laugardagur, 2. febrúar 2008

Kertastjakar og túlipanar

Eins og allir hérna ættu að vita, útskrifaðist ég 21. des. 2007 og fékk fullt af æðislegum gjöfum frá fullt af vinum og ættingjum, en gjöfin sem Doddi, Pia og krakkarnir þeirra út í Svíþjóð gáfu mér var send í pósti stutt eftir jól þannig að ég fékk hana eftir að mamma og pabbi fóru aftur út. Og auðvitað varð mamma alveg sjúklega forvitin um hvað ég fékk þannig að ég ákvað að skella einni mynd af kertastjökunum sem þau gáfu mér á bloggið svo þau gátu séð...og allir hinir sem lesa bloggið mitt auðvitað =Þ



Eins og þið sjáið þá eru þetta alveg klikkaðislega flottir kertastjakar...simple, yet elegant eins og ég sagði þegar ég sá þá fyrst =)

Og ég vill þakka Dodda og Piu og krökkunum þeirra fyrir þessa yndislegu útskriftargjöf =)

Svo um daginn var ég eitthvað down og leið eitthvað illa. Ég var samt ekkert að auglýsa það þannig að ég veit að vinirnir mínir hefðu væntanlega ekki geta gert neitt í því, af því að ég sagði þeim það ekki. En, Þórhildur kom í vinnuna til mín með Önnu Maríu og þær komu með gjöf handa mér ^^



Það var svo krúttlegt af þeim að ég fór næstumþví að gráta =Þ

Allavega, ég ætla að láta þetta duga núna, af því að ég er að fara að gera hluti með vinum mínum =)
Dagmar Ýr

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er yndislegt að eiga góða vini :-)

Kertastjakarnir eru rosalega flottir.

kv,
mamma