mánudagur, 1. október 2007

Lifandi...

Já ég vildi bara tilkynna það að ég er á lífi þótt að ég hef ekki verið mjög dugleg að blogga undanfarið. En ástæðan fyrir því er sú að netið heima hjá mér er búið að vera bilað í TVÆR VIKUR!! Ég er engan veginn sátt við þetta, og er bara frekar pirruð út í þetta allt saman. Ég meina ég þarf að nota netið fyrir hvert einasta verkefni sem ég þarf að gera næstumþví og netleysi hjálpar ekki. Það gerir hlutina meira að segja mjög erfiða. Og alltaf þegar ég er í skólanum í tölvu er eitthvað mikið merkilegara sem ég þarf að gera heldur en blogga þannig að ég er ekki búin að hafa neinn tíma til að gera það. En um leið og þetta lagast ætla ég að reyna að vera duglegri en í september =Þ

Það er ekkert mikið að frétta, nema hvað ég er búin að vera ógeðslega dugleg að fara í bíó =) Í síðasta mánuði er ég búin að fara 5 sinnum í bíó. Fyrst á Knocked up, svo Licence to wed, svo Knocked up, svo Hairspray, svo Knocked up og svo í gær fór ég á Superbad. En já. Mér finnst Knocked up svo mikil snilld að mig langar án djóks að fara aftur á hana í bíó =D

Það er geðveikt ömurlegt veður. Það er hálfrigning og kallt úti og það er bara ömurlegt =/ og svo er ég veik. Ég fékk þvílíkt kvef á fimmtudaginn í síðustu viku og núna er þetta búið að þróast yfir í geðbilaðan hósta. Sem er bara ennþá minna gaman.

En ég þarf að fara að undirbúa mig fyrir það að labba út í Á stofu, sem er í Ármúla 17 (skólinn er í Ármúla 12...) þannig að ég reyni að blogga aftur sem fyrst =)

Dagmar

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að þú sért farin að blogga aftur, og þar sem þú ert orðin nettengd í Æsufellinu þá er nú bara eeeengin afsökun lengur :-)

Vonandi fer kvefið og hóstinn að lagast bráðum. Það getur nú varla verið vinsælt að vera síhóstandi í bíói, eða hvað?? :-)

Kossar og knús frá Whk.