sunnudagur, 8. júlí 2007

Bioferð

Eins og fyrirsögnin segir til um fór ég í bíó áðan. Mamma og pabbi voru líka með, en þetta yrði ekki mjög frásögufærandi ef að Rúnar Atli hefði ekki komið með. Og þetta var sem sagt fyrsta bíóferðin hans :) Og við fórum á Shrek 3. Rúnar var bara mjög góður og duglegur og var ekkert með hávaða eða neitt þannig - þangað til við ætluðum að fara allavega =Þ þá varð hann ekki sáttur og vildi fá að vera lengur =)

Þetta var svona aðal fréttin í dag, en svo er auðvitað hægt að segja það að ég var að eignast tvennar nýjar gallabuxur og tvö ný sokkapör :) Það þarf avísu að stytta buxurnar mínar (eins og alltaf...) og ég geri það vonandi á morgun. Ég er allavega búin að plana bæjarferð á morgun með mömmu (ég planaði það og ég er að vona að hún nenni að fara) og þá ætlum við að gera eitthvað annað skemmtilegt =) vonandi allavega, eins og ég sagði...

Svo styttist í að Þórdís komi út, og ég er að telja niður dagana ;) og það eru bara 20 dagar þangað til hún lendir hér =D og ég hlakka bara ekkert smá til. Og ég reikna fastlega með þvi að henni hlakkar líka gegt mikið til ;)
Svo þurfum við gegt að fara að pæla hvað okkur langar að gera og hvenær og pússla þessu öllu saman =D

En jæja, ég held að þetta sé alveg nóg í dag
Dagmar Ýr

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég þarf líka alltaf að stytta mínar :/

(það er reyndar svo -að vísu- en ekki avísu, en þú vissir það auðvitað alveg ;D)