þriðjudagur, 26. júní 2007

Alveg að fara að deyja

Mér líður allavega nógu illa til að halda það :( Það er alveg ömurlegt að vera veik. Ég ligg bara uppí rúmi að reyna að hugsa um eitthvað annað en hvað mér er illt í maganum...En þar sem Tinna og Rúnar Atli eru bæði búin að vera með ælupest er það víst komið að mér...og svo er pabbi líka eitthvað slappur og var komin heim úr vinnunni rétt eftir 8 í morgun út af veikindunum...

Ég ætla að segja ykkur veikindissöguna mína bara af því ég hef ekkert annað að gera. Þetta byrjaði aðeins á sunnudaginn þegar öll fjölskyldan hér fóru út fyrir bæinn að rúnta og sjá hvort pabbi gæti fundið eitthvað sniðugt til að taka myndir af fyrir námskeiðið sitt. En við vorum allavega búin að vera að keyra í nokkra klukkutíma og allt í einu fer mér að líða bara geðveikt illa. Þannig að ég læt pabba stoppa bílinn og ég fer út og er úti í nokkrar mínútur að jafna mig, og svo höldum við bara áfram að keyra. Eftir þennan 4 klst rúnt komum við heim og ég fer beint inní herbergi mitt að sækja sængina mína og sest svo í sófann til að kúra fyrir framan sjónvarpið. Ég skána eitthvað pínu og svo fer ég bara að sofa og hugsa að ég er bara búin í veikindunum og ég bara ekkert smá sátt við það. Svo á mánudaginn (í gær) vakna ég bara nokkuð hress og mér líður bara vel og allt gott með það, en svo rétt fyrir kvöldmat fer mér aftur að líða bara ömurlega. En ég fæ mér að borða og horfa á sjónvarpið, þótt að mér finnst það gegt ömurlegt af því ég er búin að sjá Grey's Anatomy þættina á Íslandi sem eru sýndir hérna núna. En allavega, ég ákvað að keyra út í sjoppu af því ég á ekkert kók (það er ekki hægt að vera illt í maganum ef það er ekki til kók :D híhí) og svo fara ég og pabbi að horfa á Proof, mynd með Anthony Hopkins og Gwyneth Paltrow og hún er bara alveg þokkalega góð. Svo líður mér betur eftir að fá mér kók og þá fæ ég mér pínu nammi eins og ég og Tinna erum komnar með æði fyrir (Nerds heitir það) og svo fara allir uppí rúm þannig að ég fæ loksins að ráða hvað er í sjónvarpinu, en svo enda ég ekki með að finna neitt þannig að ég held áfram að horfa á myndina sem pabbi byrjaði að horfa á...og ég man ekki alveg hvað hún heitir...en jæja skiptir ekki öllu máli. Svo sé ég að Deuce Bigalow: European Gigalo byrjar stutt eftir að hin myndin klárast og ég ákvað að horfa á hana. Enda er mjög langt síðan ég sá hana síðast...
Svo allt í einu fer ég bara að vera alveg sárþjáð og mig svimar og langar bara að deyja...þannig að ég reyna að harka þetta af mér í hálftíma eða eitthvað, en þetta bara versnar og versnar þannig að ég ákvað bara að fara að sofa. Jájá...Gangi mér vel með það...
Ég er komin uppí rúm um eitt leitið (sem er snemma fyrir mig á virkum dögum - ég sef alltaf út á virkum dögum og vakna snemma um helgar... =P pínu sérstakt...) og ég bara get ekki sofnað. Ég geri allt sem ég get hugsað mér til að láta fara betur um mig en ekkert virðist virka... þannig að ég sofa örugglega ekki fyrr en um 5 leitið, og svo vakna ég þegar allir hinir eru að vakna (um 6...) og ég sendi pabba sms um hvort hann geti komið með vatnsglas handa mér og hann gerir það, og ég næ að snúsa frá 7 til rétt eftir 8 þegar pabbi kemur heim og svo er ég bara búin að vera að reyna að hvíla mig síðan í rauninni. Nema auðvitað um 2 leitið þá gafst ég upp og náði bara í tölvuna og fór að msnast og soleiðis...gegt gaman

En svo ef einhver vildi vita eitthvað sem er ekki ömurlegt, þá er ég loksins komin með gardínur sem ná yfir allan gluggan og ekki bara helmingin af honum :D sem er bara frábært. Þær eru dökk rauðar og ég komst að því að það er mjög sérstakt þegar ljósið skín inní herbergið mitt í gegnum gardínurnar af því þá er allt rauðleitt =P

En ég ætla að láta þetta duga...ég nenni eiginlega ekki að skrifa neitt meira
Dagmar

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

æjj vorkenni... vona að þér batni:)

og til hamingju með gardínurnar þarf einmitt að fá mér nýjar.. kanski maður prófi rauðar? hljómar sexy...

Erlakisa sagði...

Láttu þér batna elskan *knús*

And yay for the sexy gardínur!

Nafnlaus sagði...

Æi elsku dúllan mín mikið er þetta leiðinlegt að heyra... Ég vona að þér batni sem fyrst. CYBER KNÚS frá Súgfirðingum

Dagmar Ýr sagði...

aww...takk allir :*

Nafnlaus sagði...

ekkert að þakka ástin ;)

María Dögg sagði...

hey ætla að prufa blogger líka