fimmtudagur, 20. desember 2007

Snillingurinn ég =)

Já það er satt. Ég er snillingur. Og ekki svona kaldhæðnislega eins og flestir segja alltaf =Þ

Sem sagt, ÉG NÁÐI ÖLLUM PRÓFUNUM!!!!!!!!!

Ég fékk...

9 í fjölmiðlafræði
9 í uppeldisfræði
8 í sálfræði
8 í landafræði
8 í stærðfræði

=D

Ekkert smá flott hjá mér, if I do say so myself =)

Samt pínu fyndið að ég hafi fengið 9 í báðum áföngunum sem ég þoldi minnst =Þ en mér fannst ég greinilega þurfa að læra meira fyrir bæði prófin af því að mér fannst tímarnir svo leiðinlegir =Þ

En þetta er pottþétt önnin sem mér hafi gengið best á af öllum önnunum sem ég hef nokkurntímann verið í skóla. Það er auðvitað bara gaman að hafa síðustu önnina sína besta =) það eru ekki allir sem geta sagt það =)

Svo er bara útskriftin á morgun =) Ég er búin að sækja húfuna mína og kaupa föt og kápu. Ég er búin að fara á æfingu í Háskólabíói og það er búið að bjóða rúmlega þrjátíu manns í veislu heima. Foreldrar mínir líta á útskriftina mína sem afsökun til að bjóða ÖLLUM í heimsókn... og sumt af þessu fólki hef ég voðalega sjaldan hitt og mundi mjög líklega ekki þekkja ef ég mundi sjá þau í Kringlunni eða eitthvað =Þ en það er bara gaman að fá fjölskyldu og vini í heimsókn. Sérstaklega ef þau koma með gjafir handa mér *híhíhí*
Svo verður geggjað góður matur líka að sjálfsögðu. Samt mikið af þessu sem ég borða eiginlega ekki og finnst meira að segja frekar vont =/ en ég er allavega búin að heimta að það verði eitthvað geggjað gott sem ég get borðað líka. Annars væri þetta bara glatað...en það verður það ekki =)

Svo förum við fjölskyldan út að borða á laugardaginn á einhvern fínan stað...það eru samt ennþá smá deilur um hvert á að fara...mér finnst að ég ætti að fá að ráða, og þar sem mig langar í steik vil ég fara á Argentínu, en mamma er ekki alveg sátt við það...hún er ekki viss um að hana langi í steik...=/ en ég á ennþá eftir að tuða aðeins meira um þetta =Þ

En jæja...ég þarf víst að fara að halda áfram að taka til í herberginu mínu svo það er pláss fyrir tæplega 40 manns í veislunni á morgun. Herbergið mitt þarf að vera notað sem aukastofu eða eitthvað...þarf allavega að vera mjög flott. Sem ég skil svo sem fullkomlega. Ég vil eiginlega ekki að fólk sjái herbergið mitt ef það er ógeðslegt =Þ það er ekkert gaman...

En já, ég blogga næst þegar ég er orðin STÚDENT!!!!!!

Engin ummæli: