miðvikudagur, 18. júlí 2007

Ferðaplön..

Við höfum verið að plana alveg svakalega mikið af ferðum núna undanfarna daga. Það er nú mest út af því að Þórdís er að koma eftir 10 daga og við þurfum auðvitað að gera eitthvað ógeðslega skemmtilegt =D það er ekki hægt að hanga í Windhoek í um þrjár vikur að gera ekkert nema versla =Þ
Það hefur reyndar verið pínu vesen að finna gistingu af því að það virðist vera alveg ótrúlega mikið meiri aðsókn til Namibíu og okkur var sagt það að ÖLL hótel og allt svoleiðis væri bara algjörlega upppantað alveg út ágúst. Ég fékk ekkert smá fyrir hjartað þegar ég heyrði þetta af því að við vorum ekki búin að panta neitt og við þurftum að redda gistingu svo við gætum gert eitthvað. Það væri alveg geðveikt fúlt ef Þórdís kæmi og svo bara, nei því miður, það er ekkert hægt að fá neina gistingu...=/
En sem betur fer reddaðist þetta allt eftir að ég og pabbi vorum að brainstorma og fundum upp á Plan B og Plan C (aðallega af því að það var ekki hægt að fá gistingu í Etosha) svo töluðum við um þetta og ég ákvað að Plan C væri mikið betri en Plan B þannig að það var strax í dag farið að hringja og panta og þetta gekk víst allt bara mjög vel, og núna erum við með þetta bara pottþétt held ég =D

Það sem gerist er það að á laugardaginn 11. ágúst förum ég, Þórdís, pabbi, mamma, Rúnar Atli og hugsanlega Tinna líka niðrá strönd og erum þar í eina nótt, svo förum ég, Þórdís og pabbi norður og gistum einhversstaðar í einhverju lodge einhversstaðar og svo förum við ennþá meira norður og þar ætlum við að fara að hitta Himba ættbálk. Pabbi þarf nefnilega að fara á fund eða eitthvað þannig að við erum bara að nýta þetta líka =Þ Svo vöknum við eldsnemma á laugardeginum eftir allt þetta og keyrum í gegnum Etosha og svo heim. Þetta verður ógeðslega gaman og ég hlakka alveg gegt mikið til (þótt að ég viti ekki alveg nógu vel nákvæmlega það sem við ætlum að gera =Þ ég þarf bara að tala betur við pabba)

Svo erum við að fara til Luderitz á þriðjudaginn í næstu viku. Það verður ég, pabbi, mamma, Doddi, Rúnar Atli og Arndís sem er starfsneminn hjá Iceida hérna í Namibíu. Pabbi þarf að fara á fund held ég og svo eftir einhverja daga þar komum við aftur heim =)

Svo er annars bara mjög lítið að frétta af mér. Ég er reyndar búin með félagsfræði áfangan sem ég er í (fyrir utan lokaprófið allavega) og ég er alveg ótrúlega ánægð með það skal ég segja ykkur =Þ
En þá er þetta bara komið =D

Bæjó í bili
Dagmar Ýr

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

flott plan og verður vonandi æðilega gaman, ég veit hvað ég vil í ammlisgjöf btw, mátt endilega gefa mér miða til afríku svo ég komist með ykkur haha!

En til lukki með lokin á fél áfanganum, geggjað dúleg :D

Dagmar Ýr sagði...

haha...góður Ásrún *rek* miði til afríku...*ssh*