föstudagur, 27. júlí 2007

Ferðalagið hrikalega

Þetta byrjaði gegt skemmtilega =) ég skal lýsa því svona dag fyrir dag...

Þriðjudagurinn 24. júlí:
Við lögðum af stað snemma eins og við plönuðum og ég, pabbi, mamma, Rúnar Atli og Arndís vorum að fíla okkur í bílnum að tala saman og skoða landslagið og eitthvað slíkt, sem var bara gaman. Svo þurftum við að stoppa og skoða Quiver Tree Forest eða eitthvað. Ég man ekki alveg hvað hann hét.
Svo þurftum við líka að skoða Leikvöll Risanna eða hvað sem hann ætti að heita á íslensku...

Þetta er mynd úr leikvellinum. Þetta eru sem sagt bara risastórt grjót sem lítur út eins og það hefur einhver staflað þeim saman eins og kubbum. Þessvegna er þetta kallað leikvöllur risanna =Þ
Svo fengum við að fara og sjá blettatígra og fengum meira að segja að klappa einum!! Það var samt því miður ekki tekið mynd af mér klappa honum =/
En það var snilldar vörtusvín á svæðinu

Og við máttum líka klappa því ef við vildum. Ég gerði það reyndar ekki. Hann var gegt sættur og allt, en ég bara var ekki að nenna að klappa honum. Var ekki í stuði =Þ Hann var samt alveg vanur fólki og allt svoleiðis og var mikið stærri en venjuleg vörtusvín af því að hann fær meira að borða en þau sem eru villt.
Og á myndinni er þetta hendin á pabba sem sést. Hann var að klappa honum.
Svo var ekki það langt í Keetmannshoop þar sem hótelið okkar beið eftir okkur og ég var soldið hissa hvað þetta var ógeðslega flott hótel. Ég var samt ekki alveg 100% sátt við þrifin á baðherberginu og sturtan var kraftlausari en kraninn í vaskinum en fyrir utan það var þetta gegt frábært hótel. Maturinn var æði og þjónustan frábær. Ég er ekki frá því að þetta var besta hótel sem ég hef farið á. Ég hef nú samt ekki farið á mörg =Þ

Miðvikudagurinn 25. júlí:
Þessi dagur var eiginlega bara keyrsla. Við vorum öll á leiðinni til Lúderitz og þetta fannst mér vera mikið styttra en síðast, en það var kannski af því við stoppuðum mikið minna en síðast.

Þetta eru hestarnir sem við stoppuðum til að sjá. Þeir eru alveg villtir og það er búið að gera vatnsból handa þeim sem þeir geta drukkið frá (augljóslega =Þ) og þeir hanga þar oftast. Eiginlega alltaf held ég. Þeir nenna svo varla að hreyfa sig eiginlega.
Svo fórum við á hótelið og það var gaman. Ekki alveg jafn flott að síðasta en alveg mjög fínt. Krúttlegt og svoleiðis. Við keyrðum líka fullt til að sjá eyju sem selir eru á stundum og það var bara rugl fannst mér. Það var geðveikt rok og svona 5 selir eða eitthvað og það var rosalegt kallt.

Þetta er ég að frjósa á leiðinni í bílinn að labba yfir brúnna. Hún var soldið gömul og skuggaleg en við náðum öll að fara yfir hana slysalaust. Sem var gott að sjálfsögðu. En það var svo rosa mikill vindur að mér leið eins og ég væri hjá tannlækninum. Það kom bara rok á eina hlið af andlitinu og það var eins og þegar maður fær deyfingu hjá tannlækni =Þ

Fimmtudagurinn 26. júlí:
Þetta var mikil meira keyrsla. Við komum samt loksins til Maltahöhe og fórum á hótelið þar. Það var rosa lítið og krúttlegt og mjög heimilislegt fannst mér. Það voru voðalega fáir gestir og svo var hundur þarna sem Rúnar Atli var alltaf að vilja klappa, en þorði því samt ekki alveg sjálfur =Þ
Við gerðum annars ekkert mikið meira skemmtilegt þann dag. Við vorum öll þreytt og fórum bara snemma að sofa. Ég og Rúnar Atli horfðum reyndar á Kronk's new groove áður en við fórum að sofa og okkur þótti það voðalega skemmtilegt =Þ
Pabbi var samt ekki alveg að fíla hana eins og við en það var ok. Hann er líka mikið eldri en við =Þ

Föstudagurinn 27. júlí: aka. hrikalegi dagurinn
Wow. Við ætluðum að taka einhverja bakleið frá Matlahöhe til Schlip og þessi vegur var beinn að mestu leiti og 67km minnir mig. Allt í lagi með það, þangað til við tókum eftir því að vegurinn var ekki beint beinn...Við keyrðum samt bara áfram eins og ekkert væri.

Hérna sést mamma reyndar með dauðahald í bílinn þegar við vorum að fara niður soldið mikið bratta brekku. Og ekki með bílbelti =Þ sem er soldið kaldhæðnilegt *haha*
En við keyrðum og keyrðum og þetta var eins og völundarhús. Götur hér og þar og út um allt og við vissum auðvitað ekkert hvert við áttum að keyra þannig að pabbi valdi bara einhverja götu og vonaði að þetta var rétt gata.
FJÓRUM OG HÁLFUM TÍMA SEINNA komumst við loksins til Schlip. Þetta átti að vera ekki einusinni klukkutíma bíltúr þangað, en varð að FJÓRUM OG HÁLFUM. Sem mér fannst soldið mikið. En við týndumst allavega ekki. Sem er kostur. En við ákváðum að halda okkur við aðalvegi núna bara til öryggis =Þ
Við komumst allavega til Rehoboth og vorum öll glorhungruð, enda næstumþví 5 eða 6 tímar síðan við borðuðum síðast þannig að við fengum okkur að borða og drekka og það var alveg ÓTRÚLEGA gott skal ég segja ykkur =Þ
Svo var bara stutt leið til Windhoek og þá vorum við loksins komin heim.
Ég var ÓGEÐSLEGA ánægð með það að komast í sturtu og var í henni í soldið langan tíma =Þ

En þetta var sem sagt ferðalagið okkar.
Ég er samt ekkert búin að segja ykkur frá öllum slysunum sem ég lenti í...=Þ
Rúnar Atli rotaði mig næstumþví á einu hóteli og ég hélt ég var komin með heilahristing. Það var alveg svakalegt. Ég fór næstumþví að gráta þetta var svo vont. Hann lenti með ennið akkúrat á gagnaugað mitt og það var alveg óeðlilega sársaukafullt. Ég held að ég hef aldrei fundið jafn mikinn sársauka áður á ævi minni. Að fá göt var EKKERT miðað við þetta sko.
Já, svo klemmdi pabbi puttann á mér í rúðunni á bílnum. Og það var vont líka. Ekki alveg jafn vont og höfuðhöggið samt, en þokkalega vont samt. Þetta var samt auðvitað slys og allt það.
Svo reif ég puttan á mér á gaddavírnum á einu hliði sem ég þurfti að opna í völundarhúsinu...Það var líka klikkað vont. Þetta var bara pínu sár en samt sveið það eins og ég veit ekki hvað.
Svo var beltið í bílnum svo asnalegt að það var alltaf að meiða mig í hálsinum og ég var komin með þvílík rauð för á hálsinum og alveg að drepast og þá bara þurfti ég að setja beltið undir hendina í staðin fyrir yfir hendina eins og maður gerir venjulega.

En þetta var sem sagt bloggið mitt í dag. Ég bara nenni ekki að blogga meira =Þ
Dagmar


Svo urðum við leið á Rúnari Atla... =Þ nei ég segi bara svona...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Woooooow.. blogg LANGT blogg.. hey eg er fyrstur að commenta :P hehe

Ps: eg er gegt enþá með gat i augabrúninni :P

Dagmar Ýr sagði...

omg...shocking...gat...augabrún...ennþá...í...

*híhí*

Nafnlaus sagði...

haha síðasta myndir er æði, og vörtusvínið er líka töff.. vildi samt að það hafði verið tekið mynd af cheetahnum... oh well..

Dagmar Ýr sagði...

ég tók alveg mynd af því...nennti bara ekki að setja þær á bloggið. Ég geri það bara í dag =Þ
þegar ég er búin að sækja Þórdísi