miðvikudagur, 26. desember 2007

Pakkar!!!!

Já, ég fékk víst alveg helling af pökkum á aðfangadag. Og það er auðvitað bara gaman =Þ

En til að nefna eitthvað, fékk ég nokkrar dvd myndir (The 40 year old virgin, The Aristocats, Knocked up, Love actually, Shrek, Shrek 2, Shrek 3 og svo 6. seríu af Family Guy)
Svo fékk ég geisladiska og bók og teppi og súkkulaði og klukku og náttbuxur og plakat og dæmi til að hengja hálsmen og lyklakippur og eitthvað meira sem ég er engan vegin að muna...

Og ég náði að sanna það að ég ER besta systir í heiminum. Ó já. Ég gaf Tinnu fullkomnustu gjöf sem hún hefði geta fengið. Já. Ég gaf henni gat í naflan. Og þ.a.l. er ég pottþétt besta systir í heimi =D og það er alltaf gaman að vera best í einhverju =Þ

Ég gaf Rúnari Atla líka rosa flottar gjafir...hann fékk bók með myndum af 100 farartækjum og hvað þau heita nákvæmlega...hann var sáttur við það...svo gaf ég honum alvöru hlustunarpípu af því að þegar ég var úti var hann alltaf að leika sér við eitthvað læknadót - svo komst ég að því að hann er eiginlega hættur að leika sér með þannig...=/ en samt. Alvöru hlustunarpípa er alltaf töff. Og ég held að hann hafi verið bara nokkuð ánægður með hana =Þ
Ég og Tinna áköðum að gefa mömmu og pabba saman þetta árið, en við gáfum þeim allar seríurnar af Yes, minister og Yes, Prime minister. Þau hafa alltaf verið hrifin af þeim þáttum og þegar við sáum þetta var alveg pottþétt að þau þurftu að fá það =Þ Enda voru þau mjög ánægð með þessa gjöf...held ég...

Svo í gær átti auðvitað að vera hangikjöt og læti EEEENNNN af því að sumir þurftu að borða yfir sig af kökum og nammi var ákveðið að fresta þessu þangað til í dag. Ég var auðvitað ekki sátt þar sem ég var alveg að deyja úr hungri...(ekki það að mér finnst hangikjöt neitt sérstaklega gott...ég var bara viðbjóðslega svöng =Þ) en ég notaði þá daginn í það að gera ekki neitt nema horfa á 4 bíómyndir og 7 þætti af Family guy...góður dagur...

En hangikjötið var í dag...það var ágætt...svo er ég að fara að vinna á eftir...ehh...ekki alveg að nenna því. Mér finnst eins og það hafi verið í gær eða fyrradag þegar ég var síðast að vinna...en það var alveg á fimmtudaginn í síðustu viku...gegt langt síðan...

En ég held að það sé bara ekkert annað sem ég hef til að segja ykkur...

4 ummæli:

Ásrún sagði...

hell yeah það er sko alltaf góður dagur þegar maður getur horft á amk 4 bíómyndir ;)

Gleðileg jól
*knús*

Nafnlaus sagði...

Hey flott gjöf að gefa Rúnari alvöru hlustunnarpípu hverjum ætli hafi dottið það í hug... hummmmmmmmmmmm.............

MIA sagði...

GLEÐILEGT NÝTT ÁR OG TAKK FYRIR ÞAÐ GAMLA !!!

MIA sagði...

ég heimta blogg...