þriðjudagur, 24. júní 2008

Okapuka

Það var ákveðið að kíkja í Okapuka í dag, eftir hádegi, eins og ég skrifaði aðeins um í síðasta bloggi. Ég gerði mig tilbúna með því að vera í buxum (ég hef eiginlega bara verið í pilsum síðan ég kom út núna - þótt að það er mjög kallt) og finna hattinn minn og sólgleraugu.

Svo þegar við vorum að fara að leggja af stað tek ég eftir að það er verið að stela frábærlega töff útlitinu mínu :O

Þá hefur hann Emil Andri rænt hattinum og sólgleraugunum til að reyna að vera töff eins og ég. En, eins og sést, tekst það ekki alveg eins vel og hann var augljóslega að vona :P

Við komum soldið fyrr en planið var í Okapuka, þannig að það var farið beinustu leið á barinn...

Það fengu sér allir kók, nema Doddi. Hann fékk sér bjór...klukkan var rétt rúmlega 2 eftir hádegi...

Svo sátum við bara í geðveikt flottum stólum að horfa á fullt af vörtusvínum að leika sér og borða gras á meðan við vorum að drekka kókið okkar, og Rúnar Atli var endalaust að benda okkur á eitthvað...

...í sænska hattinum sínum sem Emil og Doddi gáfu honum

Rúnar Atli vildi endilega að ég tók mynd af "Tomma togvagni" sem var fyrir utan, og hér er sú mynd...

Ég er ekki alveg viss um hvað þetta er, eða af hverju þetta er þarna, þannig að ég ætla ekkert að eyða neinum tíma í að tala um það :P

Svo var loksins komið að því að fara í bílinn og fara í bíltúr í kringum garðinn að finna fullt af dýrum...

Þetta eru geðveikt flottir bílar, þótt að maður er stundum pínu hræddur um að detta út þegar bílstjórinn tekur beygjur hraðar en maður hefði kannski gert sjálfur :P

Mjög fljótlega eftir að við lögðum af stað sáum við fyrsta dýrið dagsins.

Þetta er sable antilópa

Svo sáum við nashyrninga...


Og fleiri nashyrninga sem fóru að rífast um hver fengi að borða "nammið" sem bílstjórinn helti á jörðina fyrir þá...


Og það voru gíraffar að drekka...


Og það er geðveikt fyndið að sjá gíraffa standa aftur upp :P maður verður alltaf jafn glaður að maður þarf ekki að standa í svona miklu veseni bara til að fá sér smá vatn að drekka :P


Og það var nóg að vörtusvínum...


Það lá við að við misstum algjörlega af einum krókódílnum sem var í felum í grasi...en við sáum hann :)


Það var ekki mjög erfitt að sjá hinn krókódílinn, enda tók hann alveg hálfan veginn...og það var pínu vesen að komast framhjá honum...en að lokum tókst það :)


Svo var eiginlega ekkert annað merkilegt að sjá, þótt að við sáum fullt af springbokum, oryx og einhver önnur dýr, en myndavélin mín var eitthvað að stríða mér, og hún neitaði stundum að taka myndir af neinu. Sem er ekkert smá leiðinlegt. Hún var ekki batteríslaus eða neitt :(

En allavega, þegar bíltúrinn var búinn fórum við beinustu leið AFTUR á barinn, en í þetta sinn keyptum við bara vatn af því að Rúnar Atli var alveg að skrælna, og þá sáum við fullt af fleiri vörtusvínum...og þau voru ekkert að hlaupa í burtu þegar maður kom nálægt þeim...


Það gerðist eiginlega ekkert annað frásögufærandi í dag, nema það að við fórum út að borða á Spur til að halda upp á það að ég komst inní Háskóla Íslands!! Ég verð reyndar að segja það að ég bjóst ekki við öðru, en það er samt alltaf skemmtilegt að fá svona fréttir, og fá að halda upp á það :D
Ég fékk mér svínarif sem voru geðveikt góð. Og bjór sem var alveg jafn góður. Og ís sem var æðislegur. Og það besta við ísinn var það að það var ekki karamella nálægt honum :D ef ég hefði fengið svona á Íslandi, hefði þetta væntanlega verið karamellusósa með smá ís...sem er bara ógeðslegt.

En jæja, ég held að þetta er nóg í dag...ég læt heyra í mér fljótlega :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

GAAARRRGGGG gíraffarnir eru ÆÐI ekkert smá fyndið að sjá þá með útglennta fætur að drekka hahhahahaha u totally made my day darling