fimmtudagur, 19. júlí 2007

Haha!!

Það virðist engin vilja horfa á myndina af kóngulónni sem er í síðasta bloggi *drepast úr hlátri*

Þannig að ég ákvað bara að blogga eitthvað núna svo fólk getur lesið bloggið án þess að drepast úr hræðslu eða eitthvað annað svoleiðis *tíhí*

Þá er bara spurning um hvað ég á að blogga...*humm kall*

Var ég ekki búin að blogga um það að ég er búin í félagsfræði áfanganum mínum? Mig minnir það alveg örugglega...

Þá þarf ég að finna eitthvað annað til að blogga um...

Það er ekki mikið sem mér dettur í hug að segja...Jú kannski eitt

Ég er að fara í bíó á eftir =D Arndís spurði pabba í gær hvort hann gæti spurt mig hvort mig langaði í bíó í dag að sjá Harry Potter 5. Og þar sem ég hef bara nákvæmlega ekkert annað að gera hljómar það bara mjög vel =D Og ég hlakka gegt mikið til. Það er alltaf gaman að gera eitthvað ekki með fjölskyldunni manns...Þótt að það er líka voða gaman er ágætt að fá smá tíma í burtu frá þeim. Ég er búin að vera ofaní þeim án þess að geta gert neitt með einhverjum öðrum í næstumþví 2 heila mánuði. Sem er soldið mikið. Þannig að ég er að hlakka til að fara í bíó gegt mikið á eftir =Þ

En jæja, þetta ætti að duga til að láta kónguló myndina ekki vera fremst á síðunni =D

Dagmar

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

:( Mér finnst þessi köngulóa mynd heavy töff

En hvernig fannst þér HP 5? *sek*

Dagmar Ýr sagði...

Hún var fín...ekki besta mynd sem ég hef séð en engan veginn lélegasta heldur =Þ