miðvikudagur, 2. júlí 2008

Veikindi :(

Allt í einu, í gær, varð ég bara veik. Komin með ælupest og læti. Ekkert smá leiðinlegt. Sérstaklega af því að ég, mamma, Doddi og Emil erum að fara til Omaruru á morgun. Ég er ennþá eitthvað slöpp, og ekki alveg að þora að borða neitt sérstaklega mikið, en ég neita að missa af ferðinni til Omaruru. Ég hef einusinni farið þangað, en gisti ekki. Þetta var geðveik snilld. Við gátum klappað nashyrningi og oryx og einhver önnur dýr. Svo eru gamedrive-in víst alveg frábær. Við fjögur gistum þar eina nótt, og förum svo beint á ströndina til Swakopmund, og pabbi, Tinna og Rúnar Atli hittum okkur þar á föstudeginum. Ég hlakka alveg slatta mikið til :)

Jæja, ég nenni þessu ekki...

Engin ummæli: