fimmtudagur, 9. ágúst 2007

2 down, 1 to go =D

Jæja, þá er ég búin í söguprófinu =D ekkert smá gaman að eiga bara auðveldasta prófið eftir =D

Mér fannst reyndar ekkert smá asnalegt að taka skriflegt próf í tölvunni. Og þetta voru ekkert bara krossar eða neitt, heldur líka ritgerðarspurningar =Þ en þetta var betra svona í rauninni...þá þarf ég ekki að senda prófið með venjulegum pósti alla leið til Íslands. Ég hef ekki þolinmæði í svoleiðis =Þ

En mér fannst mér ganga svona þokkalega...sumt erfiðra en annað en ég gat þó svarað öllu =D að einhverju leiti allavega =Þ

Svo er bara að vera dugleg að læra fyrir félagsfræðiprófið á morgun. Ég þarf eiginlega að fara að drífa mig að læra núna af því að ég var að komast að því áðan að ég er að fara út að borða í kvöld =Þ með fullt af einhverju fólki =Þ gaman gaman =)

Jæja, ég er farin að læra =)
Dagmar

Engin ummæli: