föstudagur, 31. ágúst 2007

Wonder Woman!!

Jæja, þá er komin tími á síðasta blogginu í þessum mánuði.

Það er ýmislegt búið að gerast síðan ég bloggaði síðast.

Ég er komin með gatið sem fullkomnar "snake bites"in mín. Ég fékk mér sem sagt gat vinstra megin í vörina og núna er ég með báðum megin og það kallast snake bites. =D Ég er ekkert smá ánægð með þetta sko. Mamma er ekki alveg sammála mér, en þar sem hún býr úti í Namibíu þarf hún ekkert að sjá þetta oft á ári =Þ
Mér er reyndar alveg ógeðslega illt í vörinni. Hún er öll bólgin og ógeðsleg, en þetta er þó minni bólga en síðast. Sem er bara gott =)

Svo erum við mamma búnar að pakka öllu í húsinu okkar og erum bara að bíða eftir morgundeginum til að geta flutt þetta allt í bæinn í nýja íbúðina okkar í Breiðholti =D

Ég er búin að taka skrifborðið mitt, skrifborðið hennar mömmu, rúmið hennar Tinnu, rúmið hans Rúnars Atla, rúmið hennar mömmu að hluta til og borðstofuborðið líka. Allt þetta var gert með voðalega litlu hjálp frá mömmu. Og svo datt skrifborðið hennar mömmu ofaná fótinn minn rétt áðan (og núna er hann bólginn og marinn <<>> og mér er klikkaðislega illt í honum) og það leið ekki yfir mig =Þ
Engin smá Wonder Woman ;)

En ég ætla að fara að hugga fótinn minn =(
Dagmar meidda ='(

1 ummæli:

Villi sagði...

Bíddu - hugga fótinn?

Látum okkur sjá, þú ert fædd 1988. Þ.a. 1998 varstu 10 ára og 2008, sem er á næsta ári verður þú tvítug.

Hugga fótinn??

Þinn elsku faðir...