sunnudagur, 19. ágúst 2007

16. ágúst 2007

Þetta var að mínu mati, versti dagurinn. Sömu gaurarnir sem sýndu okkur skógræktardæmið ætluðu að sýna okkur eitthvað hunangsdót. Þetta hljómaði mjög skemmtilega fyrst.
Málið er að þessir gaurar vilja fá pening til að koma einhverju hunangsfluguræktun af stað. Það er víst einhver hefð fyrir því að einn himbaættbálkur nær sér í hunang frá einu tré og þau vilja gera þetta eitthvað aðeins betra og eitthvað soleiðis.

Fyrst þurftum við að bíða í 2 tíma eftir að þessir himbar náðu í einhverja spýtu sem þeir þurftu að nota til að klifra upp eða eitthvað. Svo fór annar klukkutíma í það að komast upp, gera eitthvað meira með þessar spýtur og komast að því að hendin á gaurnum var of stór fyrir gatið sem hunangsflugurnar eru. Þá gáfust við Þórdís upp á þessu og fórum aftur í bílinn. Klukkutíma seinna komu pabbi, Stefán og Arndís aftur. 4 klukkustundir... og svo þurfti að halda borgarafund líka...
Það er ekki ótrúlegt að við höfðum ekki komist aftur í tjaldið fyrir myrkur eins og upphaflega planið var...

Engin ummæli: