Já mér er farið að ganga alveg hryllilega vel í skólanum =D
Ég var í landafræði prófi um daginn og þegar ég fékk út úr því var ég mjög ánægð með að sjá það að ég hafði fengið 9,2 =D alveg ógeðslega sátt við sjálfa mig skal ég segja ykkur =Þ
Svo var ég líka í stærðfræði prófi um daginn og ég fékk út úr því í gær og ég fékk alveg 9,25 í því =D ég er ekkert smá mikið að brillera í stærðfræði skal ég segja ykkur. Ég er búin að skila tveimur öðrum verkefnum og ég fékk 9 og 10 út úr þeim =D
Svo er ég með 8 í meðaltali í sálfræði og af því að ég er með 100% mætingu á ég ennþá séns á því að sleppa við lokapróf =) ég þarf bara að halda mætingunni yfir 90% og fara ekki neðar en 7 í meðaleinkunn yfir alltsaman =D og mér sýnist að mér gengur bara þokkalega í því =Þ
Ég var að komast að því að ég hafði fengið 8 í verkefni sem ég var að gera um daginn um leikskóla =D ég er alveg að deyja úr duglegheitum hérna.
Kennarinn í fjölmiðlafræði ákvað að gefa ekki einkunnir eins og venjulega heldur fær maður bara annaðhvort 0 eða 0,5 eða 1. Og ég er búin að fá tilbaka úr tveimur verkefnum og fékk 1 fyrir þau bæði. Sem er nokkurnveginn 10 =Þ
Sem þýðir það að ég er ekki búin að fá neina einustu einkunn undir 7,5 alla þessa önn =D sem þýðir það að mér hefur bara aldrei gengið jafn vel í skóla =D og það er alltaf gaman þegar síðasta önnin manns er þannig =Þ
Svo erum við alveg á fullu að ákveða allt fyrir dimmisjón og útskrift og soleiðis...og við erum loksins búin að ákveða búninga en ég ætla auðvitað ekki að segja það hér =Þ ég ætla meira að segja ekki að segja neinum sem er ekki að fara að útskrifast með mér um jólin frá FÁ. Fólk verður bara að mæta í dimmisjón og sjá hversu ógeðslega frábær ég verð =Þ
Mér dettur ekkert mikið annað í hug til að segja þannig að ég er bara að pæla að láta þetta duga í bili =)
Ég heyri í ykkur einhverntímann =Þ
Dagmar duglega =D
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
veivei, til lukku með allan þennan árangur, bara snilld!! Gó þú indeed
Vildi að ég gæti sagt það sama... hef fengið 3 í sögu og 6 í sál en hef að vísu fengið tvær 10ur í uppeldisfræði svo það er alveg að gera sig ;)
go dagmar! go dagmar! go go go dagmar!
Skrifa ummæli