föstudagur, 18. apríl 2008

Ég á mér voða lítið líf þessa daga

Það er bara ekkert þess virði að blogga um í lífi mínu finnst mér.

Ég var reyndar að lana í dag...ef það væri hægt að kalla það að lana =Þ Það voru allir í Call og Duty (held ég að leikurinn heiti allavega) og ég prófaði leikinn...tveimur mínútum seinna var ég búin að deyja þrisvar og svo ákvað ég að ég nennti þessu ekki lengur, og ég fór bara að leika mér í einhverjum einföldum leikum sem voru í tölvunni =Þ En ég skemmti mér alveg vel =)

Svo eftir rúmlega klukkutíma var ég komin með nóg af Spongebob Squarepants leiknum mínum þannig að ég ákvað að kíkja í Kringluna og sjá hvort ég mundi ekki finna einhverjar buxur á mig af því að ég átti rúmlega 7.000kr eftir af gjafabréfunum sem ég fékk í útskriftar- og jólagjöf. Og auðvitað líka af því að það eru útsölur í Kringlunni =) Eftir nokkra mínútna leit fann ég mjög flottar gallabuxur með belti sem var ekki ljótt, og þær pössuðu á mig þannig að ég keypti þær. Ég fékk rúmleg þúsund króna afslátt fyrir þær, þannig að þær kostuðu tæplega 5.000kr sem mér fannst bara fínt verð fyrir þær =)
Svo þegar ég var búin að finna mér buxur var klukkan eitthvað um 20 mínútur í 5 og ég ákvað að kíkja aðeins á Sól, sem var að vinna í Betra Líf, og ég hafði ekkert betra að gera =Þ og ég var hjá henni alveg til 7 þegar hún var búin að vinna =) ekkert mjög leiðinlegur dagur hjá mér =Þ

Svo á morgun erum við nokkur að fara út að borða á Caruso til að halda uppá það að Anna María er búin í prófum =) Rosa gott hjá henni =) Ég trúi ekki að hún er að verða búin með fyrsta árið af háskóla!! Alveg ótrúlegt.

Ég er alveg að verða brjáluð á lætunum í íbúðinni fyrir ofan mig. Það er örugglega verið að gera íbúðina upp, og það er alltaf verið að bora og hamra og eitthvað svona sem gerir þvílík læti.

En jæja, ég held að ég ætli að kíkja í sturtu og eitthvað svoleiðis.
Dagmar

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er eins gott að það verði hætt að vinna í íbúðinni fyrir ofan okkur þegar ég kem heim :-)

hvernig var annars Caruso?

kv,
mamma