mánudagur, 23. júní 2008

Vöðvabólga dauðans :(

Um daginn fékk ég allt í einu versta vöðvabólgu sem ég hef á ævinni fengið. En samt bara í vinstri öxlinni. Ég átti soldið erfitt með að halda á glasi meira að segja um kvöldið. En eftir kvöldmat lagaðist þetta bara smátt og smátt og það var alveg frábært. Nema hvað... rétt rúmlega 1 um nóttina vakna ég við þvílíkan sársauka í öxlinni vinstra megin. Ég hélt ég væri að fara að drepast, þetta var svo vont. Ég gat auðvitað ekkert sofið fyrir þessu, þannig að ég engdist bara um af sársauka í tvo og hálfan tíma áður en ég ákvað að fara fram, ná í vatn, verkjatöflur, klaka í poka og bók. Svo les ég þangað til klukkan er næstumþví 8 um morguninn þegar ég ákvað að ég gæti örugglega sofnað eitthvað. Og ég næ að sofa til hálf 12 þegar mamma vakti mig og rak mig frammúr :P

Daginn eftir var ég ágæt en samt frekar illt þannig að pabbi lét mig fá einhver vöðvaslakandi lyf og þau virðist hafa virkað bara mjög vel, af því að ég ekki að drepast lengur, þótt að ég finni ennþá pínu til stundum :P

Það er ekkert frásögufærandi af ferðalaginu mínu ennþá. Ég er bara búin að vera heima og horfa á myndir með Rúnari Atla og kíkja í búðir (ég er reyndar bara búin að gera það tvisvar eða eitthvað) og leika með Rúnar Atla :P
Á morgun ætlum við að fara í Okapuka í game drive. Ég er búin að fara þangað þó nokkuð oft, en það er alltaf séns að maður sjái eitthvað nýtt, þannig að maður fer alltaf þegar maður fær tækifæri :P

Svo gleymdi ég að nefna að Doddi og Emil, frændur mínir frá Svíþjóð, komu hingað í heimsókn daginn eftir að ég og mamma lentum, og þeir verða eitthvað aðeins styttra en ég.

Jæja, Doddi er eitthvað að tuða um að ég fari að poppa fyrir hann, og fyrst að ég er svo vel uppalin, get ég ekki sagt nei þegar gamalt fólk biður mig um að gera eitthvað fyrir sig :P

Engin ummæli: