fimmtudagur, 28. júní 2007

Reykjavik???

Sumir ykkar vita kannski að ég er að fara yfirum út af löngun til að búa í Reykjavík...fleiri vinir þar...meira að gera á kvöldin...skólinn minn er þar...auðveldara að láta sér leiðast almennilega og fullt af fleiri góðum og gildum ástæðum :)

Ég varð þá MJÖG sátt þegar mér var sagt það að húsið okkar væri að fara á sölu í þessum mánuði, í staðin fyrir um ágúst eins og það var fyrst planað. Ég er búin að eyða miklum tíma í það að hugsa um hversu frábært það verður að búa í bænum og nákvæmlega hvað ég ætla að gera og fullt af svoleiðis smáatriðum, og þá er ekkert skrýtið að ég skyldi hafa verið með krosslagðar fingur um það að húsið mundi seljast eins og SKOT!!!!
Núna er eitthvað af fólki búið að skoða húsið og sumir meira að segja búnir að skoða tvisvar. Svo fékk ég þær fréttir í dag að það hefði verið gert tilboð í húsið :D
Það er nú ennþá auðvitað verið að ræða um þetta og hvort mamma og pabbi vilja taka þessu tilboði eða hvað, en ég er svo illilega að vona að þau annaðhvort taki því eða þá að einhver annar komi með tilboð fljótlega :D

Svo er þá næsta skref bara að finna íbúð í Reykjavík...

2 ummæli:

Erlakisa sagði...

Let us cross our fingers *cross*
Ég vil fá þig til Reykjavíkur >_>

Nafnlaus sagði...

krosslagðar tær, vona að þetta gangi... og ef að þetta gengur, vantar þig þá ekki rosalega svalann og skemtilegan leijanda (hvernig í ansdkotanum er þerra skrifað) ???

KV. Hugrún sundlaugavörður (sem ætlar að kaupa afmælisgjöfina þína í Tyrklandi (hvað langar þig annars í?))