miðvikudagur, 31. október 2007

Ég er vaktstjóri!!!

Já, þið lásuð rétt...ég, Dagmar Ýr Vilhjálmsdóttir, er orðin vaktstjóri...og ekki einusinni orðin tvítug =Þ

Ég er ekkert smá ógeðslega stolt af mér. Ég er alveg við það að springa úr stolti sko...en mér finnst ég eiga það bara alveg fullkomlega skilið, þakka ykkur fyrir...

Ég á sem sagt að byrja á morgun í kassaþjálfun og svo um helgina er ég að fara að byrja að læra allt þetta vaktstjóralega sem ég þarf að kunna svo ég eyðilegg ekki eitthvað =Þ

Allavega, ég ætla að láta þetta smá montblogg duga í bili, og ég sé ykkur hress þegar þið mætið í 10-11 á Borgartúni =Þ

Dagmar Ýr

=D

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábært hjá þér og innilega til hamingju :-) Verður þú að vinna sömu helgar og þú varst í Bykó?

Gangi þér vel í nýja starfinu elskan mín.

kveðja frá okkur í Namibíu

Nafnlaus sagði...

yay til lukku með vaktstjóra titilinn :D

Nafnlaus sagði...

úúú hevy töff til hamingju ;)