laugardagur, 6. október 2007

Hitt og þetta...

Já það er ekkert voðalega mikið að frétta af mér núna. Reyndar var Jóhanna besta frænka í heimsókn hjá mér í nokkra daga núna og Elli og Aron Kári voru með henni =D Aron Kári er mesta krúttið sem ég hef séð bara lengi sko =Þ Og hann virtist vera alveg gegt hrifinn af mér =) Hann var alltaf að spjalla við mig og brosa til mín og svo að leita að mér þegar hann var nýfarinn frá mér =) Alveg klikkað krúttlegur =D

Svo er ég alveg ótrúlega stolt af sjálfri mér í stærðfræði. Ég er langt á undan flestum í tímunum og ég er búin að skila tveimur verkefnum. Ég fékk 9 í fyrsta verkefninu og svona 10 í því sem ég skilaði í síðustu viku =D alveg geggjað dugleg skal ég segja ykkur =Þ

Ég er ekki viss um að það er neitt sérstaklega mikið annað í fréttum...eða jú, ég var að passa Ísak Mána og Loga Snæ í gærkvöldi og það var fínt...bara eins og þegar maður er að passa venjulega...=Þ En núna að ég er flutt í bæinn þá ætlar Davíð greinilega að nota mig til að passa fyrir sig...=Þ en það er bara gaman...meira gaman en ýmislegt annað sem ég gæti verið að gera í staðin allavega. En já...nóg um það...

Mér dettur eiginlega voða lítið annað í hug til að skrifa um...Ég ætla bara að fara að halda áfram að horfa á the 40 year old virgin...=Þ

Dagmar

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ,

Gaman að heyra hvað þér gengur vel í stærðfræðinni :-) Til hamingju með góðar einkunnir.

kveðja frá þreyttu konunni sem var að koma heim úr húsmæðraorlofi :-)