sunnudagur, 26. ágúst 2007

Finally!!!

Þá kemst ég loksins í tölvu!!! Ég er ekki búin að vera í neinu netsambandi síðan á þriðjudaginn áður en ég lagði af stað frá Namibíu sko!!!
Og núna er ég líka farsímalaus =/

Málið er að töskurnar okkar týndust þegar þær voru að fara frá London. Þær eru reyndar ekki TÝNDAR en þær komust ekki með mér og Þórdísi. Og við erum búnar að vera að bíða og bíða og bíða eftir þeim, en ekkert virtist ganga. Nema í gærkvöldi klukkan 11 kom ferðataskan sem við vildum báðar síst fá. Bara með nokkur föt og ekkert neitt mikilvægt (nema skóna mína =D híhí)

Þetta væri venjulega ekki það hræðilegt að nokkrar töskur komu ekki í nokkra daga, en af því að tölvuhleðslutækið mitt er í töskunni sem er ennþá í London, og líka farsímahleðslutækið mitt, þá er þetta soldið vesen. Tölvan er dauð, síminn er dauður. Ég á MJÖG takmörkuð föt núna (þið trúið ekki hvað það er erfitt að finna eitthvað til að fara í í skólann...), pennaveskið mitt er í ferðatöskunni...allt sem ég keypti mér úti er ekki komið. Bara ALLT!!!!!! Og svo er ég orðin pínu smeyk út af því að þetta er búið að taka svo rosalega langan tíma...=/ Þetta tekur venjulega ekki það langan tíma sko...En við vonum bara það besta...=Þ

Ég skrifa meira einhverntímann seinna, þegar ég kemst næst á netið =Þ
Dagmar Ýr, fatalausa

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er eitthvað lögmál um að töskurnar týnast alltaf i London:/