sunnudagur, 19. ágúst 2007

18. ágúst 2007

Siðasti dagurinn í þessu svakalega ferðalagi =)
Við ætluðum allavega að keyra heim til Windhoek og fara í gegnum Etosha svo við gætum séð einhver skemmtileg dýr =D
Ég ætla bara að setja inn flottustu myndirnar mínar og segja ykkur hvaða dýr eru á myndunum =Þ

Mér fannst þetta bara snilldarmynd =D þetta er sem sagt wildebeest að labba fyrir framan nokkra zebrahesta. Mér fannst þetta bara mjög skondið =Þ

Þetta er oryx eða gemsbok. Á íslensku er þetta kallað spjóthafur

Þetta er zebrahestur...ekki mikið hægt að segja um það =Þ

Þetta eru nokkrar kúdú, eða skrúfhyrnur eins og þær eru kallaðar á íslensku

Þetta er springbok, eða stökkhafur á íslensku. Þetta eru uppáhaldsantilópurnar mínar =D

Þetta er gíraffi. Þetta er rosalega flott mynd af því það er fullt af springbokkum í kringum hann og það sést alveg svakalegur stæð›armunur.

Þetta er mynd af fíl og impala að drekka saman =Þ

Þetta er bara flott mynd af fílum =Þ

Hérna eru tveir fílar að heilsast. Það er bara endalaust sniðugt sko =Þ

Þetta er besta myndin af gíraffa sem ég náði. Þeir voru allir pabba megin við bílinn þannig að allar myndirnar eru annaðhvort með pabba, myndavélina hans eða spegilinn inná myndinni =Þ

Þetta eru tveir flottir bláir fuglar =Þ ekkert annað...

Ef þið horfið rosalega vel á þessa mynd sjáiði að það eru 3 ljón að fá sér að drekka í vatnsbólinu. Ég hafði aldrei séð ljón í Etosha áður þannig að þetta er greinilega bara besta ferðin sem ég hef farið í til Etosha =D

Svo komum við heim um átta leitið. Við vorum í svona 12 tíma í bíl þennan dag... og 6 af þessum 12 tímum vorum við í Etosha...Ekkert smá lengi að keyra í gegnum garðin sko...

Engin ummæli: