miðvikudagur, 4. júní 2008

Afmæli!!!

Já ég á afmæli í dag. Ég er loksins orðin tvítug =D

Ég er búin að gera ýmislegt í dag...ég byrjaði að sjálfsögðu á því að opna pakkana mína =D Ég fékk síma frá mömmu og pabba, iTrip frá Tinnu og púsl frá Rúnari Atla.

Svo kom Sól að sækja mig, og við fórum í ríkið í Smáralindinni =D Ég var beðin um skilríki og strákurinn sem afgreiddi mig óskaði mér til hamingju með afmælið =D

Ég fékk líka afmælisgjöfina mína frá henni og Vífli. Geðveikt krúttlegir skór og hálsmen með höfrungi =Þ

Svo kíktum við í Kringluna og ég keypti mér sokka og sokkabuxur...svo þurfti Vífill að fara að versla sér eitthvað mótorhjóladót þannig að við tvær fórum með honum og okkur leiddist bara pínu =Þ

Svo fór ég heim að hitta nýja símann minn sem þurfti að vera skilinn eftir í hleðslu þegar ég var að versla og svo las ég Cosmo og Rúnar Atli hringdi í mig =D

Og þá var kominn tími til að fara á Argentínu með mömmu. Það var æðislegt. Maturinn var snilld, þjónustan frábær og staðurinn geðveikt kósí. Ég hef ekkert nema góða hluti að segja um þann stað =D

Svo þegar við erum að labba út úr staðnum fatta ég að ég fékk enga afmælisköku...=/

Þannig að ég og mamma skruppum í 10-11 á Barónstígnum og redduðum því =ÞSvo er bara að bíða eftir að vinir mínir fara með mig út að borða á föstudaginn =D

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að þú áttir góðan afmælisdag elskan.

kv,
mamma

Unknown sagði...

Hæ hó og aftur til hamingju með afmælið í gær þú færð afmælisgjöfina þína um leið og ég kem frá Norge;) ég næ því miður ekkert að heyra í þér þar sem ég verð í útilegu með öllu fólkinu einhverstaðar upp á fjalli í steikjandi hita... get ekki sagt með góðri samvisku að mig hlakki til þess:( en ég heyri svo bara í þér eftir helgi;)