitt

Dagmar - áttfætlumorðingi í alvörunni núna...

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

OOOOOOOOOOOOJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJ!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Dagmar Ýr sagði...

ég veit...ég veit...

Nafnlaus sagði...

*hrollur*

Nafnlaus sagði...

HAHA you killer you...

Nafnlaus sagði...

Wooo, go Dagmar!