Já mér leiðist...ég hef voðalega lítið að gera. Ég er bara að bíða eftir að þvottavélin er búin, og þá tek ég úr henni og hengi upp allt, og set meira í hana og kveiki á henni aftur. Það verður hápunktur dags míns. Þangað til partýið allavega...
Þórhildur ætlar að halda afmælispartý í kvöld, í tilefni þess að verða orðin tvítug =) Ég vildi að ég væri tvítug =Þ en það gerist eftir tæplega 2 mánuði...eða 54 daga...það hljómar eins og það sé geðveikt langt þangað til =/
Það er annars voðalega lítið að frétta. Ég er alltaf að leita mér að annarri vinnu. Ég meika ekki að vera alltaf á kvöldvöktum...það er bara fáranlegt. Eeennn...það virðist engin vilja fá mig í vinnu =( Og það er voðalega leiðinlegt af því að ég get eiginlega ekki minnkað vinnuna í 10-11 fyrr en ég fæ aðra vinnu, eða er komin í skóla, og ég er ekki með aðra vinnu og skólinn byrjar ekki fyrr en í ágúst...og ég meika engan veginn að vera á kvöldvöktum á næstumþví hverjum einasta degi í fjóra mánuði í viðbót...
Jæja...þvottavélin er búin
Dagmar Ýr
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
piff ekki nema 2 mánuðir í þitt tvítugsafmæli ... það eru 3 í mitt...
Ég vildi líka að ég væri tvítugur
Skrifa ummæli