mánudagur, 26. maí 2008

Er verið að grínast í manni?

Sumir eiga bara ekki að fá að vera í vinnu. Ég hef áður tuðað um svona vesen á fólki í vinnu, en þetta fór bara alveg með mig í gær.

Ég var sem sagt á dagvaktir um helgina, eins og venjulega, og þá á einhver að koma klukkan 4 og taka við af mér. Á laugardaginn var strákurinn sem átti að koma klukkutíma seinn, út af smá misskilningi, en hann er alltaf seinn. Svo í gær var hann líka seinn. Ég hringdi í hann 10 mínútur yfir 4 og hann eiginlega skellti á mig, og svo korter í 5 hringir Óli í mig og sagði mér að Axel (seini gaurinn) hafi sagt við hann að hann meikaði ekki að vera að vinna þessa helgi af því að hann vildi fá frí en það gekk ekki. Ég var svo reið þegar mér var sagt þetta, að það var alveg ótrúlegt. Eins og ég sagði, þá eiga sumir ekki að fá að vera í vinnu. Ekki ef þeir ætla að haga sér svona og fara í fýlu ef það sem hann vill getur ekki verið gert.

Ég meina, ég vildi fá að vera á dagvöktum núna, en það gekk ekki, en ekki er ég í brjálaðri fýlu og bara neita að mæta út af því.

En talandi um allt annað, þá á mamma afmæli í dag. Ég var rosalega góð og gaf henni snilldar afmælisgjöf =) En hún getur skrifað um það á sinni eigin bloggsíðu, ef hún mun nokkurntímann nenna því =Þ

Jæja, það er ekkert annað sem mér finnst mikilvægt að segja ykkur í bili...
Nema kannski að ég á afmæli eftir 9 daga =D

Dagmar Ýr

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ástarþakkir fyrir yndislegar gjafir :-)

Hlakka til eftir níu daga - he he

kv,
mamma