miðvikudagur, 11. júlí 2007

Ræktin

Það er alveg ótrúlegt hvað manni líður vel eftir að hafa verið í ræktinni í tæplega klukkutíma =)
Ég og mamma fórum í morgun eitthvað um 10 leitið og við vorum 20 mín á hlaupabretti og svo 20 mín á hjóli. Mér fannst alveg ótrúlegt hvað maður var fljótur að hjóla...Á 20 mín náði ég að hjóla í um 6,5 km en ég náði bara að "hlaupa" rúmlega 1 km á hlaupabrettinu...en svona eru hlutir sérstakir stundum...=)
Og svo er planið að fara 5 sinnum í viku með mömmu og svo jafnvel 3 með Tinnu...og það er alveg 8 sinnum í viku...svo er ég með áskrift í ræktinni í heilan mánuð þannig að ég gæti alveg eins farið þrisvar á dag ef mig langaði að gera það...=Þ þannig að núna hef ég enga afsökun til að gera ekkert...nema kannski ef mamma er á bílnum...þá kemst ég ekki í ræktina =Þ

Allavega...svo gleymdi ég alltaf að segja hvað hún Jóhanna frænka mín (besta frænka í heimi) er ógeðslega klár. Mér leið asnalega í líkamanum um daginn og ég spurði hana hvað þetta var og hvað ég ætti að gera, og hún sagði mér það og ég gerði það sem hún sagði, og núna líður mér bara mjög vel =D

Takk Jóhanna bestasta =*

Dagmar Ýr

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mar bara fær tár í augun je dúdda mia.... Knús til þín og mikið er gott að vita að þér lýður betur

Nafnlaus sagði...

hæhæ vildi bara segja þér hvað ég sakna þín mikið og ég hlakka til að sjá þig í vetur þegar maður kíkir í bæinn:)

Dagmar Ýr sagði...

hehe bara allir á vestfjörðum að kommenta =)

en takk fyrir kommentin...mér finnst ekki vera kommentað nóg hjá mér...=/