þriðjudagur, 11. desember 2007

Ýmislegt mismikilvægt

Jæja...mér datt í hug að það er kannski kominn tími á pínu blogg...

Það er geðveikt mikið búið að gerast síðan ég bloggaði síðast...enda búið að líða smá tími síðan...=Þ en ég ætla að reyna að taka mig á núna =)

Það var sem sagt Dimmisjón hjá mér 23. nóvember og það var geggjað gaman. Pínu klúður yfir daginn, en ekkert sem var ósigranlegt =D
En það var ekkert mjög mikið fréttnæmt af þeim degi...

Hvað meira?

Já...prófin auðvitað löngu byrjuð, ég er meira að segja næstumþví búin =) Bara eitt próf eftir og það er á morgun =D
Ég er búin í fjölmiðlafræði, uppeldisfræði og landafræði. Ég held (og vona) að mér hafi gengið vel á þeim öllum =) það er allavega ekki ennþá búið að koma neitt sem ég veit alls ekki hvað svarið er. Og það er auðvitað mjög gott =)
Og það er sem sagt bara stærðfræði eftir.
Bíddu...núna eru einhverjir alveg "en var hún ekki í 5 áföngum?" og jújú, mikið rétt, ég var í 5. En...af því að ég var með 8,4 í meðaltal í sálfræði og 100% raunmætingu, fæ ég að sleppa við lokapróf. Ég lækka hinsvegar niður í 8, af því að ég var bara með 8,4...=/ ef ég fengi 0,1 meira, væri ég með 9 í staðin fyrir 8. Ekkert smá fúlt. En það verður bara að hafa það. Ég meina, 8 er ekkert léleg einkunn =D

Svo er ég búin að vera að vinna eins og brjálæðingur núna...Ég á bara að vera að vinna aðrahvora helgi og 2 daga í viku, eins og fólk ætti að vita...en af því að allir eru að hætta eða í útlöndum, var ég búin að vinna 30klst á 4 dögum um daginn...og ég átti bara að vera að vinna í 6 af þessum 30...sem er kannski ábending um það er ég er búin að vera að vinna geggjað mikið.
Svo er endalaust verið að hrósa mér í vinnunni. Mér finnst það alveg geðveikt. Dagmar verslunarstjóri sagði við mig um daginn að hún heldur að ég sé besti vaktstjórinn sem hún er með. Ekki út af öllum aukavöktunum sem ég er að taka, heldur af því að ég er svo fljót að læra...sem er víst alveg satt. Ég er búin að vinna þarna í rétt rúmlega mánuð og það er eiginlega ekki neitt sem ég veit ekki. Það er örugglega eitthvað, en ekkert sem hefur komið uppá ennþá =) Ég er bara mjög ánægð í vinnunni, og er gegt að vona að ég geti fengið að vera í fullu starfi þarna eftir áramót og safnað mér pening fyrir bíl =D

Svo er eitt annað í fréttum. Ég er orðin svo ógeðslega þreytt á umgengni heima hjá mér að ég hef ákveðið að það verður ekkert haldið partý eða hitting eða teboð eða neitt, þangað til fólk fer að sýna smá ábyrgð og þroska og fara að taka til eftir sig. Ég nenni engan veginn að vera að vaða í skítugum glösum, tómum bjórdósum og almennu rusli alla daga eftir að fólk kemur í heimsókn.
Þetta er bara fáranlegt. Þannig að...fólk verður annaðhvort að sanna sig eða finna annan stað til að hittast um helgar.

Og þá held ég að þetta sé bara komið hjá mér
Ég heyri í ykkur
Dagmar

2 ummæli:

Villi sagði...

?? Bíddu nú við?? Eru stanslaus partý þarna í Æsufellinu?

... spyr áhyggjufullur faðir og íbúðareigandi...

Dagmar Ýr sagði...

Nei nei...það er bara alltaf fólk í heimsókn að drasla út... =/