laugardagur, 23. febrúar 2008

AfmælisBÖRN

Jájájá...klukkan var ekki einusinni 7...ég má alveg gleyma að það eru fleiri sem eiga afmæli í dag...

En sem sagt, Jóhanna bestasta besta frænka í heiminum á afmæli í dag (örugglega orðin 25 hugsa ég =Þ hehe) og hann Vífill á líka afmæli í dag.

Ég vil óska Jóhönnu og Vífli til hamingju með daginn. Þótt að ég efast stórlega um að Vífill lesi bloggið mitt, eða viti yfir höfuð að það sé til, vil ég samt óska honum til hamingju með daginn hér, af því að þá er til sönnun fyrir því að ég gerði það.

Ég er kannski farin að bulla soldið mikið...en það er bara af því að ég er búin að vera á rúmlega 8 tíma vakt og búin að vera alveg á fullu í allan þann tíma.

Dagmar

Engin ummæli: