mánudagur, 7. júlí 2008

Komin heim aftur :)

Ég kom samt reyndar í gær :P

Það var rosalega gaman í Omaruru. Við vorum einu gestirnir á staðnum, þannig að við fengum alveg mjög góða þjónustu. Við vorum svo nálægt dýrunum á vatnsbólinu að það var alveg bara ótrúlegt. Ég er reyndar ekki með myndirnar hérna, en ég ætla að setja einhverjar inn bráðum. Ég bara nenni ekki að fara úr hitanum í stofunni að sækja myndavélina og snúruna og vesenast eitthvað geðveikt :P

Það var líka rosalega gaman í Swakopmund, þótt að ég var engan vegin nógu ánægð með hótelherbergið. Það var eiginlega bara fáranlegt. Ég er alveg á því að fara aldrei aftur á þennan stað. Fólkið var reyndar mjög fínt, en það fannst mér ekki vera nóg.

Við fórum á sædýrasafnið, kristalasafnið, á fjórhjól (ég passaði reyndar Rúnar Atla á meðan allir aðrir voru á fjórhjólum) og við fórum út að borða og eitthvað svoleiðis skemmtilegt :)

Jæja, það er rosalega skemmtilegur þáttur í sjónvarpinu og ég get ekki einbeitt mér nógu mikið þegar ég er að blogga :P

Engin ummæli: