laugardagur, 14. júlí 2007

Stuttur i dag...

Já ég ætla bara aðeins að láta fólk vita að ég dó ekki og brotnaði ekki eða neitt slíkt föstudaginn 13.
Hinsvegar gékk mér eitthvað voða illa að halda á hlutum og var alltaf að missa gaffla og skeiðar og tómatsósulok...en það er í lagi. Ekkert brotnaði =)

Svo er Rúnar Atli veikur =(
Hann er með rosalegan hita og læti og var að æla út um allt í gær... =/
Það er ekki gaman að vera svona. Svo reyndum við að kíkja á kaffihús áðan en það var ekkert að ganga neitt sérstaklega vel. Sem ég var pínu fúl út af...=/ ég fann svo góðan morgunmat að það er ekki einusinni fyndið...múslí, jógúrt og ávaxtasalat. Alveg klikkað gott =D en svo þurftum við að drífa okkur af því að Rúnari leið svo illa. En sem betur fer ældi hann ekkert á Mugg & Bean =)

Annars er lítið að frétta...hárið mitt er ennþá frábært =) ég er rosa dugleg að læra =)

Já, svo eftir bara akkúrat 14 daga (2 vikur) verður Þórdís nýkomin til Namibíu (hún væri samt væntanlega að leggja sig aðeins...) og svo færum við að gera eikkað gegt sniðugt =D

Já, svo er Doddi frændi að fara að koma í heimsókn til okkar á máudaginn og verður í 2-3 vikur eða eitthvað soleiðis. Sem þýðir að ég er að fara að flytja út í gestahús í dag =D og Þórdís djoinar mig þar þegar hún kemur =D

Ég hlakka svo til!!!!!!!!

Dagmar Ýr
(þetta var ekki alveg jafn stutt og ég hélt ;) en þið eruð vonandi ekkert ósátt með það...)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það gerðist ekkert slæmt við mig á föstudeginum 13. en hins vegar þá byrjaði dagurinn hjá mér í dag á að fá öngull af veiðstöng í gegnum hendina, Ég heilbriðgisstarfsmaðurinn skyndihjálpaði mig sjálf og náði öngluinum úr alein með augun full af tárum... mikið svakalega var það sárt.....