þriðjudagur, 3. júní 2008

Dagvakt

Það muna kannski sumir að fyrr á árinu var ég alveg sjúk í að fá dagvaktir á meðan aðstoðarverslunarstjórinn var í sumarfrí. Þetta er einmitt sami tíminn og mamma er á landinu, og það er mikið skemmtilegara að vera að vinna á daginn svo ég og mamma gætum gert eitthvað skemmtilegt saman á kvöld. Kíkt í heimsóknir, horft á bíómyndir, farið út að borða...eða bara legið í leti saman =)
En allavega, verslunarstjórinn vildi engan veginn leyfa mér að vinna á dagvöktum af því að ég er "eini almennilegi vaktstjórinn á kvöldin" sem gerir þetta mál bæði rosalega gott, og rosalegt slæmt. En hann hugsaði aðeins meira um þetta, og ákvað að leyfa mér að vera á dagvakt tvisvar. 3. júní og 10. júní.

Og þar sem það er 3. júní í dag, var ég á dagvakt í morgun =D
Ég byrjaði reyndar alveg rosalega illa...ég svaf yfir mig...ég ætlaði ekki að trúa því. En ég var ótrúlega snögg að klæða mig og mála mig og gera allt þetta sem maður þarf að gera áður en maður fer í vinnuna, og ég var mætt korteri eða tuttugu mín yfir 8 sem er ekki alveg hræðilegt =Þ
En það var ógeðslega gaman. Ég er mjög sátt við að hafa verið á dagvakt. Núna langar mig aldrei aftur að fara á kvöldvakt =Þ En það bíður kvöldvakt eftir mér á fimmtudaginn =(

Svo er ég í fríi á morgun =D Af hverju ætli það sé??? =Þ
Það er nú að sjálfsögðu svo ég komist í ríkið =Þ Og ég er að fara að gera það af því að ég verð tvítug á morgun!!!!!! Ég hlakka alveg óeðlilega mikið til. Ég er búin að bíða eftir þessum degi (4. júní 2008) síðan ég var 16 ára. Ég er ekki að grínast. Vonandi stenst þessi dagur væntingar mínar =Þ

En jæja, ég hef svo sem ekkert merkilegt að segja eins og er...þannig að ég ætla að fara að taka til í herberginu mínu...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn á morgun.
Kv. Sigþrúður

Litið blogg úr villta vestrinu sagði...

Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli hún Dagmar Ýr
Hún er TVÍTUG í dag

HÚRRA HÚRRA HÚRRA HÚRRRRRAAAAAAA

Nafnlaus sagði...

Fyrsta dagvaktin og sefur yfir sig!!!!!!!!!

kv,
mamma

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með 20 árin elsku Dagmar. Vonandi var dagurinn eins og væntingarnar gerðu ráð fyrir.
kv.
Sigga