sunnudagur, 3. febrúar 2008

Twister

Það var sko stuð um helgina. Ég ákvað að ég var þokkalega sátt við umgengi fólks hérna heima hjá mér þannig ég ákvað að fólk mætti svo sem alveg koma í heimsókn og gera eitthvað skemmtilegt. Það þurftir samt að byrja á undan mér af því að ég var sú eina sem gat tekið kvöldvaktina á föstudeginum, þannig að ég var ekki komin heim fyrr en rúmlega 11. Sem betur fer kom Vífill að sækja mig, af því að ég var engan veginn að nenna að vera hálftíma í strætó.

Allavega...Þegar ég kom fór ég að skipta um föt og þá var falleg sjón í sófanum mínum...

sem sagt fólk að leiðast...tss...það þurfti þá að redda því...

Og þess vegna var stungið upp á því að fara í Twister...það er samt óþarfi að rifja upp hver átti þá stórkostlegu hugmynd...

Ég verð samt að viðurkenna það að ég hef sjaldan skemmt mér jafn vel og að horfa á annað fólk half drepa hvort annað í þessum leik =Þ

Eins og sést á öllum þessum stórskemmtilegum myndum =)

Alveg snilld...
Sérstaklega þegar það kom ísmoli út úr frystinum alveg sjálfur og hoppaði eftir gólfinu beint í nærbuxurnar hans Vífils *haha* og það var alveg engum að kenna. Síst af öllum mér *sjáiði geislabauginn?*

Svo daginn eftir kom fólk aftur í heimsókn...

Bjössi hefur verið mikið að pæla í hvað hann er að borða undanfarið...og er kominn í átak núna. Þótt að það sést ekki á næstu mynd...

Hann var greinilega búinn að borða svo lítið undanfarið að hann bara missti sig þegar hann fékk loksins einhvern mat =Þ

Og hver haldiði hafi mætt í partýið? Bara manneskja sem lítur ALVEG ÚT EINS OG LINDSAY LOHAN!!!!!

Það er ótrúlegt hvað getur gerst þegar maður þekkir fólk =Þ

Og svo eftir þetta vildi Erla fara í Twister...þannig að við þurftum að fara aftur í Twister...og ég þurfti svo að snúa þegar hún og Bjössi voru að spila saman...og ég svindlaði kannski pínu =Þ Ég lét hann fá mjög mikið af erfiðum pósum *híhí*

*evil laugh*

Og svo var hann alveg búinn á því þegar þetta var búið...

Greyið...en kannski var þetta stoltið sem var marið eftir að hafa tapað svo mikið í Twister...

Svo ætla ég að bæta við smá lokaorðum og segja að ég er mjög sátt við umgengnið um helgina og þakka öllum sem sáu sér fært um að mæta að henda öllu í viðeigandi ruslatunnu...

Engin ummæli: