sunnudagur, 29. júlí 2007

Loksins almennilega gaman =D

Já eftir að Þórdís kom er búið að vera mikið skemmtilegra hérna úti =D Við erum ekki búnar að vera að gera neitt mikið ennþá en það er betra að hafa einhvern til að gera ekkert með en engan til að gera eitthvað með =Þ

Við fórum hinsvegar í bæinn bæði í gær og í dag og við náðum að versla eitthvað pínu í gær en svo fórum við heim að leggja okkur í smá tíma og svo fórum við á Spur =D og fengum okkur að borða og það var gegt gaman bara =Þ
Svo í dag fórum við á kaffihús og vorum þar alveg í tvo tíma held ég. Svo röltum við um í Maerua Mall og ég sýndi henni allar sniðugu búðirnar sem eru þar, þótt að mest af þeim voru lokaðar af því að klukkan var nokkurnveginn tvö...og þar sem það var sunnudagur lokar allt um það leiti. Sem er soldið leiðinlegt, en það verður bara að hafa það. Við kíkjum aftur á morgun eða hinn daginn =Þ örugglega oftar en það líka =Þ

En mér dettur ekkert annað í hug til að segja þannig að ég læt þetta bara duga í bili =D
Dagmar

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skárra en í noregi þar sem ekkert er opið nema sjoppur á sunnudögum. Skemmtið ykkur æðislega þarna úti nú þegar Þórdís er komin;)

Dagmar Ýr sagði...

YAY!!! það er samt eiginlega ekkert neitt gaman að gera á kvöldin hér...=/ nema ef þórdís ákveður að hringja í þennar gaur 8-)
gaman að heyra í þér samt =D