þriðjudagur, 28. ágúst 2007

zzzz...

Ég er alveg svakalega þreytt. Það er alveg ótrúlegt hvað það tekur mikið á að vakna kl 5.30 á morgnanna til að taka strætó í bæinn svo að maður komist í skólann...alveg ÓTRÚLEGT sko. Ég var alveg dauð næstumþví allan daginn af því að ég fór svo seint að sofa í gærkvöldi, en samt var ég komin uppí rúm fyrir miðnætti =o Þetta verður væntanlega mikið betra þegar ég er flutt. Þá er það ekki alveg svona langt í skólann =Þ

En skólinn er sem sagt byrjaður. Ég er búin að komast svo rosalega takmarkað á netið að ég er bara ekkert búin að geta bloggað neitt =o Alveg hræðilegt =Þ
En jæja. Ég er að taka 15 einingar þessa önn. Sem er nú mjög lítið miðað við venjulega, en þar sem ég á bara 15 einingar eftir í útskrift er ég bara að taka 15 einingar =Þ
Þessir 5 áfangar eru fjölmiðlafræði 103, landafræði 103, sálfræði 303, stærðfræði 313 og uppeldisfræði 103.
Mér líst bara mjög vel á flesta þessa áfanga, og kennarana líka, en það er auðvitað ekki alveg að marka þetta þegar ég hef mætt í svo fáa tíma =Þ
En ég vona að þetta heldur bara áfram að vera svona skemmtilegt =D

Svo erum við mamma alveg á fullu að pakka öllu draslinu okkar niður. Það er alveg klikkað hvað maður getur safnað að sér miklu rugli á bara 4 árum sko. En svona er þetta. Ég er búin að pakka niður flest öllu af dótinu mínu, nema bara það brothætta og bækurnar mínar. Ég kvíði pínu fyrir því að fara að setja allar bækurnar mínar í kassa af því að ég á svo ógeðslega margar =Þ En maður nær kannski að sortera þetta eitthvað pínu þegar maður er að þessu. Svo er hinsvegar líka mjög leiðinlegt að pakka niður öllu þessu brothættu. Dagblöð og svartir puttar og öllu sem því fylgir =Þ En það verður víst að gera þetta...

En jæja, þar sem það er engin sem vill tala við mig á msn hugsa ég að ég fari bara að pakka þessu niður =Þ
Bæjó í bili
Dagmar =)

Engin ummæli: