sunnudagur, 27. apríl 2008

Alltaf úti að borða

Eins og ég sagði í síðasta bloggi, ætluðum við að fara út að borða á Caruso á laugardaginn í síðustu viku, sem við gerðum, og það var alveg geðveikt skemmtilegt. Það var reyndar soldið fúlt að ekki allir komust, en það var geggjað að hitta þá sem komu sem ég hafði ekki talað við í soldin tíma =)
Svo var maturinn líka alveg frábær. Og hann var ekki jafn dýr og maður bjóst við. Sem er bara gott =)

Svo eftir matinn kíktum við aðeins niður í bæ, en samt ekkert voðalega lengi. Svo fóru sum okkar heim til Þórdísar og vorum alveg heillengi að spjalla saman. Sem betur fer hafði Óli spurt mig nokkrum dögum fyrr hvort ég vildi ekki skipta einni vakt við hann. Þannig að ég þurfti ekki að vinna á sunnudaginn =) Og það er alltaf gott. En ég var hinsvegar að vinna í gær. Sem var ekki alveg jafn gott. Ég fékk þó borgað fyrir að leiðast...

Svo var árshátíðin hjá 10-11 á miðvikudaginn. Það var alveg geðveikt stuð. Jónsi í svörtum fötum var að reyna að skemmta okkur, og honum tókst það bara nokkuð vel =) og í þau skipti sem það gekk ekki nógu vel, fækkaði hann fötum *haha*
Maturinn þarna var æðislegur, sérstaklega kartöflurnar og grænmetið.
Svo var einn af kokkunum að reyna við mig, og það var bara gaman =Þ

Talandi um að það sé reynt við mig... Ég lenti í einu svakalega fyndnu í vinnunni í gær. Klukkan var eitthvað rúmlega 10 um kvöldið, og ég að bíða spennt eftir því að komast heim, þegar einhver útlendingur kemur inní búðina. Það fyrsta sem hann gerir þegar hann sér mig er að blikka mig. Svo fer hann að sækja eitthvað sem hann ætlaði að kaupa, og spyr mig svo hvort hann eigi að koma með smá viskí handa mér...ég segi nú nei takk, og hann fer eitthvað að tala um hvað það hlýtur að vera einmanna að vinna svona einn á kvöldin og eitthvað...svo spyr hann mig hvað ég ætla að gera eftir vinnu. Og ég segi honum að ég ætli bara líklegast heim...kannski færi ég heim að skipta um föt og kíkja einhvert annað, en líklega ekki. Og þá spurði hann mig hvort ég væri að fara í orgýju... Mér datt ekkert annað í hug að segja heldur en nei, en mér fannst þetta svo ógeðslega fyndið að ég átti erfitt með að drepast ekki úr hlátri þegar hann var farinn =Þ

En núna held ég að ég hafi ekkert annað að segja, þannig að ég ætla að skella mér í sturtu og reyna svo að finna eitthvað skemmtilegt að gera =)

Dagmar

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er bara ekki í lagi með sumt fólk, það er soldið krípí að lesa um þennan mann sem kom að versla þarna um kvöldið - úff.

En gaman að heyra að árshátíðin hafi heppnast vel.

Kv,
mamma