fimmtudagur, 12. júlí 2007

Klipping

Ég er rosalega flott núna =) Ég fór LOKSINS í klippingu í dag ;)
Ég fór nefnilega í bæinn í gær eftir að ég og mamma vorum búnar í ræktinni og ég var búin í sturtu og soleiðis og svo var ég að labba í Maerua Mall og fór framhjá HairCraft sem er hárgreiðslustofan sem við förum alltaf á. Ég var samt ekki með neina uppáhalds hárgreiðslukonu eins og allir aðrir í fjölskyldunni þannig að ég sagði bara við konuna í móttökunni að ég vildi bara fara til hvern sem er...
Svo mætti ég í dag og sá það að ég var að fara til konunnar sem ég hefði séð á staðnum og alltaf fundist hún vera soldið töff. Mikið meira rokkaraleg heldur en neinn annar sem var þarna. Þannig að ég var bara strax sátt =)
Svo sagði ég henni uþb hvað mig langaði í, og hún sagði ok og svo fór hún að klippa mig.
Ég var í alveg tvo heila tíma og 10 heilar mínútur í klippingu. Og litun reyndar líka.

Þegar ég sá hárið mitt varð ég svo ánægð að ég hélt ég var að fara að deyja úr ánægu... Hún sem klippti mig (sem mig langar að segja að heitir Natalia, en ég er ekki alveg viss...) virtist líka vera ánægð með að fá að klippa mig svona af því að hún sagði "I'm glad I got to do something different today" sem ég skildi þannig að hún var bara glöð að fá að klippa svona öðruvísi en venjulega =D

Allavega, svo er hérna mynd af mér...


og önnur...Jæja þá er bara allt komið hjá mér...
Dagmar Ýr

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þú lítur gegg vel út :D
gegg töff nýja hárgreiðslan

go Dagmar go Dagmar go Dagmar

víííííí

Dagmar Ýr sagði...

*electric shock*

takk =D

Nafnlaus sagði...

Wee þú ert svo sæt ^-^
Ég þarf að gera 'forgot password' dæmið... <<>>