föstudagur, 10. ágúst 2007

Taal

Ég og Þórdís fórum áðan á veitingastaðinn Taal til að halda upp á því að við værum báðar búnar í prófum =D
Þetta er sem sagt indverskur veitingastaður og hann er bara æðislega góður.
Við fengum grænmetið samoosas og svona djúksteikan lauk í forrétt, ég fékk kjúkling í kókos og karrísósu með grænmetishrísgrjónum og venjulegu naan brauði og Þórdís fékk sér kjúkling í einhverju smjör og tómatssósu minnir mig í aðalrétt. Svo fékk ég með ís með rósasósu og einhverju jelly dæmi og Þórdís fékk sér ís með saffron og eitthvað í eftirrétt. Ég gegt góð að muna hluti =Þ NOT!!
Allavega, svo fengum við okkur rósavín með matnum og það var bara geggjaðislega gott sko =D Við erum geðveikt farnar að meta vín geðveikt mikið núna og fáum okkur oft bara vínflösku með matnum. Enda kostar vín um 500 íslenskar krónur. En við fáum okkur oft bara vín á svona 2-300kr sko =Þ Ekkert smá næs =D
En þetta kvöld var alveg bara æðislegt hjá okkur sko. Við skiljum ekkert í okkur að hafa ekki farið bara við tvær út að borða áður =Þ En við ætlum að gera eitthvað af því eftir að við komum heim frá þessu ferðalagi.
En öll þessi máltíð, fyrir okkur báðar, alveg þriggja rétta máltíð, með víni og einum öðrum drykk (sem er bara óáfengdur kokteil í rauninni) og þetta kostaði eitthvað um 4000 íslenskar krónur. Sem er auðvitað ekki NEITT!!! ekki miðað við Ísland allavega...Þá hefði þetta kostað eitthvað um 20.000kr að minnsta kosti held ég =Þ Enda er maður ekkert að týma að fá sér eftirrétt á Íslandi, nema bara það sé sérstakt tilefni =Þ

En allavega, ég er orðin alveg geðveikt þreytt þannig að ég er að pæla að fara bara að hvíla mig. Enda þurfum við að vakna klukkan 7 til að fara í þessa ferð =D en við hlökkum alveg ekkert smá mikið til sko =D
Dagmar

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég hlakka svo til að ég er að deyja sko!!!!
En þetta var yndislegt kvöld og maturinn var alveg hverrar krónu virði... vildi bara að það væri svona ódýrt að borða úti heima, þá myndi maður gera það miklu oftar..

Dagmar Ýr sagði...

já nkl...það er bara rugl hvað það er dýrt heima...=/

Nafnlaus sagði...

ég verð bara svöng við að lesa þetta

Nafnlaus sagði...

Ég er með munnangur :(