sunnudagur, 19. ágúst 2007

11. ágúst 2007

Loksins var sá dagur kominn að við ætluðum að fara að byrja í þessu ferðalagi okkar =D Ég var alveg búin að bíða spennt eftir þessu í nokkuð marga daga...

Allavega, við vöknuðum snemma og kláruðum að gera okkur tilbúnar og þá er mér sagt að pabbi, Rúnar Atli og Tinna ætlu ekki að koma með okkur... =O Sem mér fannst soldið skrítið. Þangað til mamma bætti því við að þau koma bara næsta dag. Sem var ekkert skrítið af því að pabbi var alveg að drukkna úr veikindum og Rúnar Atli var líka búinn að smitast af þessu...

Svo lögðum við af stað um 9 leitið minnir mig, með venulegu sjoppuferðinni okkar áður en við lögðum alveg af stað og það var keypt kók og súkkulaði svo við mundum ekki deyja úr næringarskorti =Þ

Eftir svona tveggja tíma akstur vakna ég við það að við erum komin til Karibib. Þar er "fræga" steinabúðin sem við stoppum alltaf í. Þórdís tapaði sér alveg í steinakaupum og keypti rétt rúmlega hálft kíló af steinum á eitthvað um 400 íslenskar krónur. Og svo keypti hún sér eitthvað meira af minjagripum þarna. Allt mjög tengt steinum. Enda má segja að hún sé steinafrík *híhí*

Svo héldum við áfram til Swakopmund og vorum komnar þar eitthvað um 3 leitið held ég. Ég man það samt ekki 100%. Ég gæti verið að bulla eitthvað þvílíkt. Sérstaklega af þvi að ég man eftir því að borða í hádeginu eftir að við vorum búnar að tjekka okkur inná hótelið...Þannig að við komum væntanlega ekki 3 heldur 1. En það skiptir svo sem ekki öllu máli...

En svo þegar við vorum búnar að borða ætluðum við (reyndar ekki ég...) að kíkja á fjórhjól, en þá bara neinei...er ekki alveg upppantað hjá gaurnum þann dag...þvílík fýluferð...=/
En við förum þá bara aftur til Swakopmund (fjórhjólastaðurinn er nokkra kílómetra fyrir utan Swakop) og þurfum að finna okkur eitthvað sniðugt að gera...

Þannig að við förum á trémarkaðinn þar.
Þar náðum við að kaupa einhverjar gjafir handa einhverju fólki og það var bara gaman. Svo var einn gaur sem spurði Þórdís hvort ég og hún værum tvíburar...Sem okkur fannst bara MJÖG fyndið...sérstaklega af því að það er ekki eins og við séum neitt sérstakelga líkar =Þ
Svo var reyndar annar sem spurði hvort ég væri frá Ítalíu. Mamma hélt því fram að það væri út af hattinum mínum sem var greinilega mjög ítalskulegur...
En ég vona að gjafirnar sem voru keyptar handa öllum á þessu trémarkaði verða vel metnar. Það fór mikil pæling bakvið allar þessar gjafir skal ég segja ykkur...

En svo var eiginlega ekkert annað bloggnæmt þennan dag...

Engin ummæli: