sunnudagur, 14. desember 2008

Hver er best?

Já vitiði...það mun vera ég...

Ég var að fá einkunnirnar mínar um daginn...

Ég ætla að byrja á lélegustu einkunninni...

Það var í verklegri fatagerð kvenna. Ég fékk 8. Og ég er ekkert að kvarta.

Svo var það verkleg fatagerð karla...ég fékk 9. Ó já.

Og ég var líka í sniðagerð karla...ég fékk líka 9 þar. Awesomeness :P

Og í bókfærslu...ég fékk 10...

Ég er svo góð í grunnteikningu að ég þurfti ekki að taka lokapróf...og ég fékk 10

Og síðast en ekki síst var það sniðagerð kvenna. Ég tótalí fékk 10 þar líka.

Og þar með hef ég fært ykkur rök fyrir því að ég er best. Ætlar einhver að mótmæla? Ég hélt ekki :P

Og bara til að bæta einhverju áhugaverðu við þennan póst (fyrir utan hvað ég er frábær þ.e.a.s.) þá hef ég aldrei áður á ÆVINNI fengið 10 sem lokaeinkunn. Og núna tók ég mig bara til og fékk ÞRJÁR TÍUR!!!!

Það er svo gaman hjá mér :D

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með frábærar einkunnir ;)
Kv. Sigþrúður

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta, glæsilegur árangur hjá þér.
kv.
Sigga

Nafnlaus sagði...

Góður árangur hjá þér ...greinilega vel gefin eins og frænka þín norðan heiða
Kossar og knús og TIL HAMINGJU

Nafnlaus sagði...

Ótrúlega flottar einkunnir hjá þér elskan mín.

kv,
mamma